Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvað eru klumpahraun?

Þorvaldur Þórðarson

Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Þótt ásýnd klumpahrauna sé talsvert frábrugðin dæmigerðum helluhraunum, er flutningur kviku eftir lokuðum rásum, myndun hraunsepa og hraunbelging lykilþáttur í myndun þeirra.[3] Vegna yfirborðsbreksíunnar hafa þau oftar en ekki verið flokkuð sem apalhraun, sem hefur leitt til mistúlkunar á flæðiferlum og eðli þessara hrauna.

Klumpahraunn eru mjög algengt hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum. Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma.

Klumpahraunbreiður myndast yfirleitt í sprungugosum með miklum hrinum, en koma einnig fyrir sem einstakir hrauntaumar í dyngjum. Búrfellshraun við Hafnarfjörð, Húsfellsbruni við Bláfjöll og vesturálma Skaftáreldahrauns eru góð dæmi um þessa hraungerð.[4] Klumpahraunum svipar til helluhrauna að umfangi og stærð, en eru að jafnaði heldur þykkri, og þau hafa myndað sumar stærstu hraunbreiður sólkerfisins.[5] Aðaleinkenni þeirra er helluhraunsbotn og yfirborðsbreksía sem er gerð úr blokkum og klumpum, er verða til við uppbrot á þykkri, samfelldri hraunhellu. Í bland er svo mismikið magn af hraunkarga sem myndast í kjölfarið, þegar glóandi heit og deig hraunkvikan rifnar af mismunaflæði.

Klumparnir eru yfirleitt 0,5-2 metra þykkir og einn til fimm metrar á hvern kant, en blokkirnar eru jafnhliða og venjulega 0,3-1 metri. Kornastærðardreifing breksíunnar og hlutfallslegt magn klumpa og karga er breytilegt frá einu hraunflóði til annars og virðist tengjast þróunarstigi breksíunnar.[6] Í fullþróuðum klumpahraunum er klumpum og gjalli oft staflað eða hrúgað upp í stóra hrauka sem mynda langa og hlykkjótta sammiðja hryggi, þvert á flæðistefnu hraunflóðsins. Klumpahraun þróast mest í miðju hraunflóðs þar sem hraunrennslið stóð lengst, en jaðrar slíkra hrauna eru að jafnaði helluhraun með tilheyrandi myndformum. Helluhraunsflákar af ýmsum stærðum eru einnig inni í klumpahraunum.

Tilvísanir:
  1. ^ Keszthelyi, L. og fleiri, 2000. Terrestrial analogs and thermal models for Martian flood lavas. Journal of Geophysical Research, 105 (E6), 15027-15049.; Guilbaud og fleiri, 2005. Morphology, surface structure, and emplacement of lavas produced by Laki, A.D. 1783-1784. Kinematics and Dynamics of Lava Flows (M. Manga og G. Venture ritstjórar). Geological Society of America, Boulder, CO, 81-102.; Guilbaud, M.-N. S. Blake, T. Thordarson, S. Self. 2007. Role of Syn-eruptive Cooling and Degassing on Textures of Lavas from the AD 1783–1784 Laki Eruption, South Iceland, Journal of Petrology, 48(7). 1265–1294, doi:10.1093/petrology/egm017.
  2. ^ Hugtakið breksía er notað um storkuberg gert úr bergbrotum og millimassa af fínna efni sem oft er glerkennt. Brotaberg er stundum notað sem samheiti.
  3. ^ Keszthelyi, L. og fleiri, 2000. Terrestrial analogs and thermal models for Martian flood lavas. Journal of Geophysical Research, 105 (E6), 15027-15049.; Keszthelyi, T. Thordarson, A. McEwen, H. Haack, M.-N. Guilbaud, S. Self, M. J. Rossi, 2004. Icelandic analogs to Martian flood lavas. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 5. Q11014.doi:10.1029/2004GC000758.
  4. ^ Guilbaud og fleiri, 2005. Morphology, surface structure, and emplacement of lavas produced by Laki, A.D. 1783-1784. Kinematics and Dynamics of Lava Flows (M. Manga og G. Venture ritstjórar). Geological Society of America, Boulder, CO, 81-102.; Guilbaud, M.-N. S. Blake, T. Thordarson, S. Self. 2007. Role of Syn-eruptive Cooling and Degassing on Textures of Lavas from the AD 1783–1784 Laki Eruption, South Iceland, Journal of Petrology, 48(7). 1265–1294, doi:10.1093/petrology/egm017.; Ingi Þ. Kúld, 2005. Búrfellshraun við Hafnarfjörð: uppbygging, flæðiferli og myndunarsaga. B.S.-ritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
  5. ^ Keszthelyi, T. Thordarson, A. McEwen, H. Haack, M.-N. Guilbaud, S. Self, M. J. Rossi, 2004. Icelandic analogs to Martian flood lavas. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 5. Q11014.doi:10.1029/2004GC000758.
  6. ^ Sama heimild.

Mynd:
  • JGÞ: Myndin er tekin í Geldingadölum 9.4.2021.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

30.10.2023

Spyrjandi

Emilia Ósk

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru klumpahraun?“ Vísindavefurinn, 30. október 2023. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56129.

Þorvaldur Þórðarson. (2023, 30. október). Hvað eru klumpahraun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56129

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru klumpahraun?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2023. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56129>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru klumpahraun?
Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Þótt ásýnd klumpahrauna sé talsvert frábrugðin dæmigerðum helluhraunum, er flutningur kviku eftir lokuðum rásum, myndun hraunsepa og hraunbelging lykilþáttur í myndun þeirra.[3] Vegna yfirborðsbreksíunnar hafa þau oftar en ekki verið flokkuð sem apalhraun, sem hefur leitt til mistúlkunar á flæðiferlum og eðli þessara hrauna.

Klumpahraunn eru mjög algengt hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum. Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma.

Klumpahraunbreiður myndast yfirleitt í sprungugosum með miklum hrinum, en koma einnig fyrir sem einstakir hrauntaumar í dyngjum. Búrfellshraun við Hafnarfjörð, Húsfellsbruni við Bláfjöll og vesturálma Skaftáreldahrauns eru góð dæmi um þessa hraungerð.[4] Klumpahraunum svipar til helluhrauna að umfangi og stærð, en eru að jafnaði heldur þykkri, og þau hafa myndað sumar stærstu hraunbreiður sólkerfisins.[5] Aðaleinkenni þeirra er helluhraunsbotn og yfirborðsbreksía sem er gerð úr blokkum og klumpum, er verða til við uppbrot á þykkri, samfelldri hraunhellu. Í bland er svo mismikið magn af hraunkarga sem myndast í kjölfarið, þegar glóandi heit og deig hraunkvikan rifnar af mismunaflæði.

Klumparnir eru yfirleitt 0,5-2 metra þykkir og einn til fimm metrar á hvern kant, en blokkirnar eru jafnhliða og venjulega 0,3-1 metri. Kornastærðardreifing breksíunnar og hlutfallslegt magn klumpa og karga er breytilegt frá einu hraunflóði til annars og virðist tengjast þróunarstigi breksíunnar.[6] Í fullþróuðum klumpahraunum er klumpum og gjalli oft staflað eða hrúgað upp í stóra hrauka sem mynda langa og hlykkjótta sammiðja hryggi, þvert á flæðistefnu hraunflóðsins. Klumpahraun þróast mest í miðju hraunflóðs þar sem hraunrennslið stóð lengst, en jaðrar slíkra hrauna eru að jafnaði helluhraun með tilheyrandi myndformum. Helluhraunsflákar af ýmsum stærðum eru einnig inni í klumpahraunum.

Tilvísanir:
  1. ^ Keszthelyi, L. og fleiri, 2000. Terrestrial analogs and thermal models for Martian flood lavas. Journal of Geophysical Research, 105 (E6), 15027-15049.; Guilbaud og fleiri, 2005. Morphology, surface structure, and emplacement of lavas produced by Laki, A.D. 1783-1784. Kinematics and Dynamics of Lava Flows (M. Manga og G. Venture ritstjórar). Geological Society of America, Boulder, CO, 81-102.; Guilbaud, M.-N. S. Blake, T. Thordarson, S. Self. 2007. Role of Syn-eruptive Cooling and Degassing on Textures of Lavas from the AD 1783–1784 Laki Eruption, South Iceland, Journal of Petrology, 48(7). 1265–1294, doi:10.1093/petrology/egm017.
  2. ^ Hugtakið breksía er notað um storkuberg gert úr bergbrotum og millimassa af fínna efni sem oft er glerkennt. Brotaberg er stundum notað sem samheiti.
  3. ^ Keszthelyi, L. og fleiri, 2000. Terrestrial analogs and thermal models for Martian flood lavas. Journal of Geophysical Research, 105 (E6), 15027-15049.; Keszthelyi, T. Thordarson, A. McEwen, H. Haack, M.-N. Guilbaud, S. Self, M. J. Rossi, 2004. Icelandic analogs to Martian flood lavas. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 5. Q11014.doi:10.1029/2004GC000758.
  4. ^ Guilbaud og fleiri, 2005. Morphology, surface structure, and emplacement of lavas produced by Laki, A.D. 1783-1784. Kinematics and Dynamics of Lava Flows (M. Manga og G. Venture ritstjórar). Geological Society of America, Boulder, CO, 81-102.; Guilbaud, M.-N. S. Blake, T. Thordarson, S. Self. 2007. Role of Syn-eruptive Cooling and Degassing on Textures of Lavas from the AD 1783–1784 Laki Eruption, South Iceland, Journal of Petrology, 48(7). 1265–1294, doi:10.1093/petrology/egm017.; Ingi Þ. Kúld, 2005. Búrfellshraun við Hafnarfjörð: uppbygging, flæðiferli og myndunarsaga. B.S.-ritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
  5. ^ Keszthelyi, T. Thordarson, A. McEwen, H. Haack, M.-N. Guilbaud, S. Self, M. J. Rossi, 2004. Icelandic analogs to Martian flood lavas. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 5. Q11014.doi:10.1029/2004GC000758.
  6. ^ Sama heimild.

Mynd:
  • JGÞ: Myndin er tekin í Geldingadölum 9.4.2021.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....