Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er munurinn á engli og erkiengli?

Sigurður Ægisson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört)
  • Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín)
  • Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson)


Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar þáttur í helgihaldi kirkjunnar, einkum þó meðal rétttrúnaðarmanna og kaþólskra. Gamla testamentið er að mestu ritað á hebresku en þegar menn tóku að snúa því á grísku á 2. öld f. Kr. var orðið malak (sendiboði, boðberi) þýtt sem aggelos. Í latneskri útgáfu varð það svo að angelus og af því er íslenska heitið dregið, engill.

Englar eru sagðir ósýnilegar himneskar verur, þjónar Guðs sem vinna í hans nafni. Þeir voru skapaðir af honum í upphafi og eru búnir skynsemi og frelsi. Lífssvið þeirra er eilífðin sjálf, ekki tíminn. Þeir vegsama Guð og vernda menn og dýr.

Stéttir engla eða gerðir eru margs konar. Í síðgyðingdóminum var farið að tala um níu flokka engla sem var skipað í virðingarröð sem oftast var þessi: Efstir voru serafar, þá kerúbar, síðan hásæti eða trónar, og eftir það herradómar, dyggðir, tignir, máttarvöld, erkienglar og loks „englar“. Kristnin erfði þessa röðun, en hún var komin í núverandi form á 5. eða 6. öld.

Serafar eru næstir hásæti Guðs og lofa hann þar og tigna, syngjandi dýrðaróð kærleikans. Í spádómsbók Jesaja (6: 1-4) er þeim lýst svo:

Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: „Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð.“ Við raust þeirra, er þeir kölluðu, skulfu undirstöður þröskuldanna og húsið varð fullt af reyk.


Sáttmálsörkin hefur að geyma steintöflurnar með boðorðunum tíu.

Kerúbar standa vörð um hásætið og einnig lífsins tré í Paradís. Óður þeirra er viska og speki. Þeir hafa tvo, fjóra eða sex vængi, stundum þakta augum. Gulldrifnar myndir þeirra skreyttu náðarstólinn í musterinu helga, hið allra helgasta, sáttmálsörkina (kistuna þar sem boðorðatöflurnar voru geymdar) og einnig fortjald þess (Síðari Kroníkubók 3: 14). Hjá spámanninum Esekíel (1: 4-28) er að finna stórbrotnar lýsingar á kerúbum.

Hásæti eða trónar (eða stólar eins og þeir eru nefndir í Íslensku hómilíubókinni frá því um 1200) standa umhverfis hásæti Drottins. Þeir eru herskarar engla sem gjarnan er lýst sem vængjuðum hjólum (Esekíel 1: 16-17). Ef þeir eru sýndir í mannsmynd eru þeir hafðir í bænastellingu og með ríkisepli og veldissprota eins og konungar. Þeir eru í hvítum kyrtlum og með græna stólu og oft með gylltan linda um sig miðja. Vængir þeirra eru oft sýndir alþaktir augum.

Herradómar voru álitnir farvegur guðlegrar miskunnar, en dyggðir þeirra tengjast oft hetjum trúarinnar og öðrum sem áttu í hinni góðu baráttu í þágu Guðs.

Tignirnar eru í framvarðasveit ljóssins gegn myrkrinu. Hlutverk þeirra er að vinna kraftaverk á jörðu og einkenni þeirra er stafur með ríkisepli á endanum.

Máttarvöld ríkja yfir jörð, vatni, lofti og eldi. Þau eru verndarar þjóðanna og eiga að halda illum öflum í skefjum.



Gabríel erkiengill sýndur með vængi og staf, eitt einkennistákna sinna.

Erkienglar eru gjarnan sagðir fjórir: Gabríel, Mikael, Rafael og Úríel. Gabríel er oft talinn þeirra æðstur, en hann er boðberi Guðs. Einkennistákn Gabríels er lilja eða stafur með krossi. Hann er oft sýndur vængjalaus. Mikael er löggjafinn, vörn sálanna, og fer fremstur í orrustunni gegn hinu illa. Rafael er það hlutverk falið að lina þrautir mannanna. Hann er ýmist sýndur með göngustaf í hendi eða fisk. Úríel er engill ljóssins og ræður yfir dánarheimum. Í sumum ritum er hann nefndur Phanúel, „andlit Guðs“. Rabbíar Gyðinga bættu þremur við í erkienglahópinn: Ragúel, Sareil eða Sarakael og Remíel.

Til neðstu stéttarinnar, „engla“, tilheyra svo aðrar ljósverur himinsins. Þeir eru ósýnilegir verndarar á hinum ýmsu stundum. Elstu engilsmynd kristninnar gefur að líta í katakombunum í Róm frá 2. öld, en hún sýnir boðun Maríu.



Englar sem barnshöfuð með vængi koma fyrst fram á endurreisnartímanum.

Í Biblíunni koma englarnir fram í mannsmynd, yfirleitt vængjalausir, nema æðstu stéttirnar tvær. Það er ekki fyrr en á 4. öld að farið er að sýna aðrar stéttir engla vængjaða á myndum. Á 15. öld verða englar kvenlegri ásýndum og jafnvel sýndir sem börn. Á endurreisnartímanum koma svo fyrst fram englamyndir sem eru ekkert nema barnshöfuð með vængi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Tenglar og myndir:

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

31.1.2006

Spyrjandi

Gunnar Þór Tómasson
Guðmunda Dagbjört Guðmundsdóttir

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hver er munurinn á engli og erkiengli?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5606.

Sigurður Ægisson. (2006, 31. janúar). Hver er munurinn á engli og erkiengli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5606

Sigurður Ægisson. „Hver er munurinn á engli og erkiengli?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5606>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört)
  • Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín)
  • Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson)


Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar þáttur í helgihaldi kirkjunnar, einkum þó meðal rétttrúnaðarmanna og kaþólskra. Gamla testamentið er að mestu ritað á hebresku en þegar menn tóku að snúa því á grísku á 2. öld f. Kr. var orðið malak (sendiboði, boðberi) þýtt sem aggelos. Í latneskri útgáfu varð það svo að angelus og af því er íslenska heitið dregið, engill.

Englar eru sagðir ósýnilegar himneskar verur, þjónar Guðs sem vinna í hans nafni. Þeir voru skapaðir af honum í upphafi og eru búnir skynsemi og frelsi. Lífssvið þeirra er eilífðin sjálf, ekki tíminn. Þeir vegsama Guð og vernda menn og dýr.

Stéttir engla eða gerðir eru margs konar. Í síðgyðingdóminum var farið að tala um níu flokka engla sem var skipað í virðingarröð sem oftast var þessi: Efstir voru serafar, þá kerúbar, síðan hásæti eða trónar, og eftir það herradómar, dyggðir, tignir, máttarvöld, erkienglar og loks „englar“. Kristnin erfði þessa röðun, en hún var komin í núverandi form á 5. eða 6. öld.

Serafar eru næstir hásæti Guðs og lofa hann þar og tigna, syngjandi dýrðaróð kærleikans. Í spádómsbók Jesaja (6: 1-4) er þeim lýst svo:

Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: „Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð.“ Við raust þeirra, er þeir kölluðu, skulfu undirstöður þröskuldanna og húsið varð fullt af reyk.


Sáttmálsörkin hefur að geyma steintöflurnar með boðorðunum tíu.

Kerúbar standa vörð um hásætið og einnig lífsins tré í Paradís. Óður þeirra er viska og speki. Þeir hafa tvo, fjóra eða sex vængi, stundum þakta augum. Gulldrifnar myndir þeirra skreyttu náðarstólinn í musterinu helga, hið allra helgasta, sáttmálsörkina (kistuna þar sem boðorðatöflurnar voru geymdar) og einnig fortjald þess (Síðari Kroníkubók 3: 14). Hjá spámanninum Esekíel (1: 4-28) er að finna stórbrotnar lýsingar á kerúbum.

Hásæti eða trónar (eða stólar eins og þeir eru nefndir í Íslensku hómilíubókinni frá því um 1200) standa umhverfis hásæti Drottins. Þeir eru herskarar engla sem gjarnan er lýst sem vængjuðum hjólum (Esekíel 1: 16-17). Ef þeir eru sýndir í mannsmynd eru þeir hafðir í bænastellingu og með ríkisepli og veldissprota eins og konungar. Þeir eru í hvítum kyrtlum og með græna stólu og oft með gylltan linda um sig miðja. Vængir þeirra eru oft sýndir alþaktir augum.

Herradómar voru álitnir farvegur guðlegrar miskunnar, en dyggðir þeirra tengjast oft hetjum trúarinnar og öðrum sem áttu í hinni góðu baráttu í þágu Guðs.

Tignirnar eru í framvarðasveit ljóssins gegn myrkrinu. Hlutverk þeirra er að vinna kraftaverk á jörðu og einkenni þeirra er stafur með ríkisepli á endanum.

Máttarvöld ríkja yfir jörð, vatni, lofti og eldi. Þau eru verndarar þjóðanna og eiga að halda illum öflum í skefjum.



Gabríel erkiengill sýndur með vængi og staf, eitt einkennistákna sinna.

Erkienglar eru gjarnan sagðir fjórir: Gabríel, Mikael, Rafael og Úríel. Gabríel er oft talinn þeirra æðstur, en hann er boðberi Guðs. Einkennistákn Gabríels er lilja eða stafur með krossi. Hann er oft sýndur vængjalaus. Mikael er löggjafinn, vörn sálanna, og fer fremstur í orrustunni gegn hinu illa. Rafael er það hlutverk falið að lina þrautir mannanna. Hann er ýmist sýndur með göngustaf í hendi eða fisk. Úríel er engill ljóssins og ræður yfir dánarheimum. Í sumum ritum er hann nefndur Phanúel, „andlit Guðs“. Rabbíar Gyðinga bættu þremur við í erkienglahópinn: Ragúel, Sareil eða Sarakael og Remíel.

Til neðstu stéttarinnar, „engla“, tilheyra svo aðrar ljósverur himinsins. Þeir eru ósýnilegir verndarar á hinum ýmsu stundum. Elstu engilsmynd kristninnar gefur að líta í katakombunum í Róm frá 2. öld, en hún sýnir boðun Maríu.



Englar sem barnshöfuð með vængi koma fyrst fram á endurreisnartímanum.

Í Biblíunni koma englarnir fram í mannsmynd, yfirleitt vængjalausir, nema æðstu stéttirnar tvær. Það er ekki fyrr en á 4. öld að farið er að sýna aðrar stéttir engla vængjaða á myndum. Á 15. öld verða englar kvenlegri ásýndum og jafnvel sýndir sem börn. Á endurreisnartímanum koma svo fyrst fram englamyndir sem eru ekkert nema barnshöfuð með vængi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Tenglar og myndir:

...