Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:36 • Sest 25:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:07 • Síðdegis: 20:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:17 í Reykjavík

Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra.

Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda og ketti í fjölbýlishúsi þyrftu allir eigendur að vera því samþykkir. Í apríl 2011 var þessi liður felldur út með lagabreytingum en inn í II. hluta laganna um skiptingu fjöleignarhúsa var a-d liðum bætt við 33. grein, og reglur um hunda- og kattahald í fjöleignahúsi útfærðar nánar. Samkvæmt þeim er hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang og það á einnig við þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið inn í íbúðir af svölum. Á vef Hundasamfélagsins má sjá nokkur dæmi um innganga sem ýmist teljast sameiginlegir eða sérinngangar.

Í Reykjavík gildir þó það að hundahald er bannað nema með undanþágu en kattahald er hins vegar leyft með vissum skilyrðum og takmörkunum. Ákveði húsfélag hins vegar að leyfa ekki kattahald þarf íbúi að hlíta því. Ólíkt samþykktunum um dýrahald sem hafa staðbundið gildissvið, það er gilda aðeins í Reykjavík, gilda fjöleignarhúsalögin vitaskuld á landinu öllu og því getur húsfélag bannað dýrahald í bæjarfélögum þar sem það er annars heimilt. Til að heimilt sé að halda hunda og ketti í fjölbýlishúsi þurfa allir eigendur að vera því samþykkirEkki er fjallað um önnur dýr í lögunum og má því reikna með að almennt sé heimilt að vera með hamstra og gullfiska í fjöleignarhúsum svo framarlega sem það veldur nágrönnum ekki verulegu ónæði.

Sé hunda- eða kattareigandi með sérinngang þarf þó ekki samþykki annarra íbúa, enda sé dýrið ekki á ferð um sameiginleg rými. Þess þarf þó alltaf að gæta að dýrahald valdi ekki öðrum íbúum ónæði eða óþægindum. Vera hunda og katta í sameign eða á sameiginlegri lóð er skilyrðum háð og til að mynda er lausaganga hunda á slíkum svæðum óleyfileg.

Um skammtímaheimsóknir hunda er sérstaklega fjallað í samþykkt um hundahald í Reykjavík. Þar segir að um slíkar heimsóknir gildi ákvarðanir eigenda fjöleignarhúss eða húsfélags. Það þýðir að sé hundahald bannað í viðkomandi fjölbýlishúsi þá eru styttri heimsóknir hunda það líka. Þetta verður að teljast mjög eðlileg regla enda væri annars hægt að komast framhjá banni við hundahaldi með því að hafa hund bara í „heimsókn.“ Ofangreindar takmarkanir gilda ekki alfarið þegar um hjálparhunda er að ræða, en slíkur hundur þarf þá að vera sérþjálfaður og skráður sem slíkur.

Hvað ketti varðar er vitaskuld ekki algengt að fólk skreppi í heimsóknir með heimiliskettina sína með sér. Hins vegar er eitthvað um að fólk komi köttum sínum fyrir í "pössun" hjá vinum og ættingjum. Þó að ekki sé fjallað um slíkar heimsóknir katta í samþykktum um kattahald verður að telja að hið sama gildi, það er að bannað sé að taka ketti í fóstur í fjöleignarhúsum þar sem kattahald er bannað. Það er meginregla nábýlisréttar að maður verður að þola ákveðið ónæði frá nágrönnum sínum. Þannig þýðir ekki að kvarta undan barnsgráti eða vegna þess að nágranni manns fer út með ruslið. Astmasjúklingur með ofnæmi fyrir köttum á hins vegar ekki að þurfa að þola það að köttur komi í „heimsókn“ til nágrannans í næstu íbúð, af þeirri einu ástæðu að ekki er fjallað um slíkar heimsóknir í samþykkt um kattahald.

Þessi niðurstaða er þó ekki afdráttarlaust og gæti verið á annan veg væri öðrum túlkunaraðferðum lögfræðinnar beitt. Undirritaðri finnst það þó felast í eðli málsins að heimsóknir gæludýra séu bannaðar þar sem gæludýrahald er bannað, enda geta alls kyns gildar ástæður legið að baki banninu. Auðvitað væri þó best ef tekið væri á þessu álitamáli á skýran hátt í samþykktum um dýrahald.

Nánari upplýsingar:

Mynd:


Þetta svar var uppfært 7.5. 2018 af ritstjórn Vísindavefsins, eftir ábendingu frá Söru Ósk Halldórsdóttur.

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2006

Spyrjandi

Lilja Gunnarsdóttir

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2006. Sótt 24. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5624.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 7. febrúar). Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5624

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2006. Vefsíða. 24. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5624>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?
Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra.

Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda og ketti í fjölbýlishúsi þyrftu allir eigendur að vera því samþykkir. Í apríl 2011 var þessi liður felldur út með lagabreytingum en inn í II. hluta laganna um skiptingu fjöleignarhúsa var a-d liðum bætt við 33. grein, og reglur um hunda- og kattahald í fjöleignahúsi útfærðar nánar. Samkvæmt þeim er hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang og það á einnig við þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið inn í íbúðir af svölum. Á vef Hundasamfélagsins má sjá nokkur dæmi um innganga sem ýmist teljast sameiginlegir eða sérinngangar.

Í Reykjavík gildir þó það að hundahald er bannað nema með undanþágu en kattahald er hins vegar leyft með vissum skilyrðum og takmörkunum. Ákveði húsfélag hins vegar að leyfa ekki kattahald þarf íbúi að hlíta því. Ólíkt samþykktunum um dýrahald sem hafa staðbundið gildissvið, það er gilda aðeins í Reykjavík, gilda fjöleignarhúsalögin vitaskuld á landinu öllu og því getur húsfélag bannað dýrahald í bæjarfélögum þar sem það er annars heimilt. Til að heimilt sé að halda hunda og ketti í fjölbýlishúsi þurfa allir eigendur að vera því samþykkirEkki er fjallað um önnur dýr í lögunum og má því reikna með að almennt sé heimilt að vera með hamstra og gullfiska í fjöleignarhúsum svo framarlega sem það veldur nágrönnum ekki verulegu ónæði.

Sé hunda- eða kattareigandi með sérinngang þarf þó ekki samþykki annarra íbúa, enda sé dýrið ekki á ferð um sameiginleg rými. Þess þarf þó alltaf að gæta að dýrahald valdi ekki öðrum íbúum ónæði eða óþægindum. Vera hunda og katta í sameign eða á sameiginlegri lóð er skilyrðum háð og til að mynda er lausaganga hunda á slíkum svæðum óleyfileg.

Um skammtímaheimsóknir hunda er sérstaklega fjallað í samþykkt um hundahald í Reykjavík. Þar segir að um slíkar heimsóknir gildi ákvarðanir eigenda fjöleignarhúss eða húsfélags. Það þýðir að sé hundahald bannað í viðkomandi fjölbýlishúsi þá eru styttri heimsóknir hunda það líka. Þetta verður að teljast mjög eðlileg regla enda væri annars hægt að komast framhjá banni við hundahaldi með því að hafa hund bara í „heimsókn.“ Ofangreindar takmarkanir gilda ekki alfarið þegar um hjálparhunda er að ræða, en slíkur hundur þarf þá að vera sérþjálfaður og skráður sem slíkur.

Hvað ketti varðar er vitaskuld ekki algengt að fólk skreppi í heimsóknir með heimiliskettina sína með sér. Hins vegar er eitthvað um að fólk komi köttum sínum fyrir í "pössun" hjá vinum og ættingjum. Þó að ekki sé fjallað um slíkar heimsóknir katta í samþykktum um kattahald verður að telja að hið sama gildi, það er að bannað sé að taka ketti í fóstur í fjöleignarhúsum þar sem kattahald er bannað. Það er meginregla nábýlisréttar að maður verður að þola ákveðið ónæði frá nágrönnum sínum. Þannig þýðir ekki að kvarta undan barnsgráti eða vegna þess að nágranni manns fer út með ruslið. Astmasjúklingur með ofnæmi fyrir köttum á hins vegar ekki að þurfa að þola það að köttur komi í „heimsókn“ til nágrannans í næstu íbúð, af þeirri einu ástæðu að ekki er fjallað um slíkar heimsóknir í samþykkt um kattahald.

Þessi niðurstaða er þó ekki afdráttarlaust og gæti verið á annan veg væri öðrum túlkunaraðferðum lögfræðinnar beitt. Undirritaðri finnst það þó felast í eðli málsins að heimsóknir gæludýra séu bannaðar þar sem gæludýrahald er bannað, enda geta alls kyns gildar ástæður legið að baki banninu. Auðvitað væri þó best ef tekið væri á þessu álitamáli á skýran hátt í samþykktum um dýrahald.

Nánari upplýsingar:

Mynd:


Þetta svar var uppfært 7.5. 2018 af ritstjórn Vísindavefsins, eftir ábendingu frá Söru Ósk Halldórsdóttur.

...