Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?

EDS

Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjóskulög eru á víxl. Hægt er að lesa meira um eldkeilur í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvernig verða eldkeilur til?

Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Það er því ekki hægt að gefa upp eitthvað ártal og segja að þá hafi ákveðin eldkeila myndast því slík fjöll verða til á löngum tíma í mörgum eldgosum.



Snæfellsjökull myndaðist ekki í einu eldgosi heldur mörgum.

Snæfellsjökull er hluti eldstöðvaþyrpingar sem nær frá Mælifelli í Staðarsveit út á Öndverðarnes. Eldvirkni í þessari þyrpingu má rekja rúmlega 700.000 ár aftur í tímann en hér skal ekki fullyrt um hvort eldkeilan Snæfellsjökull hafi byrjað að myndast nákvæmlega þá.

Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma (síðustu 10.000 ár) en ekki alveg víst hversu oft. Að minnst kosti 20 hraun sem runnu úr fjallinu sjálfu eða rótum þess hafa verið aðgreind. Auk þess hafa þrjú meiriháttar þeytigos orðið á nútíma, fyrir 8-10.000 árum, fyrir um 3900 árum og hið síðasta fyrir um 1750 árum.

Þó Snæfellsjökull hafi ekki gosið eftir að menn settust að á Íslandi eru allar líkur taldar á því að þar eigi eftir að gjósa aftur. Hvenær það verður veit þó enginn. Nánar er fjallað um þetta í svari Páls Einarssonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Haukur Jóhannesson. 1982. Yfirlit um jarðfræði Snæfellsness. Árbók 1982. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
  • Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 5. 3. 2008.


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Hvenær gaus síðast í eldstöðvum yst á Snæfellsnesi? (Torfi Hjartarson)


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2008

Síðast uppfært

8.11.2019

Spyrjandi

Victor Dan Pálmason
Guðríður Kristín
Torfi Hjaltason

Tilvísun

EDS. „Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7166.

EDS. (2008, 5. mars). Hvenær myndaðist Snæfellsjökull? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7166

EDS. „Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7166>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?
Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjóskulög eru á víxl. Hægt er að lesa meira um eldkeilur í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvernig verða eldkeilur til?

Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Það er því ekki hægt að gefa upp eitthvað ártal og segja að þá hafi ákveðin eldkeila myndast því slík fjöll verða til á löngum tíma í mörgum eldgosum.



Snæfellsjökull myndaðist ekki í einu eldgosi heldur mörgum.

Snæfellsjökull er hluti eldstöðvaþyrpingar sem nær frá Mælifelli í Staðarsveit út á Öndverðarnes. Eldvirkni í þessari þyrpingu má rekja rúmlega 700.000 ár aftur í tímann en hér skal ekki fullyrt um hvort eldkeilan Snæfellsjökull hafi byrjað að myndast nákvæmlega þá.

Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma (síðustu 10.000 ár) en ekki alveg víst hversu oft. Að minnst kosti 20 hraun sem runnu úr fjallinu sjálfu eða rótum þess hafa verið aðgreind. Auk þess hafa þrjú meiriháttar þeytigos orðið á nútíma, fyrir 8-10.000 árum, fyrir um 3900 árum og hið síðasta fyrir um 1750 árum.

Þó Snæfellsjökull hafi ekki gosið eftir að menn settust að á Íslandi eru allar líkur taldar á því að þar eigi eftir að gjósa aftur. Hvenær það verður veit þó enginn. Nánar er fjallað um þetta í svari Páls Einarssonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Haukur Jóhannesson. 1982. Yfirlit um jarðfræði Snæfellsness. Árbók 1982. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.
  • Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 5. 3. 2008.


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Hvenær gaus síðast í eldstöðvum yst á Snæfellsnesi? (Torfi Hjartarson)


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....