Sólin Sólin Rís 03:30 • sest 23:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:38 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:48 • Síðdegis: 19:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:50 • Síðdegis: 12:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:30 • sest 23:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:38 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:48 • Síðdegis: 19:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:50 • Síðdegis: 12:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð?

Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, hafa engin gos orðið í Snæfellsjökli. Seinasta gos í jöklinum varð fyrir um 1800 árum.

Gostíðni síðustu 11.000 ára hefur verið reiknuð út og er hún að meðaltali eitt gos á 400 ára fresti.

Þrjú stór þeytigos hafa orðið í fjallinu á nútíma. Það nýlegasta fyrir um 1800 árum, þar á undan fyrir um 4100 árum og þriðja stóra þeytigosið átti sér stað snemma á nútíma, fyrir um 8000-9000 árum.

Kort sem sýnir jafnþykktarlínur fyrir gjóskulag úr seinasta gosi úr Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum. Gostíðni síðustu 11.000 ára fyrir Snæfellsjökul er að meðaltali eitt gos á 400 ára fresti.

Í öllum þessum gosum myndaðist gjóska sem dreifðist til norðurs og norðausturs. Um stærð þessara sprengigosa er það að segja að áætlað rúmmál gjósku í þeim er 0,2-0,5 km3, en það samsvarar 4 á svonefndum VEI-kvarða. Raunverulegt rúmmál gosefna er hins vegar ekki þekkt.

Um lengd gosanna úr Snæfellsjökli er ekkert vitað. Sé tekið mið af rúmmáli gosefna er hins vegar líklegt að þau vari stutt, frá frá nokkrum dögum til nokkurra vikna.

Heimildir:
  • Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 11.07.2025).

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.8.2021

Síðast uppfært

11.7.2025

Spyrjandi

Rúnar Berg Baugsson Sigríðarson

Tilvísun

JGÞ. „Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2021, sótt 11. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=81908.

JGÞ. (2021, 20. ágúst). Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81908

JGÞ. „Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2021. Vefsíða. 11. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81908>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð?

Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, hafa engin gos orðið í Snæfellsjökli. Seinasta gos í jöklinum varð fyrir um 1800 árum.

Gostíðni síðustu 11.000 ára hefur verið reiknuð út og er hún að meðaltali eitt gos á 400 ára fresti.

Þrjú stór þeytigos hafa orðið í fjallinu á nútíma. Það nýlegasta fyrir um 1800 árum, þar á undan fyrir um 4100 árum og þriðja stóra þeytigosið átti sér stað snemma á nútíma, fyrir um 8000-9000 árum.

Kort sem sýnir jafnþykktarlínur fyrir gjóskulag úr seinasta gosi úr Snæfellsjökli fyrir um 1800 árum. Gostíðni síðustu 11.000 ára fyrir Snæfellsjökul er að meðaltali eitt gos á 400 ára fresti.

Í öllum þessum gosum myndaðist gjóska sem dreifðist til norðurs og norðausturs. Um stærð þessara sprengigosa er það að segja að áætlað rúmmál gjósku í þeim er 0,2-0,5 km3, en það samsvarar 4 á svonefndum VEI-kvarða. Raunverulegt rúmmál gosefna er hins vegar ekki þekkt.

Um lengd gosanna úr Snæfellsjökli er ekkert vitað. Sé tekið mið af rúmmáli gosefna er hins vegar líklegt að þau vari stutt, frá frá nokkrum dögum til nokkurra vikna.

Heimildir:
  • Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 11.07.2025).

Myndir:...