Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu.

Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti hennar kvarnast þar í örsmá gjóskukorn sem bera oft rafhleðslu. Heit gös, þar á meðal vatnsgufa, streyma einnig upp frá gígnum með miklum krafti, þéttast og mynda dropa, oft með gjóskukornum í. Allt þetta felur í sér kjörskilyrði fyrir því að rafhleðslur skiljist að í mekkinum sem síðan skilar sér í eldingum og þrumum.

Elding verður þegar rafstramur hleypur milli staða með gagnstæða hleðslu, plús og mínus. Þessar aðstæður er sérlega líklegar í eldgosum vegna umrótsins sem verður í gosmekkinum. Ljósmyndin sýnir eldingar í gosinu í Eyjafjallajökli 2010. Hún er tekin 16. apríl. © Marco Fulle - www.stromboli.net.

Í hverri eldingu eru að meðaltali fjögur straumhögg. Hámarksafköst í straumhöggi eru oft um $10^{12}$ vött þannig að straumurinn getur þá orðið milljónir ampera í örstutta stund.

Mynd:Tvær fyrstu efnisgreinarnar í þessu svari og hluti af myndatextanum eru fengnar úr bókinni Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos, Mál og menning, Reykjavík 2011, bls. 49.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.12.2011

Spyrjandi

Snorri Halldórsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2011, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56201.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2011, 8. desember). Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56201

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2011. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56201>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?
Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu.

Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti hennar kvarnast þar í örsmá gjóskukorn sem bera oft rafhleðslu. Heit gös, þar á meðal vatnsgufa, streyma einnig upp frá gígnum með miklum krafti, þéttast og mynda dropa, oft með gjóskukornum í. Allt þetta felur í sér kjörskilyrði fyrir því að rafhleðslur skiljist að í mekkinum sem síðan skilar sér í eldingum og þrumum.

Elding verður þegar rafstramur hleypur milli staða með gagnstæða hleðslu, plús og mínus. Þessar aðstæður er sérlega líklegar í eldgosum vegna umrótsins sem verður í gosmekkinum. Ljósmyndin sýnir eldingar í gosinu í Eyjafjallajökli 2010. Hún er tekin 16. apríl. © Marco Fulle - www.stromboli.net.

Í hverri eldingu eru að meðaltali fjögur straumhögg. Hámarksafköst í straumhöggi eru oft um $10^{12}$ vött þannig að straumurinn getur þá orðið milljónir ampera í örstutta stund.

Mynd:Tvær fyrstu efnisgreinarnar í þessu svari og hluti af myndatextanum eru fengnar úr bókinni Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos, Mál og menning, Reykjavík 2011, bls. 49.

...