Sólin Sólin Rís 03:28 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:17 • Sest 03:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:40 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:05 • Síðdegis: 21:33 í Reykjavík

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Oddur Sigurðsson

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jöklunarmörk) á sunnanverðum Vatnajökli eru í um 1100 m yfir sjávarmáli og þar eru mörg fjöll hærri en það.Snæfellsjökull, séð að sunnan.

Ég geri ráð fyrir að hjarnmörk á Snæfellsjökli séu eilítið hærri (1100-1200 m y.s.) en á Vatnajökli upp af Öræfum en það er nóg til að jökull myndast á Snæfellsjökli sem hefur mælst 1446 m yfir sjávarmáli á hæstu tindum. Nálægð við sjó skapar ekki bara jafnt og hlýtt loftslag heldur einnig mikla úrkomu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 7. 9. 2010.


Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi? Keilan er ekki nema tæpir 1450 metrar og mjög stutt til sjávar á 3 vegu. Maður gæti haldið að slík nálægð við sjóinn mundi duga til að halda þessu fjalli íslausu.

Höfundur

jarðfræðingur hjá Orkustofnun

Útgáfudagur

20.9.2010

Spyrjandi

Sigurður Ingvarsson

Tilvísun

Oddur Sigurðsson. „Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?“ Vísindavefurinn, 20. september 2010. Sótt 30. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=57055.

Oddur Sigurðsson. (2010, 20. september). Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57055

Oddur Sigurðsson. „Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2010. Vefsíða. 30. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57055>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?
Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jöklunarmörk) á sunnanverðum Vatnajökli eru í um 1100 m yfir sjávarmáli og þar eru mörg fjöll hærri en það.Snæfellsjökull, séð að sunnan.

Ég geri ráð fyrir að hjarnmörk á Snæfellsjökli séu eilítið hærri (1100-1200 m y.s.) en á Vatnajökli upp af Öræfum en það er nóg til að jökull myndast á Snæfellsjökli sem hefur mælst 1446 m yfir sjávarmáli á hæstu tindum. Nálægð við sjó skapar ekki bara jafnt og hlýtt loftslag heldur einnig mikla úrkomu.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 7. 9. 2010.


Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi? Keilan er ekki nema tæpir 1450 metrar og mjög stutt til sjávar á 3 vegu. Maður gæti haldið að slík nálægð við sjóinn mundi duga til að halda þessu fjalli íslausu.
...