Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?

Jón Már Halldórsson

Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð alaskahreindýra (Rangifer tarandus granti) er sennilega um 900 þúsund dýr sem skiptast niður í 32 hjarðir. Þessir hópar eru aðskildir á burðartímum en blandast að langmestu í vetrarhaga og mynda þá gríðarstóra hjörð.

Einnig eru stórar villtar hjarðir í austurhluta Rússlands en þær hafa farið minnkandi á undanförnum árum vegna ofveiði og afráns.



Hreindýrahjörð í Síberíu. Mikill meirihluti hreindýra er búpeningur.

Í dag er stærstur hluti hreindýra heimsins í haldi manna, aðallega í Skandinavíu, Síberíu og á Grænlandi. Til að mynda eru um 500 þúsund hreindýr í búhjörðum í Lapplandi.

Samkvæmt heimildum höfundar hafa fræðimenn metið heimsstofn hreindýra um 5 milljón dýr og sennilega eru rúmlega 80% af þeim í haldi manna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.5.2010

Spyrjandi

Sigurbjörg Ósk Friðleifsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2010, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56169.

Jón Már Halldórsson. (2010, 26. maí). Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56169

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2010. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56169>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?
Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð alaskahreindýra (Rangifer tarandus granti) er sennilega um 900 þúsund dýr sem skiptast niður í 32 hjarðir. Þessir hópar eru aðskildir á burðartímum en blandast að langmestu í vetrarhaga og mynda þá gríðarstóra hjörð.

Einnig eru stórar villtar hjarðir í austurhluta Rússlands en þær hafa farið minnkandi á undanförnum árum vegna ofveiði og afráns.



Hreindýrahjörð í Síberíu. Mikill meirihluti hreindýra er búpeningur.

Í dag er stærstur hluti hreindýra heimsins í haldi manna, aðallega í Skandinavíu, Síberíu og á Grænlandi. Til að mynda eru um 500 þúsund hreindýr í búhjörðum í Lapplandi.

Samkvæmt heimildum höfundar hafa fræðimenn metið heimsstofn hreindýra um 5 milljón dýr og sennilega eru rúmlega 80% af þeim í haldi manna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd: ...