Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Getur maður dáið úr fuglaflensu?

Landlæknisembættið

  • Hvað er fuglaflensa?
  • Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands?
  • Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli?
  • Hver eru einkenni fuglaflensu?
  • Hvernig smitast menn af fuglaflensu?
  • Er til lækning við fuglaflensu?
  • Er hætta á að fuglaflensan verði að heimsfarsótt?
  • Er óhætt að fara í frí til landa þar sem fuglaflensa hefur greinst í mönnum?

Aðrir spyrjendur eru: Alexandra Finnsdóttir, Andri Berg Hallsson, Anna Benkovic, Anna Reynisdóttir, Atli Sigurgeirsson, Davíð Þór, Elísabet Steinbjörnsdóttir, Finnur Torfason, Guðbjörg Ebba, Guðlaug Hartmannsdóttir, Harpa Ósk, Jana Valsdóttir, Jórunn Sóley, Júlía Skúladóttir, Júlíana Sigfúsdóttir, Kristjana, Kristján Már, Ólafur Kristjánsson, Ólöf Rún Skúladóttir, Rósa Líf, Rúnar Örn Birgisson, Sigurður Hólm Gunnarsson, Sindri Ólafsson, Snorri Halldórsson, Sólveig Eyvindsdóttir, Sveinn Traustason og Þóra Davidsen.

Fuglaflensa er inflúensa í fuglum. Til eru margir undirflokkar fuglaflensuveira sem valda misslæmum sjúkdómum í fuglunum. Þeim er gjarnan skipt í mikið meinvaldandi fuglaflensu (e. highly pathogenic avian influenza – HPAI) og lítið meinvaldandi fuglaflensu (e. low pathogenic avian influenza – LPAI).

Það afbrigði sem nú breiðist út um heiminn og kallast H5N1 er mikið meinvaldandi og veldur alvarlegum sjúkdómi í flestum fuglategundum. Andfuglar eru þó einkennalausir berar veirunnar. Fuglainflúensan dreifir sér víða, er bæði í alifuglum og villtum fuglum og berst á milli landsvæða með farfuglum.



Fuglaflensa hefur bæði greinst í alifuglum og villtum fuglum en smit í mönnum er eingöngu komið frá þeim fyrrnefndu.

Um miðjan mars 2006 hefur fuglaflensa af H5N1 stofni greinst í fuglum í 44 löndum, í Asíu, Evrópu og Afríku en hennar hefur ekki orðið vart í Ameríku. Uppfærðar upplýsingar um landssvæði þar sem fuglainflúensa hefur greinst má finna á heimasíðu Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar (OIE).

Enn sem komið er (í mars 2006) er Ísland ekki á meðal þeirra landa þar sem smit hefur greinst. Landbúnaðarstofnun hefur skilgreint þrjú áhættustig vegna fuglaflensu og viðbrögð í samræmi við þau. Nú eru viðbrögð miðuð við áhættustig I en forsendur þess eru þær að lítil hætta sé á að fuglaflensa (H5N1) berist til landsins og flensan hafi ekki greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum. Á áhættustigi II er talin mikil hætta á að fuglaflensa berist til landsins, og eru forsendurnar þær að flensan hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum sem og í villtum fuglum hér á landi. Áhættustig III tekur við þegar (og ef) fuglaflensa hefur greinst í alifuglum hér á landi. Á heimasíðu embættis yfirdýralæknis má lesa nánar um viðbrögð sem fylgja hverju áhættustigi.

Fuglainflúensuveiran getur stöku sinnum borist í menn. Þegar þetta er skrifað hafa samtals 176 einstaklingar greinst með fuglainflúensu af H5N1 stofni, af þeim hafa 97 látist samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Algengasta smitleiðin er talin vera bein snerting við sjúka fugla eða frá hlutum menguðum með fuglaskít. Þau fáu tilfelli þar sem sýking hefur borist í menn hafa yfirleitt átt sér stað meðal þeirra sem halda lítil hænsnabú nærri heimilum sínum í sveitum Asíu. Afar ólíklegt er talið að almennir borgarar verði fyrir smiti. Smiti frá villtum fuglum yfir í menn hefur ekki verið lýst og líkur á því eru hverfandi. Eins er ekkert sem bendir til þess að fuglaflensa smitist manna á milli né heldur frá gæludýrum yfir í menn.



Hingað til hefur fuglaflensusmit í mönnum verið bundið við Asíu.

Fuglaflensuveiran drepst við hitameðhöndlun og ekki hefur verið sýnt fram á að smit berist með matvælum. Það er hins vegar ekki mælt með neyslu ósoðinna fuglaafurða. Matvælin geta, eins og þekkt er, borið með sér aðrar sýkingar eins og kampýlóbakter og salmonellu, sem einnig drepst við hitameðhöndlun. Það er því góð regla að hitameðhöndla (sjóða, steikja eða baka í ofni) allar fuglaafurðir áður en þeirra er neytt.

Ekki er ástæða til að forðast landssvæði þar sem fuglainflúensa hefur greinst. Hins vegar er ferðamönnum á þessum svæðum bent á að fylgja eftirfarandi ráðleggingum:
  • Forðast skal fuglamarkaði og kjúklingabú.
  • Forðast skal snertingu við fiðurfé.
  • Forðast skal snertingu við yfirborð eða fleti sem geta verið mengaðir með saur fugla.
  • Forðast ber að snerta dauða fugla.
  • Óráðlegt er að borða lítið soðið eða hrátt fuglakjöt og egg
  • Mælt er með miklu hreinlæti enda er mikilvægi góðs handþvottar aldrei ofmetið.
  • Ekki skal flytja með sér heim lifandi fiðurfé.

Þar sem fuglaflensutilfelli í mönnum eru fátíð eru einkennin ekki að fullu þekkt. Þau geta meðal annars líkst venjulegum flensueinkennum svo sem hiti, hósti, hálsbólga og verkir í vöðvum, sýking í augum (tárubólga), lungnabólga og öndunarerfiðleikar. Hægt er að lesa meira um einkenni sem fylgja fuglaflensu í mönnum á heimasíðu WHO.

Eins og þegar hefur komið fram smitast fuglaflensan ekki á milli manna og meðan svo er stendur mönnum ekki nein sérstök hætta af henni sé varúðar gætt í umgengni við fugla. Ef veiran breytist, aðlagast mönnum og fer að smitast þeirra á milli gæti það hins vegar mögulega leitt til heimsfaraldurs. Það er hins vegar ekki vitað hvort það gerist eða hvenær, né heldur hvaða eiginleika veiran muni hafa eftir að hún hefur breyst. Heimsfaraldur inflúensu getur líka átt upptök sín annars staðar en í þeirri fuglainflúensuveiru sem nú breiðist út í fuglum.

Hægt er að bregðast við fuglainflúensu í mönnum þar sem veirulyfin zanamivir (Relenza®) og oseltamivir (Tamiflu®) eru virk gegn henni en þau þarf að gefa snemma eftir að einkenna verður vart. Ekki er til bóluefni ætlað mönnum enn sem komið er en unnið er að þróun þess.

Þetta svar er að megninu til upplýsingar sem finna má á heimasíðu landlæknisembættisins undir spurningar og svör um fuglaflensu og birt með góðfúslegu leyfi þess. Því til viðbótar er stuðst við upplýsingar sem fengnar eru af eftirfarandi vefsvæðum:

Önnur svör á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

20.3.2006

Spyrjandi

María Einarsdóttir

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Getur maður dáið úr fuglaflensu?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5719.

Landlæknisembættið. (2006, 20. mars). Getur maður dáið úr fuglaflensu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5719

Landlæknisembættið. „Getur maður dáið úr fuglaflensu?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5719>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur maður dáið úr fuglaflensu?

  • Hvað er fuglaflensa?
  • Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands?
  • Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli?
  • Hver eru einkenni fuglaflensu?
  • Hvernig smitast menn af fuglaflensu?
  • Er til lækning við fuglaflensu?
  • Er hætta á að fuglaflensan verði að heimsfarsótt?
  • Er óhætt að fara í frí til landa þar sem fuglaflensa hefur greinst í mönnum?

Aðrir spyrjendur eru: Alexandra Finnsdóttir, Andri Berg Hallsson, Anna Benkovic, Anna Reynisdóttir, Atli Sigurgeirsson, Davíð Þór, Elísabet Steinbjörnsdóttir, Finnur Torfason, Guðbjörg Ebba, Guðlaug Hartmannsdóttir, Harpa Ósk, Jana Valsdóttir, Jórunn Sóley, Júlía Skúladóttir, Júlíana Sigfúsdóttir, Kristjana, Kristján Már, Ólafur Kristjánsson, Ólöf Rún Skúladóttir, Rósa Líf, Rúnar Örn Birgisson, Sigurður Hólm Gunnarsson, Sindri Ólafsson, Snorri Halldórsson, Sólveig Eyvindsdóttir, Sveinn Traustason og Þóra Davidsen.

Fuglaflensa er inflúensa í fuglum. Til eru margir undirflokkar fuglaflensuveira sem valda misslæmum sjúkdómum í fuglunum. Þeim er gjarnan skipt í mikið meinvaldandi fuglaflensu (e. highly pathogenic avian influenza – HPAI) og lítið meinvaldandi fuglaflensu (e. low pathogenic avian influenza – LPAI).

Það afbrigði sem nú breiðist út um heiminn og kallast H5N1 er mikið meinvaldandi og veldur alvarlegum sjúkdómi í flestum fuglategundum. Andfuglar eru þó einkennalausir berar veirunnar. Fuglainflúensan dreifir sér víða, er bæði í alifuglum og villtum fuglum og berst á milli landsvæða með farfuglum.



Fuglaflensa hefur bæði greinst í alifuglum og villtum fuglum en smit í mönnum er eingöngu komið frá þeim fyrrnefndu.

Um miðjan mars 2006 hefur fuglaflensa af H5N1 stofni greinst í fuglum í 44 löndum, í Asíu, Evrópu og Afríku en hennar hefur ekki orðið vart í Ameríku. Uppfærðar upplýsingar um landssvæði þar sem fuglainflúensa hefur greinst má finna á heimasíðu Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar (OIE).

Enn sem komið er (í mars 2006) er Ísland ekki á meðal þeirra landa þar sem smit hefur greinst. Landbúnaðarstofnun hefur skilgreint þrjú áhættustig vegna fuglaflensu og viðbrögð í samræmi við þau. Nú eru viðbrögð miðuð við áhættustig I en forsendur þess eru þær að lítil hætta sé á að fuglaflensa (H5N1) berist til landsins og flensan hafi ekki greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum. Á áhættustigi II er talin mikil hætta á að fuglaflensa berist til landsins, og eru forsendurnar þær að flensan hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum sem og í villtum fuglum hér á landi. Áhættustig III tekur við þegar (og ef) fuglaflensa hefur greinst í alifuglum hér á landi. Á heimasíðu embættis yfirdýralæknis má lesa nánar um viðbrögð sem fylgja hverju áhættustigi.

Fuglainflúensuveiran getur stöku sinnum borist í menn. Þegar þetta er skrifað hafa samtals 176 einstaklingar greinst með fuglainflúensu af H5N1 stofni, af þeim hafa 97 látist samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Algengasta smitleiðin er talin vera bein snerting við sjúka fugla eða frá hlutum menguðum með fuglaskít. Þau fáu tilfelli þar sem sýking hefur borist í menn hafa yfirleitt átt sér stað meðal þeirra sem halda lítil hænsnabú nærri heimilum sínum í sveitum Asíu. Afar ólíklegt er talið að almennir borgarar verði fyrir smiti. Smiti frá villtum fuglum yfir í menn hefur ekki verið lýst og líkur á því eru hverfandi. Eins er ekkert sem bendir til þess að fuglaflensa smitist manna á milli né heldur frá gæludýrum yfir í menn.



Hingað til hefur fuglaflensusmit í mönnum verið bundið við Asíu.

Fuglaflensuveiran drepst við hitameðhöndlun og ekki hefur verið sýnt fram á að smit berist með matvælum. Það er hins vegar ekki mælt með neyslu ósoðinna fuglaafurða. Matvælin geta, eins og þekkt er, borið með sér aðrar sýkingar eins og kampýlóbakter og salmonellu, sem einnig drepst við hitameðhöndlun. Það er því góð regla að hitameðhöndla (sjóða, steikja eða baka í ofni) allar fuglaafurðir áður en þeirra er neytt.

Ekki er ástæða til að forðast landssvæði þar sem fuglainflúensa hefur greinst. Hins vegar er ferðamönnum á þessum svæðum bent á að fylgja eftirfarandi ráðleggingum:
  • Forðast skal fuglamarkaði og kjúklingabú.
  • Forðast skal snertingu við fiðurfé.
  • Forðast skal snertingu við yfirborð eða fleti sem geta verið mengaðir með saur fugla.
  • Forðast ber að snerta dauða fugla.
  • Óráðlegt er að borða lítið soðið eða hrátt fuglakjöt og egg
  • Mælt er með miklu hreinlæti enda er mikilvægi góðs handþvottar aldrei ofmetið.
  • Ekki skal flytja með sér heim lifandi fiðurfé.

Þar sem fuglaflensutilfelli í mönnum eru fátíð eru einkennin ekki að fullu þekkt. Þau geta meðal annars líkst venjulegum flensueinkennum svo sem hiti, hósti, hálsbólga og verkir í vöðvum, sýking í augum (tárubólga), lungnabólga og öndunarerfiðleikar. Hægt er að lesa meira um einkenni sem fylgja fuglaflensu í mönnum á heimasíðu WHO.

Eins og þegar hefur komið fram smitast fuglaflensan ekki á milli manna og meðan svo er stendur mönnum ekki nein sérstök hætta af henni sé varúðar gætt í umgengni við fugla. Ef veiran breytist, aðlagast mönnum og fer að smitast þeirra á milli gæti það hins vegar mögulega leitt til heimsfaraldurs. Það er hins vegar ekki vitað hvort það gerist eða hvenær, né heldur hvaða eiginleika veiran muni hafa eftir að hún hefur breyst. Heimsfaraldur inflúensu getur líka átt upptök sín annars staðar en í þeirri fuglainflúensuveiru sem nú breiðist út í fuglum.

Hægt er að bregðast við fuglainflúensu í mönnum þar sem veirulyfin zanamivir (Relenza®) og oseltamivir (Tamiflu®) eru virk gegn henni en þau þarf að gefa snemma eftir að einkenna verður vart. Ekki er til bóluefni ætlað mönnum enn sem komið er en unnið er að þróun þess.

Þetta svar er að megninu til upplýsingar sem finna má á heimasíðu landlæknisembættisins undir spurningar og svör um fuglaflensu og birt með góðfúslegu leyfi þess. Því til viðbótar er stuðst við upplýsingar sem fengnar eru af eftirfarandi vefsvæðum:

Önnur svör á Vísindavefnum:

Myndir:...