Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er skarð í vör?

Skarð í vör og/eða klofinn gómur eru fæðingargallar í andliti og munni sem koma fram snemma á fósturstigi og stafa af því að ekki er nægilega mikill vefur í vörinni eða munninum til að loka bilinu á milli helminganna tveggja. Skarð í vör er sem sagt áþreifanleg rifa milli vinstri og hægri helminga efri vararinnar og sést sem mjótt op eða bil í húð hennar. Klofningurinn nær oft upp fyrir neðsta hluta nefsins og til beina í efri kjálka og/eða efri góms.

Meðfædd gómglufa eða klofinn gómur er op í efri gómnum og getur ýmist náð til harðgómsins framarlega í munninum og/eða til mjúku gómfillunnar aftar í munninum.

Skarð í vör getur verið mismikið.

Skarð í vör og gómglufa geta komið fram öðrum eða báðum megin í munninum. Þar sem vör og gómur þroskast óháð hvort öðru er möguleiki á að hafa skarð í vör án gómglufu, gómglufu án skarðs í vör eða hvorttveggja.

Orsök skarðs í vör og/eða gómi er oftast óþekkt. Flestir fræðimenn telja að orsökin sé eitthvert samspil erfða- og umhverfisþátta. Það virðist vera meiri hætta á skarðmyndun í barni ef það á systkini, foreldri eða annan ættingja með skarð.

Annar hugsanlegur valdur að skarðmyndun tengist lyfjatöku móður á meðgöngu. Til eru lyf sem virðast valda skarðmyndun. Lyf í þessum hópi eru lyf við flogaköstum, unglingabólum og lyf sem innihalda methotrexate en þau eru notuð gegn krabbameini, liðagigt og sóra. Veiru- og bakteríusýkingar á meðgöngu virðast einnig geta valdið skarðmyndun í sumum tilfellum.

Að lokum má geta þess að skarðmyndun getur verið fylgifiskur annarra sjúkdóma.

Heimildir:

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er skarð í vör? Hvernig myndast það og af hverju og hvernig erfist það?

Útgáfudagur

2.5.2011

Spyrjandi

Kristrún Vala Benediktsdóttir

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er skarð í vör?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2011. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=56817.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 2. maí). Hvað er skarð í vör? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56817

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er skarð í vör?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2011. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56817>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.