Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hæ hæ, ég heyrði eitt sinn að fjöldi kinda væri mun meiri en fjöldi manna hér á Íslandi. Vitið þið nákvæmar tölur?

Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) var áætlað að árið 2016 hafi sauðfé í heiminum talið rúmlega 1,17 milljarða. Á sama tíma var mannkynið tæplega 7,5 milljarðar þannig að töluvert er í að kindur skáki mannkyninu hvað fjölda einstaklinga varðar.

Kína er fjölmennasta ríki heims, alla vega enn sem komið er. Það er líka það land þar sem flest sauðfé er að finna en í gagnagrunni FAO kemur fram að árið 2016 voru kínverskar kindur rúmlega 162 milljónir talsins. Ástralía er vel þekkt fyrir sauðfjárrækt enda er landið í öðru sæti yfir ríki heims þegar kemur að fjölda sauðfjár. Það stendur þó Kína langt að baki með „aðeins“ rúmar 67,5 milljón kindur. Í þriðja sæti er svo Indland með um 63 milljónir.

Örlítill hluti af þeim rúmlega 7 milljón kindum sem eiga heimkynni í Frakklandi.

Á vef Hagstofu Íslands má finna hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda hér á landi. Þar kemur fram að árið 2016 var fjöldi sauðfjár á Íslandi 473.144. Þetta skilar Íslandi í sæti 107 á lista FAO yfir fjölda sauðfjár í hverju landi. Þrátt fyrir að sauðfé á Íslandi sé aðeins um 0,3% í samanburði við það sem gerist í Kína voru fréttir af því Íslendingar ætli að flytja út kindakjöt á kínverskan markað enda er Kína stærsti einstaki innflutningsaðili á kindakjöti í heiminum þrátt fyrir að vera það land sem hýsir flestar kindur.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

12.4.2019

Spyrjandi

Hólmfríður Þrastardóttir, Unnur Ösp Ásgrímsdóttir

Tilvísun

EDS. „Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75032.

EDS. (2019, 12. apríl). Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75032

EDS. „Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75032>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hæ hæ, ég heyrði eitt sinn að fjöldi kinda væri mun meiri en fjöldi manna hér á Íslandi. Vitið þið nákvæmar tölur?

Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) var áætlað að árið 2016 hafi sauðfé í heiminum talið rúmlega 1,17 milljarða. Á sama tíma var mannkynið tæplega 7,5 milljarðar þannig að töluvert er í að kindur skáki mannkyninu hvað fjölda einstaklinga varðar.

Kína er fjölmennasta ríki heims, alla vega enn sem komið er. Það er líka það land þar sem flest sauðfé er að finna en í gagnagrunni FAO kemur fram að árið 2016 voru kínverskar kindur rúmlega 162 milljónir talsins. Ástralía er vel þekkt fyrir sauðfjárrækt enda er landið í öðru sæti yfir ríki heims þegar kemur að fjölda sauðfjár. Það stendur þó Kína langt að baki með „aðeins“ rúmar 67,5 milljón kindur. Í þriðja sæti er svo Indland með um 63 milljónir.

Örlítill hluti af þeim rúmlega 7 milljón kindum sem eiga heimkynni í Frakklandi.

Á vef Hagstofu Íslands má finna hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda hér á landi. Þar kemur fram að árið 2016 var fjöldi sauðfjár á Íslandi 473.144. Þetta skilar Íslandi í sæti 107 á lista FAO yfir fjölda sauðfjár í hverju landi. Þrátt fyrir að sauðfé á Íslandi sé aðeins um 0,3% í samanburði við það sem gerist í Kína voru fréttir af því Íslendingar ætli að flytja út kindakjöt á kínverskan markað enda er Kína stærsti einstaki innflutningsaðili á kindakjöti í heiminum þrátt fyrir að vera það land sem hýsir flestar kindur.

Heimildir:

...