Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 22:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:15 • Sest 05:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 21:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:22 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík

Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?

Haukur Hannesson

Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í leiknum eru sex átta mínútna lotur og það lið vinnur sem skorar flest mörk.

Þegar leikmaður fær boltann þarf hann að halda á honum með höndina útrétta svo að andstæðingurinn geti freistað þess að ná honum. Ef andstæðingurinn nær að grípa í boltann þá toga knaparnir í hann þangað til annar sleppir. Átökin um boltann þykja mest spennandi hluti leiksins því á meðan þeim stendur mega knaparnir ekki sitja á hnakknum.

Saga pató teygir sig að öllum líkindum allt aftur til 16. aldar. Í þá daga var enginn bolti og ekkert mark. Þá kepptust leikmennirnir um að ná körfu sem var með önd ofan í og fara með hana að sínu marki og unnu þar með leikinn. Þaðan dregur pató nafn sitt.

Pató getur verið mjög ofbeldisfull íþrótt og fara menn heldur harkalega hvor að öðrum. Sumir voru það keppnisharðir að þeir notuðu hníf til þess að ógna andstæðingnum og dóu margir við að spila hana. Árið 1739 var íþróttin bönnuð í borginni Santiago del Estero sökum ofbeldis. Um aldarmótin 1800 tilkynnti yfirmaður kirkjunnar að hver sá sem spilaði pató yrði útskúfaður úr samfélagi kirkjunnar. 20 árum síðar var það sett í lög að ef einhver skyldi spila íþróttina yrði hann að vinna launalausa erfiðisvinnu í einn mánuð. Yrði sá hinn sami tekinn aftur við pató-leik tvöfaldaðist refsingin. Eftir þetta hætti fólk að spila pató en leikurinn gleymdist þó ekki.Pató getur verið mikið fjör!

Í byrjun 20. aldar skrifaði lögreglustjórinn Alberto Castillo Posse nýjar reglur fyrir leikinn sem honum datt í hug eftir að hafa kynnst hestaíþróttinni póló. Eftir það var banninu aflétt og sagt að pató væri heilbrigð íþrótt í anda póló. Í nýju reglunum kom bolti í stað andar og tvö endamörk voru sett. Árið 1953 gerði forsetinn Juan Domingo Perón íþróttina að þjóðaríþrótt Argentínu og hún hefur verið það síðan.

Árið 1970 náði íþróttin fótfestu í Evrópu og þá aðallega í Frakklandi og Portúgal. Reglum íþróttarinnar varð að breyta til að aðlaga hana að evrópskum hestum og aðstæðum. Sú íþrótt var nefnd hestabolti (e. horseball). Árið 2006 var reglunum aftur breytt og þá fékk íþróttin nafnið pató-hestabolti (e. Pato-Horseball) en það sama ár var haldin heimsmeistarakeppni þar sem Portúgal vann og Argentína lenti í öðru sæti.

Hér má sjá hluta af pató-leik, erlent niðurhal.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.6.2010

Spyrjandi

Tryggvi Björn Guðbjörnsson, f. 1994

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2010. Sótt 20. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=56371.

Haukur Hannesson. (2010, 18. júní). Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56371

Haukur Hannesson. „Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2010. Vefsíða. 20. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56371>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?
Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í leiknum eru sex átta mínútna lotur og það lið vinnur sem skorar flest mörk.

Þegar leikmaður fær boltann þarf hann að halda á honum með höndina útrétta svo að andstæðingurinn geti freistað þess að ná honum. Ef andstæðingurinn nær að grípa í boltann þá toga knaparnir í hann þangað til annar sleppir. Átökin um boltann þykja mest spennandi hluti leiksins því á meðan þeim stendur mega knaparnir ekki sitja á hnakknum.

Saga pató teygir sig að öllum líkindum allt aftur til 16. aldar. Í þá daga var enginn bolti og ekkert mark. Þá kepptust leikmennirnir um að ná körfu sem var með önd ofan í og fara með hana að sínu marki og unnu þar með leikinn. Þaðan dregur pató nafn sitt.

Pató getur verið mjög ofbeldisfull íþrótt og fara menn heldur harkalega hvor að öðrum. Sumir voru það keppnisharðir að þeir notuðu hníf til þess að ógna andstæðingnum og dóu margir við að spila hana. Árið 1739 var íþróttin bönnuð í borginni Santiago del Estero sökum ofbeldis. Um aldarmótin 1800 tilkynnti yfirmaður kirkjunnar að hver sá sem spilaði pató yrði útskúfaður úr samfélagi kirkjunnar. 20 árum síðar var það sett í lög að ef einhver skyldi spila íþróttina yrði hann að vinna launalausa erfiðisvinnu í einn mánuð. Yrði sá hinn sami tekinn aftur við pató-leik tvöfaldaðist refsingin. Eftir þetta hætti fólk að spila pató en leikurinn gleymdist þó ekki.Pató getur verið mikið fjör!

Í byrjun 20. aldar skrifaði lögreglustjórinn Alberto Castillo Posse nýjar reglur fyrir leikinn sem honum datt í hug eftir að hafa kynnst hestaíþróttinni póló. Eftir það var banninu aflétt og sagt að pató væri heilbrigð íþrótt í anda póló. Í nýju reglunum kom bolti í stað andar og tvö endamörk voru sett. Árið 1953 gerði forsetinn Juan Domingo Perón íþróttina að þjóðaríþrótt Argentínu og hún hefur verið það síðan.

Árið 1970 náði íþróttin fótfestu í Evrópu og þá aðallega í Frakklandi og Portúgal. Reglum íþróttarinnar varð að breyta til að aðlaga hana að evrópskum hestum og aðstæðum. Sú íþrótt var nefnd hestabolti (e. horseball). Árið 2006 var reglunum aftur breytt og þá fékk íþróttin nafnið pató-hestabolti (e. Pato-Horseball) en það sama ár var haldin heimsmeistarakeppni þar sem Portúgal vann og Argentína lenti í öðru sæti.

Hér má sjá hluta af pató-leik, erlent niðurhal.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...