Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Hvers konar fiskar eru hákettir?

Jón Már Halldórsson

Hákettir (Holocephali) eru einn undirflokkur brjóskfiska (Chondrichthyes), eins og háfiskar og skötur. Það sem greinir háketti frá hinum undirflokkunum eru fáar og stórar tennur. Einnig er gómbrjóskið samgróið hauskúpunni og ólíkt háfiskum (hákörlum) þá vottar fyrir tálknlokum hjá háköttum. Roð hákatta er er slétt og hreisturlaust og þeir hafa ekki harðan skráp.

Til hákatta teljast einungis fáeinar tegundir í einum núlifandi ættbálki sem kallast hámýs (Chimaeriformes). Steingervingasaga hákatta er hins vegar afar löng og nær aftur til Devon-tímabilsins fyrir um 400 milljónum ára.


Geirnyt (Chimaera monstrosa) flækist reglulega í veiðarfæri hér við land.

Til hámúsa teljast um 40 tegundir og eru tvær ættir þekktar hér við land, hámúsaætt (Chimaeridae) og trjónuætt (Rhinochimaeridae). Innan íslensku efnahagslögsögunnar hafa fundist 5 tegundir hámúsa. Geirnyt (Chimaera monstrosa) er kunnust hámúsa hér við land. Hún finnst á útbreiddu svæði í Norðaustur-Atlantshafi, frá Finnmörku við Norður-Noreg suður í Biskaja-flóa, til Marokkó, umhverfis Asoreyjar og er einnig útbreidd í Miðjarðarhafi.

Geirnyt er eina tegund hámúsa sem flækist reglulega í veiðarfæri íslenskra veiðiskipa. Undanfarin ár hefur rúmt tonn veiðst af henni hér við land.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.4.2010

Spyrjandi

Þorleifur Örn Björnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fiskar eru hákettir?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2010. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55907.

Jón Már Halldórsson. (2010, 14. apríl). Hvers konar fiskar eru hákettir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55907

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fiskar eru hákettir?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2010. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55907>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fiskar eru hákettir?
Hákettir (Holocephali) eru einn undirflokkur brjóskfiska (Chondrichthyes), eins og háfiskar og skötur. Það sem greinir háketti frá hinum undirflokkunum eru fáar og stórar tennur. Einnig er gómbrjóskið samgróið hauskúpunni og ólíkt háfiskum (hákörlum) þá vottar fyrir tálknlokum hjá háköttum. Roð hákatta er er slétt og hreisturlaust og þeir hafa ekki harðan skráp.

Til hákatta teljast einungis fáeinar tegundir í einum núlifandi ættbálki sem kallast hámýs (Chimaeriformes). Steingervingasaga hákatta er hins vegar afar löng og nær aftur til Devon-tímabilsins fyrir um 400 milljónum ára.


Geirnyt (Chimaera monstrosa) flækist reglulega í veiðarfæri hér við land.

Til hámúsa teljast um 40 tegundir og eru tvær ættir þekktar hér við land, hámúsaætt (Chimaeridae) og trjónuætt (Rhinochimaeridae). Innan íslensku efnahagslögsögunnar hafa fundist 5 tegundir hámúsa. Geirnyt (Chimaera monstrosa) er kunnust hámúsa hér við land. Hún finnst á útbreiddu svæði í Norðaustur-Atlantshafi, frá Finnmörku við Norður-Noreg suður í Biskaja-flóa, til Marokkó, umhverfis Asoreyjar og er einnig útbreidd í Miðjarðarhafi.

Geirnyt er eina tegund hámúsa sem flækist reglulega í veiðarfæri íslenskra veiðiskipa. Undanfarin ár hefur rúmt tonn veiðst af henni hér við land.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...