Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru strombólsk eldgos?

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson

Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt til jarðar og stöðugur gosmökkur myndast ekki. Kvikuuppstreymi í strombólskum gosum er mjög hægt, þannig að gufubólur sem losna úr bráðinni rísa hraðar en bráðin sjálf og sameinast gjarnan í stóra bólu ofarlega í gosrásinni. Þar fyrir ofan er kvikan orðin seig sökum afgösunar og kólnunar, og töluverðan þrýsting þarf til þess að gasbólan nái að sprengja ofan af sér. Sekúndur eða mínútur geta liðið milli sprenginga.

Gosið í Vestmannaeyjum árið 1973 var strombólskt gos.

Gjóska úr strombólskum sprengingum er gjarnan hálfstorkin þegar hún fellur til jarðar og hleðst upp í gjallkeilur umhverfis gosopin. Gjóskufallssvæði er yfirleitt fremur lítið, en gjóskuþykkt getur skipt metrum. Algengt er að hraun renni í strombólskum gosum.

Áhrif strombólskra sprenginga á umhverfið eru skammvinn og gætir eingöngu í allra nánast umhverfi eldstöðvar. Kvikan í slíkum eldgosum er basísk til ísúr, og algengt er að hún sé vatnsríkari en í hawaiískum gosum, og nokkuð seigfljótandi. Strombólskir gígar eru algengir á svæðum þar sem kvikan er alkalísk og fremur vatnsrík, svo sem á Snæfellsnesi (til dæmis Rauðamelskúlur) og í Vestmannaeyjum (til dæmis Eldfell).

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 93.

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

29.10.2013

Spyrjandi

Hafrún Helga

Tilvísun

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru strombólsk eldgos?“ Vísindavefurinn, 29. október 2013, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65428.

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. (2013, 29. október). Hvað eru strombólsk eldgos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65428

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru strombólsk eldgos?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2013. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65428>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru strombólsk eldgos?
Einkenni strombólskra eldgosa eru reglulegar en skammvinnar sprengingar í vel afmörkuðum gíg, nefnd eftir eldfjallinu Strombólí á Ítalíu. Gjóskan þeytist upp í andrúmsloftið við sprenginguna, en þar sem skýið er frekar efnisrýrt, nær það aldrei meira en tveggja til þriggja kílómetra hæð. Gjóskan fellur því fljótt til jarðar og stöðugur gosmökkur myndast ekki. Kvikuuppstreymi í strombólskum gosum er mjög hægt, þannig að gufubólur sem losna úr bráðinni rísa hraðar en bráðin sjálf og sameinast gjarnan í stóra bólu ofarlega í gosrásinni. Þar fyrir ofan er kvikan orðin seig sökum afgösunar og kólnunar, og töluverðan þrýsting þarf til þess að gasbólan nái að sprengja ofan af sér. Sekúndur eða mínútur geta liðið milli sprenginga.

Gosið í Vestmannaeyjum árið 1973 var strombólskt gos.

Gjóska úr strombólskum sprengingum er gjarnan hálfstorkin þegar hún fellur til jarðar og hleðst upp í gjallkeilur umhverfis gosopin. Gjóskufallssvæði er yfirleitt fremur lítið, en gjóskuþykkt getur skipt metrum. Algengt er að hraun renni í strombólskum gosum.

Áhrif strombólskra sprenginga á umhverfið eru skammvinn og gætir eingöngu í allra nánast umhverfi eldstöðvar. Kvikan í slíkum eldgosum er basísk til ísúr, og algengt er að hún sé vatnsríkari en í hawaiískum gosum, og nokkuð seigfljótandi. Strombólskir gígar eru algengir á svæðum þar sem kvikan er alkalísk og fremur vatnsrík, svo sem á Snæfellsnesi (til dæmis Rauðamelskúlur) og í Vestmannaeyjum (til dæmis Eldfell).

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 93....