Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver þjóðtrú tengd stara?

Íslensk þjóðtrú geymir líklegast ekkert um starann, enda nam hann ekki land fyrr en á 20. öld, en víðast hvar annarsstaðar í Evrópu er návist hans talin boða gleði og hamingju. Í Norður-Ameríku eru menn ekki eins ánægðir með tilvist hans.Stari (Sturnus vulgaris).

Á Suðureyjum, norðvestur af Skotlandi, höfðu veiðimenn þó fyrir reglu að hálsbrjóta fuglinn um leið og þeir voru búnir að skjóta hann. Ástæðan fyrir því var sú, að í blóðinu á þeim stað átti að vera eitthvað misjafnt, sem valdið gat eitrun.

Á Bretagneskaga var sú trú við lýði, að ef starar hópuðu sig, benti það til kólnandi veðurfars.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Útgáfudagur

4.5.2010

Spyrjandi

Ólafía Gústafsdóttir

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Er einhver þjóðtrú tengd stara?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2010. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=56058.

Sigurður Ægisson. (2010, 4. maí). Er einhver þjóðtrú tengd stara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56058

Sigurður Ægisson. „Er einhver þjóðtrú tengd stara?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2010. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56058>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.