Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Þorvaldur Þórðarson

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 metrar.[2]

Úfið og óreglulegt yfirborð þeirra er þakið gjallkarga sem einkennist af blöðróttum, mjög óreglulegum og broddóttum eins til tíu sentimetra stórum molum, er myndast þegar deig kvika rifnar vegna mismunaflæðis. Gjallkarginn er augljósasti vitnisburðurinn um meiri seigju apalhrauna í samanburði við helluhraun.[3] Þar sem karginn safnast fyrir inni á hrauninu, myndast metraháir bogadregnir hryggir sem liggja þvert á flæðistefnuna, en með jöðrum hraunflóða og hrauntauma skapar hann traðarbakka samlæga flæðistefnunni. Í þversniði einkennast þessi hraun af þéttum kjarna, oft með óreglulegum útlínum og umlukinn gjallkarga. Þegar kjarninn er blöðróttur, eru blöðrurnar oft teygðar í rennslisstefnuna.

Apalhraun eru algengt form basalthrauna. Úfið og óreglulegt yfirborð þeirra er þakið gjallkarga sem einkennist af blöðróttum, mjög óreglulegum og broddóttum eins til tíu sentimetra stórum molum, er myndast þegar deig kvika rifnar vegna mismunaflæðis. Myndin sýnir apalhraun á Hawaii.

Apalhraunum er ekki skipt í undirtegundir þó að myndun þeirra einskorðist ekki við ákveðin gosferli. Þau geta annars vegar myndast við flæði beint frá gígum, og hins vegar við breytingar á flæðiferlum í hraunflóðum.

Tilvísanir:
  1. ^ Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar). Academic Press, San Diego, 291-305.
  2. ^ Rowland, S K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lave structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.; Pieri, D. C. og S. M. Baloga, 1986. Eruption rate, area and length relationships for some Hawaiian flows. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 30, 29-45.; Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar). Academic Press, San Diego, 291-305.; Harris, A J. L. og S. K. Rowland, 2001. FLOWGO: a kinematic thermo-rheological model for lava flowing in a channel. Bulletin of Volcanology, 63. 20-44.
  3. ^ Macdonald, G. A., 1953. Pahoehoe, aa and block lava. American Journal of Science, 251, 169-191.; Rowland, S. K. og G. P. L. Walker, 1987. Toothpaste lava: characteristics and origin of a lava-structural type transitional between pahoehoe and aa. Bulletin of Volcanology, 52, 631-641.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

12.10.2023

Spyrjandi

Sindri

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?“ Vísindavefurinn, 12. október 2023. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=85626.

Þorvaldur Þórðarson. (2023, 12. október). Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85626

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2023. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85626>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?
Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 metrar.[2]

Úfið og óreglulegt yfirborð þeirra er þakið gjallkarga sem einkennist af blöðróttum, mjög óreglulegum og broddóttum eins til tíu sentimetra stórum molum, er myndast þegar deig kvika rifnar vegna mismunaflæðis. Gjallkarginn er augljósasti vitnisburðurinn um meiri seigju apalhrauna í samanburði við helluhraun.[3] Þar sem karginn safnast fyrir inni á hrauninu, myndast metraháir bogadregnir hryggir sem liggja þvert á flæðistefnuna, en með jöðrum hraunflóða og hrauntauma skapar hann traðarbakka samlæga flæðistefnunni. Í þversniði einkennast þessi hraun af þéttum kjarna, oft með óreglulegum útlínum og umlukinn gjallkarga. Þegar kjarninn er blöðróttur, eru blöðrurnar oft teygðar í rennslisstefnuna.

Apalhraun eru algengt form basalthrauna. Úfið og óreglulegt yfirborð þeirra er þakið gjallkarga sem einkennist af blöðróttum, mjög óreglulegum og broddóttum eins til tíu sentimetra stórum molum, er myndast þegar deig kvika rifnar vegna mismunaflæðis. Myndin sýnir apalhraun á Hawaii.

Apalhraunum er ekki skipt í undirtegundir þó að myndun þeirra einskorðist ekki við ákveðin gosferli. Þau geta annars vegar myndast við flæði beint frá gígum, og hins vegar við breytingar á flæðiferlum í hraunflóðum.

Tilvísanir:
  1. ^ Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar). Academic Press, San Diego, 291-305.
  2. ^ Rowland, S K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lave structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.; Pieri, D. C. og S. M. Baloga, 1986. Eruption rate, area and length relationships for some Hawaiian flows. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 30, 29-45.; Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar). Academic Press, San Diego, 291-305.; Harris, A J. L. og S. K. Rowland, 2001. FLOWGO: a kinematic thermo-rheological model for lava flowing in a channel. Bulletin of Volcanology, 63. 20-44.
  3. ^ Macdonald, G. A., 1953. Pahoehoe, aa and block lava. American Journal of Science, 251, 169-191.; Rowland, S. K. og G. P. L. Walker, 1987. Toothpaste lava: characteristics and origin of a lava-structural type transitional between pahoehoe and aa. Bulletin of Volcanology, 52, 631-641.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....