Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvað éta álar?

Állinn (Anguilla anguilla) byrjar lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi. Hann lifir hins vegar mestan aldur sinn í ósöltu vatni þar sem hann nærist og vex.

Állinn (Anguilla anguilla).

Það má segja að állinn éti allt það sem að kjafti kemur og hann ræður við. Meðal annars leggur hann sér til munns sviflægar krabbaflær, hrogn og fiska, til dæmis aðra ála. Það er því er mikilvægt fyrir hænganna að halda sér frá hrygnunum á fæðuöflunartímanum þar sem þær eru stærri.

Yfirleitt fer állinn í fæðuleit á nóttunni en heldur kyrru fyrir á daginn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

17.11.2010

Spyrjandi

Þuríður Hannesdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta álar?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2010. Sótt 23. maí 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=57407.

Jón Már Halldórsson. (2010, 17. nóvember). Hvað éta álar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57407

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta álar?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2010. Vefsíða. 23. maí. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57407>.

Chicago | APA | MLA

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Páll Melsted

1980

Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum.