Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Sigurður Sigurðarson

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun.

Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir fimm mínútur í blóði og ná hámarki á fáum klukkutímum. Útskilnaður með þvagi eykst eftir tvær til þrjár klukkustundir frá upptöku flúors. Vegna þess eiginleika síns að binda kalk í torleyst sambönd, sem nýtast lítt eða ekki í líkamanum, getur flúor í miklu magni valdið kalkskorti í blóði eða doða í ám og kúm og klumsi í hryssum, einkum nálægt burði eða köstun. Orðið klums er notað um krampa í tyggivöðvum, sérstaklega hjá hrossum. Krampinn veldur því að skepnan getur ekki opnað kjaftinn eða nærst.

Breytileg helti er einkennandi fyrir bráða eitrun. Orsökin er skemmdir sem verða á liðbrjóski og kalkútfellingar í vöðvafestingum við liðamót, líklega vegna steinefnaröskunar í líkamanum fyrir áhrif flúors.Eyfirskar kýr.

Önnur afleiðing bráðrar eitrunar vegna innöndunar eru særindi og bólgur í öndunarfærum, nefi, barka, berkjum og mjög alvarleg lungnabólga sem getur leitt til dauða, ef öskukorn berast ofan í lungun. Erting, sár og bólgur verða í meltingarfærunum: vömb, maga og görnum með blóðugum niðurgangi. Saurinn getur orðið gráleitur af öskukornum eða svartur af blóði. Askan getur safnast í meltingarfærin og valdið meltingartruflunum og jafnvel stíflum.

Einkenni bráðrar eitrunar eru deyfð, slefa og nasarennsli, hósti og frís eða hnerrar, hröð öndun, lystarleysi, niðurgangur, sjóndepurð og blinda, lamanir og meðvitundarleysi. Nýrun, sem skilja út þvagið og með því flúor, skemmast oft vegna eituráhrifa flúorsins. Útfellingar geta orðið og nýrnasteinar myndast. Lifrin er efnaverksmiðja líkamans. Flúor kemur þar við á leið um líkamann með blóðinu og veldur vefjaskemmdum og mikilli blóðfyllingu. Fleiri líffæri geta orðið fyrir skemmdum.

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri grein um áhrif eldgosa á dýr sem lesa á í heild sinni á vef Matvælastofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. Í lok greinarinnar má er að finna heimildaskrá og jafnframt viðbragðsáætlun yfirdýralæknis vegna eldgosa.

Höfundur

Útgáfudagur

21.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2010. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56006.

Sigurður Sigurðarson. (2010, 21. apríl). Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56006

Sigurður Sigurðarson. „Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2010. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56006>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?
Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun.

Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir fimm mínútur í blóði og ná hámarki á fáum klukkutímum. Útskilnaður með þvagi eykst eftir tvær til þrjár klukkustundir frá upptöku flúors. Vegna þess eiginleika síns að binda kalk í torleyst sambönd, sem nýtast lítt eða ekki í líkamanum, getur flúor í miklu magni valdið kalkskorti í blóði eða doða í ám og kúm og klumsi í hryssum, einkum nálægt burði eða köstun. Orðið klums er notað um krampa í tyggivöðvum, sérstaklega hjá hrossum. Krampinn veldur því að skepnan getur ekki opnað kjaftinn eða nærst.

Breytileg helti er einkennandi fyrir bráða eitrun. Orsökin er skemmdir sem verða á liðbrjóski og kalkútfellingar í vöðvafestingum við liðamót, líklega vegna steinefnaröskunar í líkamanum fyrir áhrif flúors.Eyfirskar kýr.

Önnur afleiðing bráðrar eitrunar vegna innöndunar eru særindi og bólgur í öndunarfærum, nefi, barka, berkjum og mjög alvarleg lungnabólga sem getur leitt til dauða, ef öskukorn berast ofan í lungun. Erting, sár og bólgur verða í meltingarfærunum: vömb, maga og görnum með blóðugum niðurgangi. Saurinn getur orðið gráleitur af öskukornum eða svartur af blóði. Askan getur safnast í meltingarfærin og valdið meltingartruflunum og jafnvel stíflum.

Einkenni bráðrar eitrunar eru deyfð, slefa og nasarennsli, hósti og frís eða hnerrar, hröð öndun, lystarleysi, niðurgangur, sjóndepurð og blinda, lamanir og meðvitundarleysi. Nýrun, sem skilja út þvagið og með því flúor, skemmast oft vegna eituráhrifa flúorsins. Útfellingar geta orðið og nýrnasteinar myndast. Lifrin er efnaverksmiðja líkamans. Flúor kemur þar við á leið um líkamann með blóðinu og veldur vefjaskemmdum og mikilli blóðfyllingu. Fleiri líffæri geta orðið fyrir skemmdum.

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri grein um áhrif eldgosa á dýr sem lesa á í heild sinni á vef Matvælastofnunar og birt hér með góðfúslegu leyfi. Í lok greinarinnar má er að finna heimildaskrá og jafnframt viðbragðsáætlun yfirdýralæknis vegna eldgosa.

...