Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?

ÍDÞ

Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm.

Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir blekárásir sínar. Þegar hætta steðjar að geta þeir spúið frá sér bleki og þannig unnið sér inn dýrmætan tíma til að forðast óvini. Blekið getur einnig deyft lyktarskyn en fjölmörg dýr treysta á það við leit sína að bráð.

Annar merkilegur eiginleiki er dulbúningur kolkrabbans. Á einu augabragði getur hann breytt um lit og jafnvel áferð. Kolkrabbinn nær þannig að verjast grunlausum hákörlum og öðrum rándýrum sem hugsa sér gott til glóðarinnar.

Kolkrabbar geta dulbúist einstaklega vel.

Kolkrabbinn syndir auk þess hratt og getur falið sig á ólíklegustu stöðum þrátt fyrir alla arma sína. Hann er mjög sveigjanlegur og hefur aðeins einn harðan líkamshluta, sem er goggurinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.7.2010

Spyrjandi

Matthildur Agla Ólafsdóttir, f. 2005

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56614.

ÍDÞ. (2010, 30. júlí). Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56614

ÍDÞ. „Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56614>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?
Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm.

Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir blekárásir sínar. Þegar hætta steðjar að geta þeir spúið frá sér bleki og þannig unnið sér inn dýrmætan tíma til að forðast óvini. Blekið getur einnig deyft lyktarskyn en fjölmörg dýr treysta á það við leit sína að bráð.

Annar merkilegur eiginleiki er dulbúningur kolkrabbans. Á einu augabragði getur hann breytt um lit og jafnvel áferð. Kolkrabbinn nær þannig að verjast grunlausum hákörlum og öðrum rándýrum sem hugsa sér gott til glóðarinnar.

Kolkrabbar geta dulbúist einstaklega vel.

Kolkrabbinn syndir auk þess hratt og getur falið sig á ólíklegustu stöðum þrátt fyrir alla arma sína. Hann er mjög sveigjanlegur og hefur aðeins einn harðan líkamshluta, sem er goggurinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:...