Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar.

Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Annars nægir að fá samþykki frá nánasta vandamanni hins látna, ef sannað þykir að hinn látni hafi ekki verið mótfallinn krufningu. Læknir fer fram á slíka krufningu telji hann hana nauðsynlega til frekari rannsóknar á líkinu, meðal annars ef dánarorsök er óljós. Sama gildir um brottnám líffæra úr hinum látna (líffæragjöf), að hún er óheimil nema samþykki hins látna eða nánasta vandamanns hans liggi fyrir. Enn fremur getur fólk gefið læknadeild Háskóla Íslands líkið af sér til rannsókna og krufningar.

Réttarkrufning skal hins vegar fara fram ef grunur leikur á að dauðsfallið megi rekja til refsiverðrar háttsemi eða þegar ekki er hægt að ákvarða dánarorsök með réttarlæknisfræðilegri líkskoðun sem fer fram í samstarfi við lögreglu. Í öðrum tilvikum getur lögregla svo ákveðið að slík krufning sé nauðsynleg.

Eftir að ljóst er að réttarkrufningar er þörf skal leita samþykkis nánasta ættingja. Þess konar samþykki er þó í raun ekki nauðsynlegt því ef ættingi neitar er hægt að fara fram á dómsúrskurð. Sú heimild er einnig í 2. mgr. 70. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991. Lögregla leitar þá til dómara og fer fram á að hann gefi heimild til krufningarinnar. Má gera ráð fyrir að heimildin sé auðfengin færi lögregla fullnægjandi rök fyrir beiðni sinni.

Samkvæmt þessu er aðalmunurinn á læknisfræðilegri krufningu og réttarkrufningu sá að sú síðarnefnda fer fram að frumkvæði lögreglu. Vitanlega eru flest dauðsföll af eðlilegum orsökum svo að gera má ráð fyrir að réttarkrufningar séu fremur sjaldgæfar. Það fer því eftir aðstæðum hverju sinni hvort ættingjar hafa eitthvað um það að segja hvort lík er krufið. Sé um réttarkrufningu að ræða skiptir afstaða ættingja eða hins látna sjálfs ekki máli.

Ef dauðsfall er óvænt eða líkur eru á að það megi rekja til refsiverðs athæfis eða slyss ber lækni sem annast líkskoðun að tilkynna lögreglu um andlátið, samkvæmt 3. grein laga um dánarvottorð, krufningar og fleira. Í kjölfar slíkrar tilkynningar metur lögregla hvort lík skuli skoðað réttarlæknisfræðilega, en það er meginregla að slík skoðun skuli fara fram. Ef réttarlæknisfræðileg skoðun leiðir í ljós dánarorsök er svo varla þörf á krufningu. Ef skoðunin dugir hins vegar ekki til eða grunur leikur á um að dauðsfall sé afleiðing refsiverðs athæfis skal framkvæma réttarkrufningu.

Svarið við spurningunni er því nei, að því gefnu að eitthvað sé óljóst við andlátið og lögregla telji tilefni til krufningarinnar.

Heimildir:
  • Lög nr. 16/1991 um brottnám líffæra.
  • Lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
  • Lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira og greinargerð með þeim lögum.
  • Reglugerð nr. 248/2001, um ritun dánarvottorða, réttarlæknisfræðilega líkskoðun, réttarkrufningu og tilkynningu til Hagstofu Íslands um andvana fædd börn.

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.1.2006

Spyrjandi

Malla Rós Ólafsdóttir

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum? “ Vísindavefurinn, 26. janúar 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5594.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 26. janúar). Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5594

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum? “ Vísindavefurinn. 26. jan. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5594>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?
Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar.

Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Annars nægir að fá samþykki frá nánasta vandamanni hins látna, ef sannað þykir að hinn látni hafi ekki verið mótfallinn krufningu. Læknir fer fram á slíka krufningu telji hann hana nauðsynlega til frekari rannsóknar á líkinu, meðal annars ef dánarorsök er óljós. Sama gildir um brottnám líffæra úr hinum látna (líffæragjöf), að hún er óheimil nema samþykki hins látna eða nánasta vandamanns hans liggi fyrir. Enn fremur getur fólk gefið læknadeild Háskóla Íslands líkið af sér til rannsókna og krufningar.

Réttarkrufning skal hins vegar fara fram ef grunur leikur á að dauðsfallið megi rekja til refsiverðrar háttsemi eða þegar ekki er hægt að ákvarða dánarorsök með réttarlæknisfræðilegri líkskoðun sem fer fram í samstarfi við lögreglu. Í öðrum tilvikum getur lögregla svo ákveðið að slík krufning sé nauðsynleg.

Eftir að ljóst er að réttarkrufningar er þörf skal leita samþykkis nánasta ættingja. Þess konar samþykki er þó í raun ekki nauðsynlegt því ef ættingi neitar er hægt að fara fram á dómsúrskurð. Sú heimild er einnig í 2. mgr. 70. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991. Lögregla leitar þá til dómara og fer fram á að hann gefi heimild til krufningarinnar. Má gera ráð fyrir að heimildin sé auðfengin færi lögregla fullnægjandi rök fyrir beiðni sinni.

Samkvæmt þessu er aðalmunurinn á læknisfræðilegri krufningu og réttarkrufningu sá að sú síðarnefnda fer fram að frumkvæði lögreglu. Vitanlega eru flest dauðsföll af eðlilegum orsökum svo að gera má ráð fyrir að réttarkrufningar séu fremur sjaldgæfar. Það fer því eftir aðstæðum hverju sinni hvort ættingjar hafa eitthvað um það að segja hvort lík er krufið. Sé um réttarkrufningu að ræða skiptir afstaða ættingja eða hins látna sjálfs ekki máli.

Ef dauðsfall er óvænt eða líkur eru á að það megi rekja til refsiverðs athæfis eða slyss ber lækni sem annast líkskoðun að tilkynna lögreglu um andlátið, samkvæmt 3. grein laga um dánarvottorð, krufningar og fleira. Í kjölfar slíkrar tilkynningar metur lögregla hvort lík skuli skoðað réttarlæknisfræðilega, en það er meginregla að slík skoðun skuli fara fram. Ef réttarlæknisfræðileg skoðun leiðir í ljós dánarorsök er svo varla þörf á krufningu. Ef skoðunin dugir hins vegar ekki til eða grunur leikur á um að dauðsfall sé afleiðing refsiverðs athæfis skal framkvæma réttarkrufningu.

Svarið við spurningunni er því nei, að því gefnu að eitthvað sé óljóst við andlátið og lögregla telji tilefni til krufningarinnar.

Heimildir:
  • Lög nr. 16/1991 um brottnám líffæra.
  • Lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
  • Lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira og greinargerð með þeim lögum.
  • Reglugerð nr. 248/2001, um ritun dánarvottorða, réttarlæknisfræðilega líkskoðun, réttarkrufningu og tilkynningu til Hagstofu Íslands um andvana fædd börn.
...