Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig á að setja upp vindhana?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Upphaflega spurningin var svona:

Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr?

Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þarf að gæta að því að ásinn sem hann snýst um sé nákvæmlega lóðréttur á tvo vegu, það er að segja til dæmis bæði séð frá N-S ásnum og A-V ásnum.

Þegar við lýsum vindstefnu er nær alltaf miðað við stefnuna sem vindurinn kemur úr: Við tölum um sunnanvind þegar vindurinn blæs frá suðri, norðaustanátt þegar hann kemur frá norðaustri og svo framvegis. Vindhanar eru yfirleitt gerðir til að sýna áttirnar samkvæmt þessari föstu hefð í málinu.

Ef vindhaninn er rétt gerður, vindhanaásinn er lóðréttur og vindurinn blæs frá suðri vísar örin á raunverulegt suður. Ef áttamerki fylgja vindhananum þarf að stilla þau þannig í byrjun að þetta gildi. Nokkrar aðferðir til þess koma til greina og skulu hér nefndar þessar:

  1. Seguláttaviti. Að nota seguláttavita er ekki sérlega nákvæmt hér á landi vegna segulskekkju. Þó má að sjálfsögðu bæta úr því ef menn kunna að leiðrétta fyrir henni.

  2. Sólargangur. Önnur leið er að finna suður með því að athuga hvar sólin er á hádegi. Þá þarf að hafa í huga að raunverulegt hádegi er ekki klukkan 12 heldur nær 13:30 á lengdarbaug Reykjavíkur og þar í kring, en austar á landinu er það fyrr. En þessi aðferð getur gefið nákvæmni sem ætti að duga flestum.

  3. Að nota kort. Ef við vitum hvar við erum á korti getum við oft fundið á kortinu kennileiti í landslaginu, til dæmis fjallstind, skarð eða annað, sem er til dæmis í stefnu höfuðáttar (N, A, S eða V) frá okkur. Við getum þá stillt áttamerkin á vindhananum samkvæmt þessu.

  4. GPS-tækni. Þessa nýju tækni má nota með ýmsum hætti til að finna áttirnar.

Myndin er tekin við sumarbústað höfundar og sýnir vindhana í suðaustanátt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Ljósmyndari: Vilhjálmur Þorsteinsson.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.3.2011

Spyrjandi

Herdís Pétursdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig á að setja upp vindhana?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2011, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56773.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2011, 7. mars). Hvernig á að setja upp vindhana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56773

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig á að setja upp vindhana?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2011. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56773>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona:

Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr?

Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þarf að gæta að því að ásinn sem hann snýst um sé nákvæmlega lóðréttur á tvo vegu, það er að segja til dæmis bæði séð frá N-S ásnum og A-V ásnum.

Þegar við lýsum vindstefnu er nær alltaf miðað við stefnuna sem vindurinn kemur úr: Við tölum um sunnanvind þegar vindurinn blæs frá suðri, norðaustanátt þegar hann kemur frá norðaustri og svo framvegis. Vindhanar eru yfirleitt gerðir til að sýna áttirnar samkvæmt þessari föstu hefð í málinu.

Ef vindhaninn er rétt gerður, vindhanaásinn er lóðréttur og vindurinn blæs frá suðri vísar örin á raunverulegt suður. Ef áttamerki fylgja vindhananum þarf að stilla þau þannig í byrjun að þetta gildi. Nokkrar aðferðir til þess koma til greina og skulu hér nefndar þessar:

  1. Seguláttaviti. Að nota seguláttavita er ekki sérlega nákvæmt hér á landi vegna segulskekkju. Þó má að sjálfsögðu bæta úr því ef menn kunna að leiðrétta fyrir henni.

  2. Sólargangur. Önnur leið er að finna suður með því að athuga hvar sólin er á hádegi. Þá þarf að hafa í huga að raunverulegt hádegi er ekki klukkan 12 heldur nær 13:30 á lengdarbaug Reykjavíkur og þar í kring, en austar á landinu er það fyrr. En þessi aðferð getur gefið nákvæmni sem ætti að duga flestum.

  3. Að nota kort. Ef við vitum hvar við erum á korti getum við oft fundið á kortinu kennileiti í landslaginu, til dæmis fjallstind, skarð eða annað, sem er til dæmis í stefnu höfuðáttar (N, A, S eða V) frá okkur. Við getum þá stillt áttamerkin á vindhananum samkvæmt þessu.

  4. GPS-tækni. Þessa nýju tækni má nota með ýmsum hætti til að finna áttirnar.

Myndin er tekin við sumarbústað höfundar og sýnir vindhana í suðaustanátt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Ljósmyndari: Vilhjálmur Þorsteinsson.
...