Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Sigurður Ægisson

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga niður í hreiður steindepils eigi hann það til í hefndarskyni að fljúga upp undir þær og narta í spena þeirra. Er það bit talið eitrað. Af þessu er komið nafnið undirflog eða undirflug um júgurmein. Snorri Björnsson á Húsafelli (1710-1803) segir þennan orðróm ekki eiga við nein rök að styðjast. Á öðrum stað, hjá Nicolai Mohr (Forsøg til en Islandsk Naturhistorie 1786), kemur fram að börn voru sérstaklega beðin um að passa sig á að snerta ekki hreiður fuglsins, ella myndu fingur þeirra stirðna eða kreppast.

Einnig fannst sú trú hér á landi að steindepillinn lægi í dvala frá krossmessu á hausti (14. september) til krossmessu á vori (3. maí).



Steindepill (Oenanthe oenanthe)

Grænlendingar segja, að fyrir hreindýraveiðimenn á leið heim, sé steindepill – ef hann er kyrr í lofti yfir höfðum þeirra – tákn um að þeir muni fella stóran tarf. Og þeir segja líka, að hrafn, steindepill, hávella og sendlingur séu fuglar hins illa, því hann ráði yfir sálum þeirra.

Steindepillinn hafði á 19. öld vont orð á sér á Norður-Englandi og í Skotlandi. Sumir álitu, að það eitt að sjá fuglinn þýddi að sá maður ætti skammt ólifað. Aðrir töldu þetta einungis geta hent, ef fuglinn sat á grjóti, þegar viðkomandi fyrst leit hann augum. En ef fuglinn sat á þúfu eða í grasi, boðaði það hins vegar gæfu.

Skýringarinnar á þessu gæti verið að leita í þeirri staðreynd, að fuglarnir halda sig á varptíma þar sem nóg af grjóti er að finna, og oft afskekkt eða á fáförnum stöðum. Draugalegar rústir og kirkjugarðar eru þar á meðal. Meira þarf ekki til, í raun og veru.

Hinsvegar gæti annað og meira legið hér að baki. Menn sem höfðu dáið snögglega eða á óhugnanlegan máta voru nefnilega gjarnan urðaðir; siðurinn átti rætur í þeirri trú, að í voveiflegum dauða losnaði um sál og átti hún þá að leita í sín gömlu heimkynni, full af reiði og hefndarþorsta. Og eitthvað róttækt þurfti að gera við því. Grjóthrúgan átti að halda sálinni kyrri, binda hana. Og hafi steindeplar einhvern tíma sést á þvílíkri gröf, og látið í sér heyra, hefur það ekki verið ósvipað og ef klappað væri í stein og það minnt óþægilega á tilburði látins manns við að koma sér upp úr gröfinni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Aves.is. Sótt 20. 4. 2010.

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

30.4.2010

Spyrjandi

Ólafía Gústafsdóttir

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2010, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56057.

Sigurður Ægisson. (2010, 30. apríl). Er einhver þjóðtrú tengd steindepli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56057

Sigurður Ægisson. „Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2010. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?
Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga niður í hreiður steindepils eigi hann það til í hefndarskyni að fljúga upp undir þær og narta í spena þeirra. Er það bit talið eitrað. Af þessu er komið nafnið undirflog eða undirflug um júgurmein. Snorri Björnsson á Húsafelli (1710-1803) segir þennan orðróm ekki eiga við nein rök að styðjast. Á öðrum stað, hjá Nicolai Mohr (Forsøg til en Islandsk Naturhistorie 1786), kemur fram að börn voru sérstaklega beðin um að passa sig á að snerta ekki hreiður fuglsins, ella myndu fingur þeirra stirðna eða kreppast.

Einnig fannst sú trú hér á landi að steindepillinn lægi í dvala frá krossmessu á hausti (14. september) til krossmessu á vori (3. maí).



Steindepill (Oenanthe oenanthe)

Grænlendingar segja, að fyrir hreindýraveiðimenn á leið heim, sé steindepill – ef hann er kyrr í lofti yfir höfðum þeirra – tákn um að þeir muni fella stóran tarf. Og þeir segja líka, að hrafn, steindepill, hávella og sendlingur séu fuglar hins illa, því hann ráði yfir sálum þeirra.

Steindepillinn hafði á 19. öld vont orð á sér á Norður-Englandi og í Skotlandi. Sumir álitu, að það eitt að sjá fuglinn þýddi að sá maður ætti skammt ólifað. Aðrir töldu þetta einungis geta hent, ef fuglinn sat á grjóti, þegar viðkomandi fyrst leit hann augum. En ef fuglinn sat á þúfu eða í grasi, boðaði það hins vegar gæfu.

Skýringarinnar á þessu gæti verið að leita í þeirri staðreynd, að fuglarnir halda sig á varptíma þar sem nóg af grjóti er að finna, og oft afskekkt eða á fáförnum stöðum. Draugalegar rústir og kirkjugarðar eru þar á meðal. Meira þarf ekki til, í raun og veru.

Hinsvegar gæti annað og meira legið hér að baki. Menn sem höfðu dáið snögglega eða á óhugnanlegan máta voru nefnilega gjarnan urðaðir; siðurinn átti rætur í þeirri trú, að í voveiflegum dauða losnaði um sál og átti hún þá að leita í sín gömlu heimkynni, full af reiði og hefndarþorsta. Og eitthvað róttækt þurfti að gera við því. Grjóthrúgan átti að halda sálinni kyrri, binda hana. Og hafi steindeplar einhvern tíma sést á þvílíkri gröf, og látið í sér heyra, hefur það ekki verið ósvipað og ef klappað væri í stein og það minnt óþægilega á tilburði látins manns við að koma sér upp úr gröfinni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Aves.is. Sótt 20. 4. 2010....