Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum?

Sigurður Sigurðarson

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Um einkenni bráðrar flúoreitrunar er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Einkenni langvinnrar eitrunar eru beinaskemmdir, vanþrif og lamanir. Flúor bindur kalk, það nýtist þá verr til mjólkurmyndunar. Þetta skýrir hvers vegna nytin dettur úr mjólkandi peningi við slíkar aðstæður.

Flúor finnst ekki sem neinu nemur í kjöti eða mjólk en sest fyrst og fremst að í tönnum og beinum. Við það truflast sú fína bygging sem tryggir hámarks styrk og hörku þeirra. Breytingar verða fyrst á glerungi framtanna, sem eru að vaxa úr tannholdinu einkum hjá ungum dýrum. Móleitir og hvítir flekkir sjást í glerungnum, síðan ójöfnur eða göt og glerung getur vantað að hluta á tönn, sem vaxið hefur úr tannholdi meðan eituráhrifin vörðu. Slíkar tennur nefnast ,,gostennur eða öskutennur''.



Kýr í fjósi á Bessastöðum við Hrútafjörð í Húnaþingi vestra.

Önnur áhrif langvinnrar eitrunar eru “gaddur" og “fætlur". Gaddur myndast við misslit á jöxlum, slitflötur verður ójafn, en það gerir skepnunum erfitt að bíta, tyggja og jórtra. Flúor verkar ekki jafnt á tennurnar. Sumar tennur verða mjúkar, aðrar halda hörku sinni. Þær mjúku mást eða slitna undan þeim sem harðari eru. Þær hörðu vaxa áfram og mynda smám saman tind eða gadd, sem stendur upp fyrir jaxlaröðina, en skörð verða á móti þar sem mjúkir jaxlar eru. Jaxlaskemmdirnar valda því að slitflötur tannanna aflagast og skepnurnar geta ekki bitið, tuggið eða jórtrað eðlilega. Þá hefur verið gripið til þess ráðs, sem oft hefur hjálpað að sverfa eða brjóta gaddinn með sérstakri töng.

Rétt er að taka fram, að það sem hestamenn kalla gadd í hrossum, og er tilkomið vegna misslits á jöxlum, einkum þó glerungi þeirra, er nær alltaf óskylt flúoreitrun.

Flúor getur örvað beinfrumur til að mynda óeðlilegt bein. Fætlur eru áhlæði af slíku frauðkenndu beini á fótleggjum, og slíkir beinhnjóskar koma á fleiri bein svo sem kjálka og rifbein. Sagt er þá að skepnan sé skert eða beinskert. Mikil eymsli merkjast, ef tekið er á hnjóskunum nýmynduðum.

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri grein um áhrif eldgosa á dýr sem lesa á í heild sinni á vef Matvælastofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. Í lok greinarinnar má er að finna heimildaskrá og jafnframt viðbragðsáætlun yfirdýralæknis vegna eldgosa.

Höfundur

Útgáfudagur

23.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2010, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56005.

Sigurður Sigurðarson. (2010, 23. apríl). Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56005

Sigurður Sigurðarson. „Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2010. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56005>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu einkenni langvinnrar flúoreitrunar í skepnum?
Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Um einkenni bráðrar flúoreitrunar er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Einkenni langvinnrar eitrunar eru beinaskemmdir, vanþrif og lamanir. Flúor bindur kalk, það nýtist þá verr til mjólkurmyndunar. Þetta skýrir hvers vegna nytin dettur úr mjólkandi peningi við slíkar aðstæður.

Flúor finnst ekki sem neinu nemur í kjöti eða mjólk en sest fyrst og fremst að í tönnum og beinum. Við það truflast sú fína bygging sem tryggir hámarks styrk og hörku þeirra. Breytingar verða fyrst á glerungi framtanna, sem eru að vaxa úr tannholdinu einkum hjá ungum dýrum. Móleitir og hvítir flekkir sjást í glerungnum, síðan ójöfnur eða göt og glerung getur vantað að hluta á tönn, sem vaxið hefur úr tannholdi meðan eituráhrifin vörðu. Slíkar tennur nefnast ,,gostennur eða öskutennur''.



Kýr í fjósi á Bessastöðum við Hrútafjörð í Húnaþingi vestra.

Önnur áhrif langvinnrar eitrunar eru “gaddur" og “fætlur". Gaddur myndast við misslit á jöxlum, slitflötur verður ójafn, en það gerir skepnunum erfitt að bíta, tyggja og jórtra. Flúor verkar ekki jafnt á tennurnar. Sumar tennur verða mjúkar, aðrar halda hörku sinni. Þær mjúku mást eða slitna undan þeim sem harðari eru. Þær hörðu vaxa áfram og mynda smám saman tind eða gadd, sem stendur upp fyrir jaxlaröðina, en skörð verða á móti þar sem mjúkir jaxlar eru. Jaxlaskemmdirnar valda því að slitflötur tannanna aflagast og skepnurnar geta ekki bitið, tuggið eða jórtrað eðlilega. Þá hefur verið gripið til þess ráðs, sem oft hefur hjálpað að sverfa eða brjóta gaddinn með sérstakri töng.

Rétt er að taka fram, að það sem hestamenn kalla gadd í hrossum, og er tilkomið vegna misslits á jöxlum, einkum þó glerungi þeirra, er nær alltaf óskylt flúoreitrun.

Flúor getur örvað beinfrumur til að mynda óeðlilegt bein. Fætlur eru áhlæði af slíku frauðkenndu beini á fótleggjum, og slíkir beinhnjóskar koma á fleiri bein svo sem kjálka og rifbein. Sagt er þá að skepnan sé skert eða beinskert. Mikil eymsli merkjast, ef tekið er á hnjóskunum nýmynduðum.

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri grein um áhrif eldgosa á dýr sem lesa á í heild sinni á vef Matvælastofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. Í lok greinarinnar má er að finna heimildaskrá og jafnframt viðbragðsáætlun yfirdýralæknis vegna eldgosa....