Sólin Sólin Rís 05:53 • sest 21:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:34 • Sest 20:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:05 • Síðdegis: 14:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:53 • sest 21:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:34 • Sest 20:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:05 • Síðdegis: 14:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls?

JGÞ

Eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls er um 30 km langt og 20 km breitt. Gosrein kerfisins nær frá Mælifelli í Staðarsveit (rétt fyrir norðan Búðir), út á Öndverðarnes (sem er vestasti hluti nessins) og hugsanlega lengra.

Vestan til í reininni er megineldstöðin Snæfellsjökull. Þvermál hennar er 15-20 km og í toppi jökulsins er allt að 2,5 km gígur eða askja. Jökullinn er eldkeila, hulinn nútímahraunum að sunnan og vestan. Norðan og austan til á jöklinum er meira um móberg og hlýskeiðshraun.

Eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls. Hraun eru fjólublá og gígar rauðir. Sprungusveimur er merktur inn með punktalínu og hringurinn umhverfis jökullinn afmarkar megineldstöðina.

Hægt er að skipta eldstöðvum í kerfinu í tvennt. Á láglendinu eru eldstöðvar sem flestar hafa gosið basískum gosefnum en í og við tindinn eru eldstöðvar þar sem meira ber á súrum og ísúrum gosefnum. Hraunin þaðan hafa runnið niður hlíðar fjallsins.

Heimildir:
  • Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 7.07.2025).

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.8.2025

Spyrjandi

Guðný

Tilvísun

JGÞ. „Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2025, sótt 26. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87931.

JGÞ. (2025, 14. ágúst). Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87931

JGÞ. „Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2025. Vefsíða. 26. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87931>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls?
Eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls er um 30 km langt og 20 km breitt. Gosrein kerfisins nær frá Mælifelli í Staðarsveit (rétt fyrir norðan Búðir), út á Öndverðarnes (sem er vestasti hluti nessins) og hugsanlega lengra.

Vestan til í reininni er megineldstöðin Snæfellsjökull. Þvermál hennar er 15-20 km og í toppi jökulsins er allt að 2,5 km gígur eða askja. Jökullinn er eldkeila, hulinn nútímahraunum að sunnan og vestan. Norðan og austan til á jöklinum er meira um móberg og hlýskeiðshraun.

Eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls. Hraun eru fjólublá og gígar rauðir. Sprungusveimur er merktur inn með punktalínu og hringurinn umhverfis jökullinn afmarkar megineldstöðina.

Hægt er að skipta eldstöðvum í kerfinu í tvennt. Á láglendinu eru eldstöðvar sem flestar hafa gosið basískum gosefnum en í og við tindinn eru eldstöðvar þar sem meira ber á súrum og ísúrum gosefnum. Hraunin þaðan hafa runnið niður hlíðar fjallsins.

Heimildir:
  • Haukur Jóhannesson (2013). Snæfellsnes. Í Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (ritstj. Júlíus Sólnes). Vátrygging Íslands - Háskólaútgáfan.
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 7.07.2025).

Myndir:...