Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?

Þorvaldur Þórðarson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelldri hraunhellu, sem ýmist er slétt eða öldótt (bylgjulaga), eða kuðluð í fellingar sem líkjast reipum.

Helluhraun eru áberandi í öllum eldgosabeltum landsins. Ef til vill setja þau hvergi eins mikinn svip á landið og á svæðinu frá Hafnarfirði til Keflavíkur, þar sem hraunin mynda samfellda hellu, ef undan eru skilin Kapellu- og Afstapahraun.

Helluhraun er algengasta tegund basalthrauna á landi. Yfirborð helluhrauna einkennist af samfelldri hraunhellu, sem ýmist er slétt eða öldótt (bylgjulaga), eða kuðluð í fellingar sem líkjast reipum.

Stærð helluhrauna er mjög misjöfn. Þau hafa myndað hraunbreiður sem eru allt frá fáeinum tugum upp í tugþúsundir ferkílómetra.[1] Til dæmis þekur Þjórsárhraun, sem er lengsta helluhraunbreiða Íslands (um 130 kílómetrar), um 950 ferkílómetra.[2] Til samanburðar er lengd Roza-hraunsins frá Kólumbía-flæðibasaltsvæðinu í Washingtonríki í Bandaríkjunum rétt yfir 300 kílómetrar og flatarmál þess um 40.000 ferkílómetrar. Svarar það til ríflega þriðjungs af flatarmáli Íslands.[3] Algengasta stærð helluhraunbreiða er á bilinu 20-200 ferkílómetrar.

Þykkt helluhraun getur verið allt frá nokkrum tugum sentimetra upp í nokkur hundruð metra, en algengustu helluhraun eru 5-15 metra þykk. Venjulega eru stærstu hraunbreiðurnar þykkastar. Þannig er meðalþykkt Þjórsárhrauns rétt yfir 23 metrum og Roza-hraunsins um 36 metrar. Dyngjuhraunin, og þá sérstaklega þau íslensku, eru þar nokkuð sér á báti, því að mesta þykkt þeirra getur náð nokkur hundruð metrum (100-600 metrar) þótt flatarmál þeirra sé hlutfallslega lítið, eða á bilinu 50-200 ferkílómetrar.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Tolan og fleiri, 1989. Revision to the estimates of the aerial extent and volume of the Columbia River Basalt Group. Volcanism and Tectonism in the Columbia River flood-basalt province (S. P. Reidel og R. Hooper ritstjórar). Geological Society of America Special Paper 239. Geological Society of America, Boulder, CO, 1-20.
  2. ^ Elsa G. Vilmundardóttir, 1977. Tungnárhraun. Jarðfræðiskýrsla. OS ROD 7702. Orkustofnun, Reykjavík. Árni Hjartarson, 1988. Þjórsárhraunið mikla – stærsta nútímahraun jarðar. Náttúrufræðingurinn 58: 1-16.
  3. ^ Thordarson, T. og S. Self, 1998. The Roza Member, Columbia River Basalt Gropup: A gigantic pahoehoe lava flow field formed by endogenous processes? Journal of Geophysical Reserach, 103(B11), 27411-27445.
  4. ^ Rossi, M. J., 1996. Morphology and mechanism of eruption of postglacial shield volcanoes in Iceland. Bulletin of Volcanology, 57, 530-540. Sinton, J. og fleiri, 2005. Postglacial eruptive history of the Western Volcanic Zone, Iceland. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 6, Q12009; doi:10.1029/2005GC001021.

Mynd:
  • JGÞ. Myndin er tekin í Geldingadölum 9.4.2021.

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

4.10.2023

Spyrjandi

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?“ Vísindavefurinn, 4. október 2023, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74634.

Þorvaldur Þórðarson. (2023, 4. október). Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74634

Þorvaldur Þórðarson. „Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2023. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74634>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelldri hraunhellu, sem ýmist er slétt eða öldótt (bylgjulaga), eða kuðluð í fellingar sem líkjast reipum.

Helluhraun eru áberandi í öllum eldgosabeltum landsins. Ef til vill setja þau hvergi eins mikinn svip á landið og á svæðinu frá Hafnarfirði til Keflavíkur, þar sem hraunin mynda samfellda hellu, ef undan eru skilin Kapellu- og Afstapahraun.

Helluhraun er algengasta tegund basalthrauna á landi. Yfirborð helluhrauna einkennist af samfelldri hraunhellu, sem ýmist er slétt eða öldótt (bylgjulaga), eða kuðluð í fellingar sem líkjast reipum.

Stærð helluhrauna er mjög misjöfn. Þau hafa myndað hraunbreiður sem eru allt frá fáeinum tugum upp í tugþúsundir ferkílómetra.[1] Til dæmis þekur Þjórsárhraun, sem er lengsta helluhraunbreiða Íslands (um 130 kílómetrar), um 950 ferkílómetra.[2] Til samanburðar er lengd Roza-hraunsins frá Kólumbía-flæðibasaltsvæðinu í Washingtonríki í Bandaríkjunum rétt yfir 300 kílómetrar og flatarmál þess um 40.000 ferkílómetrar. Svarar það til ríflega þriðjungs af flatarmáli Íslands.[3] Algengasta stærð helluhraunbreiða er á bilinu 20-200 ferkílómetrar.

Þykkt helluhraun getur verið allt frá nokkrum tugum sentimetra upp í nokkur hundruð metra, en algengustu helluhraun eru 5-15 metra þykk. Venjulega eru stærstu hraunbreiðurnar þykkastar. Þannig er meðalþykkt Þjórsárhrauns rétt yfir 23 metrum og Roza-hraunsins um 36 metrar. Dyngjuhraunin, og þá sérstaklega þau íslensku, eru þar nokkuð sér á báti, því að mesta þykkt þeirra getur náð nokkur hundruð metrum (100-600 metrar) þótt flatarmál þeirra sé hlutfallslega lítið, eða á bilinu 50-200 ferkílómetrar.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Tolan og fleiri, 1989. Revision to the estimates of the aerial extent and volume of the Columbia River Basalt Group. Volcanism and Tectonism in the Columbia River flood-basalt province (S. P. Reidel og R. Hooper ritstjórar). Geological Society of America Special Paper 239. Geological Society of America, Boulder, CO, 1-20.
  2. ^ Elsa G. Vilmundardóttir, 1977. Tungnárhraun. Jarðfræðiskýrsla. OS ROD 7702. Orkustofnun, Reykjavík. Árni Hjartarson, 1988. Þjórsárhraunið mikla – stærsta nútímahraun jarðar. Náttúrufræðingurinn 58: 1-16.
  3. ^ Thordarson, T. og S. Self, 1998. The Roza Member, Columbia River Basalt Gropup: A gigantic pahoehoe lava flow field formed by endogenous processes? Journal of Geophysical Reserach, 103(B11), 27411-27445.
  4. ^ Rossi, M. J., 1996. Morphology and mechanism of eruption of postglacial shield volcanoes in Iceland. Bulletin of Volcanology, 57, 530-540. Sinton, J. og fleiri, 2005. Postglacial eruptive history of the Western Volcanic Zone, Iceland. Geochemistry, Geophysics, Geosystems, 6, Q12009; doi:10.1029/2005GC001021.

Mynd:
  • JGÞ. Myndin er tekin í Geldingadölum 9.4.2021.

Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum....