Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað eru nútímahraun?

JGÞ

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[1]

Fræðiheitið hólósen (e. holocene) er dregið af grísku orðunum holos, sem þýðir 'heill' eða 'algjör' og kainos sem merkir 'nýr' eða 'nýtt'. Núverandi jarðsögutímabil er þess vegna tímabilið þar sem allt er nýtt á, það er nútíminn.

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir.

Miðað er við að skilin á milli ísaldar og nútíma séu fyrir um 11.500 árum en þá lauk framrás ísaldarjökulsins. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa. Þess vegna stundum gerður greinarmunur á hugtökunum nútími og eftirjökultími, enda geta nokkur þúsund ár verið þarna á milli.

Samkvæmt lögum um náttúruvernd (61. grein) njóta nútímahraun sérstakrar verndar.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt er að skoða skiptingu jarðsögunnar í aldir og tímabil betur hér.

Heimild og mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.
  • Mynd: JGÞ (tekin 9.4.2021 á Fagradalsfjalli.)

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.1.2024

Spyrjandi

Camille Marmié

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru nútímahraun?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18287.

JGÞ. (2024, 15. janúar). Hvað eru nútímahraun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18287

JGÞ. „Hvað eru nútímahraun?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18287>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[1]

Fræðiheitið hólósen (e. holocene) er dregið af grísku orðunum holos, sem þýðir 'heill' eða 'algjör' og kainos sem merkir 'nýr' eða 'nýtt'. Núverandi jarðsögutímabil er þess vegna tímabilið þar sem allt er nýtt á, það er nútíminn.

Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir.

Miðað er við að skilin á milli ísaldar og nútíma séu fyrir um 11.500 árum en þá lauk framrás ísaldarjökulsins. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa. Þess vegna stundum gerður greinarmunur á hugtökunum nútími og eftirjökultími, enda geta nokkur þúsund ár verið þarna á milli.

Samkvæmt lögum um náttúruvernd (61. grein) njóta nútímahraun sérstakrar verndar.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt er að skoða skiptingu jarðsögunnar í aldir og tímabil betur hér.

Heimild og mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.
  • Mynd: JGÞ (tekin 9.4.2021 á Fagradalsfjalli.)
...