Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

Árni Hjartarson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði?

Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins.

Síðasta jökulskeið, sem hófst fyrir 100.000 árum og lauk fyrir rúmlega 10.000 árum, var eitt af hörðustu jökulskeiðum ísaldar. Það var í hámarki fyrir um 20.000 árum og þá er talið að landið hafi verið ísi hulið að mestu og miklir skriðjöklar hafi teygt sig langt út á landgrunnið. Jökulbungan yfir miðju landinu gæti hafa verið um 2500 m há.

Á síðasta jökulskeiði ísaldar var 600-1000 metra þykkur jökull yfir Reykjavík. Ísinn hefur þá náð hátt í hlíðar Esju ef ekki alveg upp á topp.

Jökullinn sem lá yfir Reykjavík er talinn hafa teygt sig yfir 200 km á haf út.[1] Ekki er vitað með vissu hversu þykkur hann var. Vífilsfell virðist hafa orðið til á kafi í jökli á síðasta jökulskeiði. Það er 655 m hátt. Hæstu tindar Hengils eru yfir 800 m háir. Jöklar virðast hafa gengið yfir þá alla. Hins vegar er óvíst hvort Esjan hafi öll farið á kaf en hafi svo verið hefur einungis þunnur jökull legið á háfjallinu. Þetta þýðir að 600-1000 m þykkur jökull hefur legið yfir miðborg Reykjavíkur þegar mest var.

Tilvísun:
  1. ^ Hreggviður Norðdal og Halldór G. Pétursson 2005. Relative Sea-Level Changes in Iceland; new Aspects of the Weichselian Deglaciation of Iceland. Í: Caseldine, C., Russel, A., Hardardottir, J. & Knudsen, O. (Eds.), Iceland – Modern Processes and Past Environments, bls. 25-78. Elsevier, Amsterdam.

Mynd:

Höfundur

Árni Hjartarson

jarðfræðingur

Útgáfudagur

23.1.2015

Spyrjandi

Jóhanna Gísladóttir

Tilvísun

Árni Hjartarson. „Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2015, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69018.

Árni Hjartarson. (2015, 23. janúar). Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69018

Árni Hjartarson. „Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2015. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði?

Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins.

Síðasta jökulskeið, sem hófst fyrir 100.000 árum og lauk fyrir rúmlega 10.000 árum, var eitt af hörðustu jökulskeiðum ísaldar. Það var í hámarki fyrir um 20.000 árum og þá er talið að landið hafi verið ísi hulið að mestu og miklir skriðjöklar hafi teygt sig langt út á landgrunnið. Jökulbungan yfir miðju landinu gæti hafa verið um 2500 m há.

Á síðasta jökulskeiði ísaldar var 600-1000 metra þykkur jökull yfir Reykjavík. Ísinn hefur þá náð hátt í hlíðar Esju ef ekki alveg upp á topp.

Jökullinn sem lá yfir Reykjavík er talinn hafa teygt sig yfir 200 km á haf út.[1] Ekki er vitað með vissu hversu þykkur hann var. Vífilsfell virðist hafa orðið til á kafi í jökli á síðasta jökulskeiði. Það er 655 m hátt. Hæstu tindar Hengils eru yfir 800 m háir. Jöklar virðast hafa gengið yfir þá alla. Hins vegar er óvíst hvort Esjan hafi öll farið á kaf en hafi svo verið hefur einungis þunnur jökull legið á háfjallinu. Þetta þýðir að 600-1000 m þykkur jökull hefur legið yfir miðborg Reykjavíkur þegar mest var.

Tilvísun:
  1. ^ Hreggviður Norðdal og Halldór G. Pétursson 2005. Relative Sea-Level Changes in Iceland; new Aspects of the Weichselian Deglaciation of Iceland. Í: Caseldine, C., Russel, A., Hardardottir, J. & Knudsen, O. (Eds.), Iceland – Modern Processes and Past Environments, bls. 25-78. Elsevier, Amsterdam.

Mynd:

...