Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Þorvaldur Þórðarson

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að ræða rúmmálslítil hawaiísk eða strombólsk gos, þar sem framleiðnin er á bilinu 50-1000 rúmmetrar á sekúndu,[1] eða stór flæðibasaltgos með framleiðni á bilinu 5000 til rúmlega 10000 rúmmetrar á sekúndu.[2] Ef dregur úr framleiðninni, breytast skilyrðin þannig að helluhraun myndast í stað apalhrauns.

Apalhraun myndast jafnan í ísúrum gosum. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni. Myndin sýnir apalhraun ryðjast fram á Hawaii 1983.

Kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[3] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög hratt frá gígum, einkum í upphafi goss eða goshrinu þegar framleiðnin er í hámarki.

Tilvísanir:
  1. ^ Rowland, S K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lave structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.
  2. ^ Keszthelyi, L. og S. Self, 1998. Some physical requirements for the emplacement of long lava flows. Journal og Geophysical Research, 103(B11), 27447-27464.
  3. ^ Cashman, K. V. og fleiri, 1999. Cooling and crystallization of lava in open channesl, and the transition of Pāhoehoe Lava to 'A'ā. Bulletin of Volcanology, 61, 306-323.; Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar).; Harris, A J. L. og S. K. Rowland, 2001. FLOWGO: a kinematic thermo-rheological model for lava flowing in a channel. Bulletin of Volcanology, 63. 20-44.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

16.10.2023

Síðast uppfært

17.10.2023

Spyrjandi

Sindri

Tilvísun

Þorvaldur Þórðarson. „Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?“ Vísindavefurinn, 16. október 2023, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85629.

Þorvaldur Þórðarson. (2023, 16. október). Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85629

Þorvaldur Þórðarson. „Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2023. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85629>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að ræða rúmmálslítil hawaiísk eða strombólsk gos, þar sem framleiðnin er á bilinu 50-1000 rúmmetrar á sekúndu,[1] eða stór flæðibasaltgos með framleiðni á bilinu 5000 til rúmlega 10000 rúmmetrar á sekúndu.[2] Ef dregur úr framleiðninni, breytast skilyrðin þannig að helluhraun myndast í stað apalhrauns.

Apalhraun myndast jafnan í ísúrum gosum. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni. Myndin sýnir apalhraun ryðjast fram á Hawaii 1983.

Kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[3] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög hratt frá gígum, einkum í upphafi goss eða goshrinu þegar framleiðnin er í hámarki.

Tilvísanir:
  1. ^ Rowland, S K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lave structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.
  2. ^ Keszthelyi, L. og S. Self, 1998. Some physical requirements for the emplacement of long lava flows. Journal og Geophysical Research, 103(B11), 27447-27464.
  3. ^ Cashman, K. V. og fleiri, 1999. Cooling and crystallization of lava in open channesl, and the transition of Pāhoehoe Lava to 'A'ā. Bulletin of Volcanology, 61, 306-323.; Kilburn, C. R. J., 2000. Lava flows and flow fields. Encyclopedia of Volcanoes (H. Sigurdsson, B. F. Houghton, S. R. McNutt, H. Rymer og J. Stix ritstjórar).; Harris, A J. L. og S. K. Rowland, 2001. FLOWGO: a kinematic thermo-rheological model for lava flowing in a channel. Bulletin of Volcanology, 63. 20-44.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....