Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?

Árni Heimir Ingólfsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Um hvað fjallar 9 sinfónía Beethovens (Óður til gleðinnar, e, Ode to joy)? Og hvað segir kórinn þegar hann syngur í hápunkti lagsins?

Óðurinn An die Freude (Til gleðinnar) eftir þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805) var ekki nýr þegar Ludwig van Beethoven (1770–1827) tónsetti hann seint á ævinni. Kvæðið hafði birst í fyrsta sinn á prenti árið 1786, í aðdraganda frönsku byltingarinnar, og var á sinn hátt dæmigert fyrir tíðarandann. Í því tjáir skáldið hugmyndir um frelsi, jafnrétti og bræðralag meðal manna. Í upprunalegri gerð þess orti Schiller meðal annars um „lausn undan hlekkjum harðstjóranna“ og hvatti til jafnræðis meðal hinna hæst- og lægst-settu:

Bettler werden Fürstenbrüder,Betlarar verða bræður fursta
Wo dein sanfter Flügel weilt.blíðum vængjum þínum nær.

Síðar breytti Schiller kvæðinu dálítið og lét þá fyrri línuna ná til mannkynsins alls: „Alle Menschen werden Brüder.“ Slíkar hugmyndir féllu vel að þankagangi hins unga Beethovens og óður Schillers var honum hugleikinn frá fyrstu tíð. Á æskuárunum í Bonn hafði hann í hyggju að semja lag við kvæðið og aftur leitaði það á hann um aldamótin 1800 þegar hann páraði hendingar við nokkrar línur þess í eina af skissubókum sínum.

Þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805). Mynd frá 1793 eða 1794.

Þremur áratugum síðar var allt breytt og óðurinn sem Beethoven las með áfergju á unglingsárum var flestum gleymdur. Verk Schillers komust á bannlista í Vínarborg eftir frönsku byltinguna og sáust ekki aftur á prenti fyrr en nokkuð var liðið á nýja öld. Í Níundu sinfóníu sinni (1822-24) klæðir Beethoven kulnaðan æskudraum upp sem bjarta framtíðarsýn. Hún var sterk pólítísk yfirlýsing, vantraust á pólitískt ofríki samtímans og afturhvarf til draums upplýsingaraldarinnar um hið fullkomna ríki sem aldrei varð. Hann leit líka til fortíðar í sjálfri tónlistinni. Eitt og annað í lokaþættinum er endurómur af eldra verki Beethovens, Fantasíu fyrir píanó, kór og hljómsveit (1808). Hún er einnig tilbrigði um glaðvært stef, lofsöngur til lífsins og tónlistarinnar, og textinn er undir sama bragarhætti og óður Schillers.

Ludwig van Beethoven (1770-1827). Mynd frá 1820.

Þegar Níunda sinfónían var samin þekkist ekki að hafa einsöngvara eða kór í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“. Beethoven varð frumkvöðull á þessu sviði því þegar kemur inn í lokakafla Níundu sinfóníunnar stíga fjórir einsöngvarar og kór á svið og taka til við að túlka kvæði Schillers. Það hefst á því að einsöngsbassi syngur frumtexta tónskáldsins, inngangorð að kvæði Schillers:

O Freund, nich diese Töne!Æ, vinir, ekki þessa tóna!
Sondern laßt uns angenehmere anstimmenSyngjum heldur ljúfa söngva
Und freundenvollere!og gleðilegri!

Svarið við þessari áskorun er svo einmitt Óðurinn til gleðinnar, sem hljómar í allri sinni dýrð í flutningi kórsins:

Freude, schöner Götterfunken, Fagra gleði, guða logi,
Tochter aus Elysium! Gimlis dóttir, heill sé þér!
Wir betreten feuertrunken, í þinn hásal hrifnir eldi,
Himmlische, dein Heiligtum! heilög gyðja, komum vér.
Deine Zauber binden wieder Þínir blíðu töfrar tengja,
was die Mode streng geteilt, tízkan meðan sundur slær;
alle Menschen werden Brüder allir bræður aftur verða
wo dein sanfter Flügel weilt. yndisvængjum þínum nær.

Þetta er aðeins fyrsta erindið. Öll erindin, bæði á þýsku og íslenskri þýðingu Matthíasar Jochumssonar, má sjá til dæmis á blaðsíðum 18-19 í efnisskrá frá Beethoven tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt árið 2012. Víða á netinu má einnig finna flutning á Níundu sinfóníunni, bæði í heild sinni og lokakaflann þar sem ljóð Schillers er flutt.

Myndir og ítarefni:


Þetta svar er töluvert stytt útgáfa af umfjöllun um Níundu sinfóníu Beethovens í bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

21.3.2017

Spyrjandi

Hildigunnur Sif Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2017. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56902.

Árni Heimir Ingólfsson. (2017, 21. mars). Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56902

Árni Heimir Ingólfsson. „Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2017. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56902>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Um hvað fjallar 9 sinfónía Beethovens (Óður til gleðinnar, e, Ode to joy)? Og hvað segir kórinn þegar hann syngur í hápunkti lagsins?

Óðurinn An die Freude (Til gleðinnar) eftir þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805) var ekki nýr þegar Ludwig van Beethoven (1770–1827) tónsetti hann seint á ævinni. Kvæðið hafði birst í fyrsta sinn á prenti árið 1786, í aðdraganda frönsku byltingarinnar, og var á sinn hátt dæmigert fyrir tíðarandann. Í því tjáir skáldið hugmyndir um frelsi, jafnrétti og bræðralag meðal manna. Í upprunalegri gerð þess orti Schiller meðal annars um „lausn undan hlekkjum harðstjóranna“ og hvatti til jafnræðis meðal hinna hæst- og lægst-settu:

Bettler werden Fürstenbrüder,Betlarar verða bræður fursta
Wo dein sanfter Flügel weilt.blíðum vængjum þínum nær.

Síðar breytti Schiller kvæðinu dálítið og lét þá fyrri línuna ná til mannkynsins alls: „Alle Menschen werden Brüder.“ Slíkar hugmyndir féllu vel að þankagangi hins unga Beethovens og óður Schillers var honum hugleikinn frá fyrstu tíð. Á æskuárunum í Bonn hafði hann í hyggju að semja lag við kvæðið og aftur leitaði það á hann um aldamótin 1800 þegar hann páraði hendingar við nokkrar línur þess í eina af skissubókum sínum.

Þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805). Mynd frá 1793 eða 1794.

Þremur áratugum síðar var allt breytt og óðurinn sem Beethoven las með áfergju á unglingsárum var flestum gleymdur. Verk Schillers komust á bannlista í Vínarborg eftir frönsku byltinguna og sáust ekki aftur á prenti fyrr en nokkuð var liðið á nýja öld. Í Níundu sinfóníu sinni (1822-24) klæðir Beethoven kulnaðan æskudraum upp sem bjarta framtíðarsýn. Hún var sterk pólítísk yfirlýsing, vantraust á pólitískt ofríki samtímans og afturhvarf til draums upplýsingaraldarinnar um hið fullkomna ríki sem aldrei varð. Hann leit líka til fortíðar í sjálfri tónlistinni. Eitt og annað í lokaþættinum er endurómur af eldra verki Beethovens, Fantasíu fyrir píanó, kór og hljómsveit (1808). Hún er einnig tilbrigði um glaðvært stef, lofsöngur til lífsins og tónlistarinnar, og textinn er undir sama bragarhætti og óður Schillers.

Ludwig van Beethoven (1770-1827). Mynd frá 1820.

Þegar Níunda sinfónían var samin þekkist ekki að hafa einsöngvara eða kór í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“. Beethoven varð frumkvöðull á þessu sviði því þegar kemur inn í lokakafla Níundu sinfóníunnar stíga fjórir einsöngvarar og kór á svið og taka til við að túlka kvæði Schillers. Það hefst á því að einsöngsbassi syngur frumtexta tónskáldsins, inngangorð að kvæði Schillers:

O Freund, nich diese Töne!Æ, vinir, ekki þessa tóna!
Sondern laßt uns angenehmere anstimmenSyngjum heldur ljúfa söngva
Und freundenvollere!og gleðilegri!

Svarið við þessari áskorun er svo einmitt Óðurinn til gleðinnar, sem hljómar í allri sinni dýrð í flutningi kórsins:

Freude, schöner Götterfunken, Fagra gleði, guða logi,
Tochter aus Elysium! Gimlis dóttir, heill sé þér!
Wir betreten feuertrunken, í þinn hásal hrifnir eldi,
Himmlische, dein Heiligtum! heilög gyðja, komum vér.
Deine Zauber binden wieder Þínir blíðu töfrar tengja,
was die Mode streng geteilt, tízkan meðan sundur slær;
alle Menschen werden Brüder allir bræður aftur verða
wo dein sanfter Flügel weilt. yndisvængjum þínum nær.

Þetta er aðeins fyrsta erindið. Öll erindin, bæði á þýsku og íslenskri þýðingu Matthíasar Jochumssonar, má sjá til dæmis á blaðsíðum 18-19 í efnisskrá frá Beethoven tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt árið 2012. Víða á netinu má einnig finna flutning á Níundu sinfóníunni, bæði í heild sinni og lokakaflann þar sem ljóð Schillers er flutt.

Myndir og ítarefni:


Þetta svar er töluvert stytt útgáfa af umfjöllun um Níundu sinfóníu Beethovens í bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...