Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson

Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmökkurinn ofan þeirra er að mestu kvikugös og vatnsgufa. Kvika í slíkum hraungosum er basísk, þunnfljótandi og vatnsrýr. Hraun streymir frá gosopunum, og kvikustrókar fæða hraunrennslið að minnsta kosti að hluta, en megnið af efninu í þeim er bráðið eða hálfbráðið þegar það fellur til jarðar. Gjóskugeirar eru því hlutfallslega litlir, en kleprar og gjall geta hlaðist upp við gosopin.

Gosið í Gjástykki árið 1975 var hawaiískt gos.

Hæð gosmakkar í hraungosum fer einkum eftir því hversu mikið magn kviku streymir til yfirborðs á tímaeiningu. Þannig er mökkur lágreistur (um tveir til fjórir kílómetrar) yfir eldstöðvum minni sprungugosa og dyngjugosa, þar sem kvikuuppstreymið er innan við tíu rúmmetra á sekúndu.1 Í stærri flæðigosum þar sem kvikuuppstreymið er mörg hundruð eða þúsund rúmmetrar á sekúndu, geta gosmekkir náð mun meiri hæð, allt að 15 kílómetrum.2 Mekkir flæðigosa eru yfirleitt efnisrýrir þegar þau stærstu eru undanskilin, en mikið magn af kvikugasi getur losnað í slíkum gosum.

Tilvísanir:

1 Sparks og fleiri, 1997. Volcanic Plumes. John Wiley & Sons.

Parfitt, E. A. og L. Wilson, 1995. Explosive volcanic eruptions ‒ IX. The transition between Hawaiian style lava fountaining and strombolian explosive activity. Geophysical Journal Internatioal, 121, 226-232.

2 Thordarson, T. og S. Self, 1993. The Laki (Skaftár Fires) and Grimsvötn eruptions in 1783-1785. Bulletin of Volcanology, 55, 233-263.

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 93.

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

13.11.2013

Spyrjandi

Hafrún Helga

Tilvísun

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2013. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=65427.

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. (2013, 13. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65427

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2013. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65427>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmökkurinn ofan þeirra er að mestu kvikugös og vatnsgufa. Kvika í slíkum hraungosum er basísk, þunnfljótandi og vatnsrýr. Hraun streymir frá gosopunum, og kvikustrókar fæða hraunrennslið að minnsta kosti að hluta, en megnið af efninu í þeim er bráðið eða hálfbráðið þegar það fellur til jarðar. Gjóskugeirar eru því hlutfallslega litlir, en kleprar og gjall geta hlaðist upp við gosopin.

Gosið í Gjástykki árið 1975 var hawaiískt gos.

Hæð gosmakkar í hraungosum fer einkum eftir því hversu mikið magn kviku streymir til yfirborðs á tímaeiningu. Þannig er mökkur lágreistur (um tveir til fjórir kílómetrar) yfir eldstöðvum minni sprungugosa og dyngjugosa, þar sem kvikuuppstreymið er innan við tíu rúmmetra á sekúndu.1 Í stærri flæðigosum þar sem kvikuuppstreymið er mörg hundruð eða þúsund rúmmetrar á sekúndu, geta gosmekkir náð mun meiri hæð, allt að 15 kílómetrum.2 Mekkir flæðigosa eru yfirleitt efnisrýrir þegar þau stærstu eru undanskilin, en mikið magn af kvikugasi getur losnað í slíkum gosum.

Tilvísanir:

1 Sparks og fleiri, 1997. Volcanic Plumes. John Wiley & Sons.

Parfitt, E. A. og L. Wilson, 1995. Explosive volcanic eruptions ‒ IX. The transition between Hawaiian style lava fountaining and strombolian explosive activity. Geophysical Journal Internatioal, 121, 226-232.

2 Thordarson, T. og S. Self, 1993. The Laki (Skaftár Fires) and Grimsvötn eruptions in 1783-1785. Bulletin of Volcanology, 55, 233-263.

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 93....