Sólin Sólin Rís 07:02 • sest 19:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:12 • Sest 19:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:01 • Síðdegis: 17:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:03 • Síðdegis: 23:33 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:02 • sest 19:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:12 • Sest 19:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:01 • Síðdegis: 17:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:03 • Síðdegis: 23:33 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast?

JGÞ

Snæfellsjökull gaus seinast fyrir tæpum 1800 árum. Miðað við okkar tímatal átti gosið sér því stað um 200 árum e.Kr., það er að segja löngu fyrir landnám manna á Íslandi. Þá hófst mikið þeytigos og súr aska og vikur barst í norðausturátt frá fjallinu.

Þetta er stærsta gos í jöklinum á nútíma en að öllum líkindum stóð það stutt yfir, sennilega aðeins í nokkrar klukkustundir. Tvö önnur meiriháttar gos urðu á nútíma, annað fyrir um 4000 árum og hitt fyrir um 8000-9000 árum.

Öll gosin þrjú á nútíma teljast vera kísilrík plinísk eða lágplinísk gos. Á Íslenskri eldfjallavefsjá eru þau flokkuð sem gos í 4. flokki á svonefndum VEI-kvarða. Kvarðinn er notaður til að áætla sprengivirkni gosa og nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 á VEI-kvarða eru hraungos en 8 stendur fyrir mestu sprengivirknina.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 18.09.2025).
  • Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.9.2025

Spyrjandi

Rúnar

Tilvísun

JGÞ. „Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast?“ Vísindavefurinn, 19. september 2025, sótt 19. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87945.

JGÞ. (2025, 19. september). Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87945

JGÞ. „Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2025. Vefsíða. 19. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87945>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær gaus Snæfellsjökull seinast?
Snæfellsjökull gaus seinast fyrir tæpum 1800 árum. Miðað við okkar tímatal átti gosið sér því stað um 200 árum e.Kr., það er að segja löngu fyrir landnám manna á Íslandi. Þá hófst mikið þeytigos og súr aska og vikur barst í norðausturátt frá fjallinu.

Þetta er stærsta gos í jöklinum á nútíma en að öllum líkindum stóð það stutt yfir, sennilega aðeins í nokkrar klukkustundir. Tvö önnur meiriháttar gos urðu á nútíma, annað fyrir um 4000 árum og hitt fyrir um 8000-9000 árum.

Öll gosin þrjú á nútíma teljast vera kísilrík plinísk eða lágplinísk gos. Á Íslenskri eldfjallavefsjá eru þau flokkuð sem gos í 4. flokki á svonefndum VEI-kvarða. Kvarðinn er notaður til að áætla sprengivirkni gosa og nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 á VEI-kvarða eru hraungos en 8 stendur fyrir mestu sprengivirknina.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 18.09.2025).
  • Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.
...