Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson

Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eða súr. Gjóska getur borist hundruð kílómetra, þótt magnið sé ekki mikið, og myndar yfirleitt vel afmarkaðan geira. Sé miðað við hæð gosmakkar, hafa öll Heklugos frá og með gosinu 1970 byrjað sem lágplinísk þeytigos. Algengt er að eldgos byrji þannig en þróist síðan yfir í blandgos þar sem megnið af kvikunni kemur upp sem hraun.

Gosið í Heklu árið 2000 byrjaði sem lágplinískt gos.

Heklugosið 2000 hófst með lágplinískri virkni, en eftir um klukkustund voru hawaiískir kvikustrókar ríkjandi á mestum hluta gossprungunnar. Strombólsk virkni tók síðan við eftir um sex klukkustundir.1 Í Skaftáreldum 1783 hófst gos á hverjum hluta gossprungunnar með lágplinísku þeytigosi, en breyttist síðan í flæðigos.2

Tilvísanir:

1 Ármann Höskuldsson og fleiri, 2006. Constraints on the dynamics of subglacial basalt eruptions from geological and geochemical observations at Kverkfjöll, NE-Iceland. Bulletin of Volcanology, 68, 689-701.

2 Thordarson, T. og S. Self, 1993. The Laki (Skaftár Fires) and Grimsvötn eruptions in 1783-1785. Bulletin of Volcanology, 55, 233-263.

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 93.

Höfundar

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

4.11.2013

Spyrjandi

Hafrún Helga

Tilvísun

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2013. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65429.

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. (2013, 4. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65429

Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2013. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65429>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?
Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eða súr. Gjóska getur borist hundruð kílómetra, þótt magnið sé ekki mikið, og myndar yfirleitt vel afmarkaðan geira. Sé miðað við hæð gosmakkar, hafa öll Heklugos frá og með gosinu 1970 byrjað sem lágplinísk þeytigos. Algengt er að eldgos byrji þannig en þróist síðan yfir í blandgos þar sem megnið af kvikunni kemur upp sem hraun.

Gosið í Heklu árið 2000 byrjaði sem lágplinískt gos.

Heklugosið 2000 hófst með lágplinískri virkni, en eftir um klukkustund voru hawaiískir kvikustrókar ríkjandi á mestum hluta gossprungunnar. Strombólsk virkni tók síðan við eftir um sex klukkustundir.1 Í Skaftáreldum 1783 hófst gos á hverjum hluta gossprungunnar með lágplinísku þeytigosi, en breyttist síðan í flæðigos.2

Tilvísanir:

1 Ármann Höskuldsson og fleiri, 2006. Constraints on the dynamics of subglacial basalt eruptions from geological and geochemical observations at Kverkfjöll, NE-Iceland. Bulletin of Volcanology, 68, 689-701.

2 Thordarson, T. og S. Self, 1993. The Laki (Skaftár Fires) and Grimsvötn eruptions in 1783-1785. Bulletin of Volcanology, 55, 233-263.

Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 93.

...