Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvernig eru lögin um lausagöngu og hirðingu búfjár og hvenær tóku þau gildi? Og hver eru viðurlögin við brotum á þeim?

Um það sem hér er spurt gilda lög um búfjárhald og lög um velferð dýra. Þessi lög tóku bæði gildi 1. janúar 2014 og komu í stað eldri laga um sama efni.

Lög um vörslu búfjár veita sveitarstjórnum rétt til að setja samþykktir sem koma í veg fyrir ágang búfjár og skylda umráðamenn dýranna til að hafa þau í vörslu allt árið eða tiltekna hluta ársins. Þá er sérstaklega kveðið á um skyldu umráðamanna fullvaxta graðpeninga til að halda slíkum skepnum í öruggri og afmarkaðri vörslu allt árið, að undanskyldum hrútum og höfrum sem mega ganga lausir frá upphafi maí til upphafs nóvembermánaðar hvert ár. Sleppi graðpeningur úr tryggri vörslu er það skylda sveitastjórnarinnar að handsama dýrið og koma því fyrir á afmörkuðu og öruggu svæði. Ákvörðunarvald um lausagöngu búfénaðar er því að mestu leyti í höndum viðkomandi sveitarstjórnar. Brjóti menn gegn reglum um vörslu búfénaðar getur það varðað fjársektum.

Graðhestar eldri en 10 mánaða þurfa að vera innan afmarkaðs svæðis allt árið um kring.

Um almenna hirðingu búfjár gilda lög um velferð dýra. Í VII. kafla laganna eru ýmsar skyldur lagðar á herðar umráðamanna dýranna, meðal annars að þeim sé haldið í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra, hafi skjól og að aðbúnaður sé með tilliti til þarfa og öryggis dýranna. Einnig er gerð krafa um að sá sem er skráður fyrir dýrunum hafi aflað sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun þeirra. Matvælaeftirlitið sér um að framfylgja þessum lögum með reglulegu opinberu eftirliti. Vanræki menn umönnunarskyldur dýravelferðarlaganna getur það varðað allt að eins árs fangelsisvist skv. 1. mgr. 45. gr. þeirra.

Heimildir og mynd

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

29.4.2021

Spyrjandi

Jón Helgason

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2021, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81225.

Baldur S. Blöndal. (2021, 29. apríl). Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81225

Baldur S. Blöndal. „Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2021. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81225>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvernig eru lögin um lausagöngu og hirðingu búfjár og hvenær tóku þau gildi? Og hver eru viðurlögin við brotum á þeim?

Um það sem hér er spurt gilda lög um búfjárhald og lög um velferð dýra. Þessi lög tóku bæði gildi 1. janúar 2014 og komu í stað eldri laga um sama efni.

Lög um vörslu búfjár veita sveitarstjórnum rétt til að setja samþykktir sem koma í veg fyrir ágang búfjár og skylda umráðamenn dýranna til að hafa þau í vörslu allt árið eða tiltekna hluta ársins. Þá er sérstaklega kveðið á um skyldu umráðamanna fullvaxta graðpeninga til að halda slíkum skepnum í öruggri og afmarkaðri vörslu allt árið, að undanskyldum hrútum og höfrum sem mega ganga lausir frá upphafi maí til upphafs nóvembermánaðar hvert ár. Sleppi graðpeningur úr tryggri vörslu er það skylda sveitastjórnarinnar að handsama dýrið og koma því fyrir á afmörkuðu og öruggu svæði. Ákvörðunarvald um lausagöngu búfénaðar er því að mestu leyti í höndum viðkomandi sveitarstjórnar. Brjóti menn gegn reglum um vörslu búfénaðar getur það varðað fjársektum.

Graðhestar eldri en 10 mánaða þurfa að vera innan afmarkaðs svæðis allt árið um kring.

Um almenna hirðingu búfjár gilda lög um velferð dýra. Í VII. kafla laganna eru ýmsar skyldur lagðar á herðar umráðamanna dýranna, meðal annars að þeim sé haldið í umhverfi sem samræmist sjónarmiðum um velferð dýra, hafi skjól og að aðbúnaður sé með tilliti til þarfa og öryggis dýranna. Einnig er gerð krafa um að sá sem er skráður fyrir dýrunum hafi aflað sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun þeirra. Matvælaeftirlitið sér um að framfylgja þessum lögum með reglulegu opinberu eftirliti. Vanræki menn umönnunarskyldur dýravelferðarlaganna getur það varðað allt að eins árs fangelsisvist skv. 1. mgr. 45. gr. þeirra.

Heimildir og mynd...