
Á Suðureyjum, norðvestur af Skotlandi, höfðu veiðimenn þó fyrir reglu að hálsbrjóta fuglinn um leið og þeir voru búnir að skjóta hann. Ástæðan fyrir því var sú, að í blóðinu á þeim stað átti að vera eitthvað misjafnt, sem valdið gat eitrun. Á Bretagneskaga var sú trú við lýði, að ef starar hópuðu sig, benti það til kólnandi veðurfars. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson.