Er fuglaflensan nokkuð komin til Spánar?Á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er hægt að finna upplýsingar um hversu margir hafa greinst með fuglaflensu og hversu margir hafa látist. Nýjustu upplýsingarnar þar eru frá 24. mars 2006. Þá höfðu greinst 186 fuglaflensutilfelli í mönnum og 105 höfðu látist af völdum hennar. Enn sem komið er hefur fuglaflensa í mönnum aðeins greinst í 8 löndum: Aserbaídsjan, Indónesíu, Írak, Kambódíu, Kína, Taílandi, Tyrklandi og Víetnam. Af þessum löndum eru langflest tilfellin í Víetnam, alls 93 smitaðir og 42 látnir. Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörum við þessum spurningum:
Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú?
Útgáfudagur
30.3.2006
Spyrjandi
Kristjana Pétursdóttir, f. 1992
María Kristinsdóttir, f. 1992
Tilvísun
EDS. „Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5750.
EDS. (2006, 30. mars). Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5750
EDS. „Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5750>.