Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð?Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, hafa engin gos orðið í Snæfellsjökli. Seinasta gos í jöklinum varð fyrir um 1800 árum. Gostíðni síðustu 11.000 ára hefur verið reiknuð út og er hún að meðaltali eitt gos á 400 ára fresti. Þrjú stór þeytigos hafa orðið í fjallinu á nútíma. Það nýlegasta fyrir um 1800 árum, þar á undan fyrir um 4100 árum og þriðja stóra þeytigosið átti sér stað snemma á nútíma, fyrir um 8000-9000 árum.

Kort sem sýnir jafnþykktarlínur fyrir gjóskulag úr seinasta gosi úr Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum. Gostíðni síðustu 11.000 ára fyrir Snæfellsjökul er að meðaltali eitt gos á 400 ára fresti.
- Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.
- Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 11.07.2025).
- Yfirlitsmynd: Snæfellsjökull - Snæfellsjökull is a 1,446 m (4,744 ft) high… - Flickr. (Sótt 11.07.2025). Myndina tók Shawn Harquall og hún er birt undir leyfinu Deed - Attribution-NonCommercial 2.0 Generic - Creative Commons.
- Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 11.07.2025).