Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Hvað er fuglaflensa?

Jón Magnús Jóhannesson

Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli fuglaflensu og hvaða tengsl þessi algengi smitsjúkdómur í fuglum hefur við mannkynið.

Almennt um inflúensu

Inflúensa orsakast af inflúensuveirum sem eru hjúpaðar veirur með erfðaefni úr mörgum bútum af RNA. Til eru fjórar gerðir inflúensuveira: A, B, C og D. Þessar gerðir kallast ættkvíslir og í hverri þeirra eru ótalmargar tegundir. Erfðaefni þessara veira hefur þá eiginleika að geta tekið miklum stakkaskiptum yfir styttri eða lengri tíma. Það er ein helsta ástæða þess að við sjáum árlega faraldra inflúensuveiru og meira að segja staka heimsfaraldra. Inflúensuveirur eru einnig flokkaðar eftir tveimur mótefnavökum (e. antigen) á yfirborði veirunnar: hemagglútínín (H) og neuramínídasi (N). Sem dæmi orsakaðist svínaflensan af inflúensuveiru sem hafði hemagglútínín af gerð 1 og neuramínídasa af gerð 1. Hún var því skilgreind sem H1N1-inflúensuveira.

Talið er að nær allar tegundir inflúensuveira séu upprunnar úr fuglum, fyrir utan stakar tegundir sem finnast í leðurblökum (H17N10 og H18N11). Með tíð og tíma hafa mismunandi tegundir inflúensuveira aðlagast ákveðnum dýrum, þar með talið svínum, hestum, selum og auðvitað mönnum. Margar þeirra geta sýkt ótal tegundir dýra í einu; til að mynda geta fuglaflensuveirur sýkt mjög margar mismunandi tegundir fugla. Inflúensuveira sem sýkir eitt dýr getur einnig sýkt annað gjörólíkt dýr ef ákveðnar breytingar verða á eiginleikum veirunnar.

Þrjár ættkvíslir inflúensuveira innihalda tegundir sem sýkja menn: A (geta valdið heimsfaröldrum og árstíðabundnum faröldrum), B (geta valdið árstíðabundnum faröldrum) og C (valda litlum veikindum).

Einföld skýringarmynd af inflúensuveiru af ættkvísl A.

Fuglaflensa í fuglum

Fuglaflensa er einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Fuglaflensuveirur hafa til þessa greinst með 16 gerðir hemagglútíníns (H1-H16) og 9 gerðir neuramínídasa (N1-N9). Fuglaflensuveirur eru flokkaðar í tvennt eftir alvarleika einkenna sem koma fram við sýkingu í kjúklingum: svæsin fuglaflensa (e. highly pathogenic avian influenza, HPAI) og væg fuglaflensa (e. low pathogenic avian influenza, LPAI). Þannig má segja að ákveðin fuglaflensuveira valdi annað hvort HPAI eða LPAI í kjúklingum. HPAI-veirur eru vanalega með hemagglútínín af gerð 5 eða 7 (táknað sem H5Nx og H7Nx, þar sem x getur verið tala frá 1 upp í 9). Hér er einnig mikilvægt að árétta að flokkun eftir alvarleika á við um kjúklinga, ekki aðrar fuglategundir eða menn - til dæmis valda flestar HPAI-veirur vægum veikindum í öndum.

Einkenni fuglaflensu hafa best verið skilgreind í kjúklingum. Gjarnan eru hósti og hnerri einu einkennin. Í alvarlegri tilfellum geta einkenni á borð við slappleika, úfinn fiðurham, bláma á húð, öndunarerfiðleika, niðurgang og blæðingar í húð komið fram. Alvarleg einkenni geta leitt til dauða. Vissar HPAI-veirur valda allt að 100% dánarhlutfalli (átt er við hversu stór hluti þeirra sem fá sjúkdóm og síðar deyja) meðal kjúklinga og annarra alifugla.

Líkt og á við um inflúensuveirur í mönnum taka fuglaflensuveirur stöðugum hamskiptum og valda endurteknum faröldrum í fuglum. Fuglaflensa dreifist aðallega á milli vatnafugla (sérstaklega farfugla) í náttúrunni en getur dreift sér þaðan til land- og alifugla. Í öllum tilfellum getur orðið mikil blöndun milli mismunandi fuglaflensuveira. Það leiðir til nýrra tegunda og afbrigða.

Fuglaflensa í villtum fuglum getur borist til alifugla og valdið þar miklum usla. Enn fremur eru það kjöraðstæður fyrir þróun nýrra afbrigða sem geta borist aftur til villtra fugla og spendýra eins og svína og manna.

Fuglaflensa er almennt bráðsmitandi meðal fugla. Dreifing á sér fyrst og fremst stað með svokölluðu saur-munn smiti (e. fecal-oral) - það er, smitandi veiruagnir skiljast út með saur fuglanna og berast yfir í aðra fugla með saurmenguðu vatni, fæðu eða öðru smitefni. Merkilegt er að veiruagnir fuglaflensu geta haldist smitandi í vatni um margra mánaða skeið. Það á líklega stóran þátt í dreifingu fuglaflensu. Ýmsar tegundir hryggleysingja sem finnast í vatni geta aftur á móti síað veiruagnir úr vatninu og minnkað þéttni þeirra.

Margir þættir hafa áhrif á dreifingu og algengi fuglaflensu. Vissir fuglar dreifa fuglaflensu betur en aðrir, þar ber helst að nefna vatnafugla sem stunda farflug (e. migratory waterfowl). Af þessu leiðir að dreifing fuglaflensu er sérstaklega áberandi á vorin og haustin þegar farfuglar eru helst á flugi. Enn fremur virðast fuglar af ættinni Anatidae (sem inniheldur meðal annars endur, gæsir og svani) vera helsta uppspretta fuglaflensuveira í náttúrunni. Viss landsvæði hafa að meðaltali hærra algengi fuglaflensu. Fuglar sem ferðast til þessara landsvæða eru þess vegna líklegri til að fá fuglaflensu og dreifa henni áfram.

Fuglaflensa í villtum fuglum getur borist til alifugla og valdið þar miklum usla. Enn fremur eru það kjöraðstæður fyrir þróun nýrra afbrigða, sem geta borist aftur til villtra fugla. Slík þróun getur einnig leitt til myndunar afbrigða sem ná að sýkja spendýr á borð við svín og menn.

Í stuttu máli
 • Fuglaflensa hefur nýlega greinst í fyrsta skipti í fuglum á Íslandi og virðist vera orðin útbreidd meðal villtra fugla.
 • Fuglaflensa er inflúensa í fuglum sem orsakast af ótalmörgum tegundum inflúensuveira af gerð A. Talið er að nær allar inflúensuveirur séu upprunalega komnar frá fuglum.
 • Inflúensuveirur af gerð A hafa þann sérstæða eiginleika að geta deilt erfðaefni sín á milli. Það getur leitt til þróunar glænýrra afbrigða.
 • Fuglaflensuveirur, eins og aðrar inflúensuveirur, eru flokkaðar eftir gerð hemagglútíníns (H) og neuramínídasa (N) á yfirborði þeirra.
 • Fuglaflensa er flokkuð eftir alvarleika veikinda í kjúklingum: væg (e. low pathogenic avian influenza, LPAI) eða svæsin (e. highly pathogenic avian influenza, HPAI).
 • Fuglaflensa kemur í faröldrum meðal fugla, sérstaklega á vorin og haustin.
 • Fuglaflensa dreifist með saur-munn smiti og eiga vatnafuglar sem stunda farflug stærstan þátt í dreifingu sjúkdómsins.
 • Villtir fuglar geta borið fuglaflensu áfram til alifugla. Það getur leitt til frekari dreifingar og þróunar fuglaflensuveira. Einnig veldur þetta víðtækum veikindum meðal fugla ef um er að ræða HPAI-veiru.
 • Viss afbrigði fuglaflensu geta sýkt menn og valdið í þeim sjúkdómi. Þetta er almennt mjög sjaldgæft en náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu.
 • Fuglaflensuveirur geta valdið einkennalausum eða -litlum sýkingum. Þessi tilfelli eru líklegast verulega vangreind. Hins vegar verða flestir sem greinast með fuglaflensu alvarlega veikir og er dánarhlutfall mjög hátt.
 • Einkenni alvarlegrar fuglaflensu líkjast að miklu leyti einkennum alvarlegra tilfella COVID-19.
 • Fuglaflensa dreifist mjög illa manna á milli.
 • Miðað við upplýsingar frá faraldri fuglaflensu í Evrópu er mjög ólíklegt að almenningur sé í hættu á að fá fuglaflensu vegna þeirra afbrigða sem eru nú í dreifingu. Hins vegar er ítarleg smitgát við meðhöndlun fugla nauðsynleg til að lágmarka hættuna eins og hægt er.

Myndir:

Heimildir:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

28.4.2022

Spyrjandi

Alexandra Elva

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er fuglaflensa?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2022. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=23111.

Jón Magnús Jóhannesson. (2022, 28. apríl). Hvað er fuglaflensa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23111

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er fuglaflensa?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2022. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23111>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fuglaflensa?
Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli fuglaflensu og hvaða tengsl þessi algengi smitsjúkdómur í fuglum hefur við mannkynið.

Almennt um inflúensu

Inflúensa orsakast af inflúensuveirum sem eru hjúpaðar veirur með erfðaefni úr mörgum bútum af RNA. Til eru fjórar gerðir inflúensuveira: A, B, C og D. Þessar gerðir kallast ættkvíslir og í hverri þeirra eru ótalmargar tegundir. Erfðaefni þessara veira hefur þá eiginleika að geta tekið miklum stakkaskiptum yfir styttri eða lengri tíma. Það er ein helsta ástæða þess að við sjáum árlega faraldra inflúensuveiru og meira að segja staka heimsfaraldra. Inflúensuveirur eru einnig flokkaðar eftir tveimur mótefnavökum (e. antigen) á yfirborði veirunnar: hemagglútínín (H) og neuramínídasi (N). Sem dæmi orsakaðist svínaflensan af inflúensuveiru sem hafði hemagglútínín af gerð 1 og neuramínídasa af gerð 1. Hún var því skilgreind sem H1N1-inflúensuveira.

Talið er að nær allar tegundir inflúensuveira séu upprunnar úr fuglum, fyrir utan stakar tegundir sem finnast í leðurblökum (H17N10 og H18N11). Með tíð og tíma hafa mismunandi tegundir inflúensuveira aðlagast ákveðnum dýrum, þar með talið svínum, hestum, selum og auðvitað mönnum. Margar þeirra geta sýkt ótal tegundir dýra í einu; til að mynda geta fuglaflensuveirur sýkt mjög margar mismunandi tegundir fugla. Inflúensuveira sem sýkir eitt dýr getur einnig sýkt annað gjörólíkt dýr ef ákveðnar breytingar verða á eiginleikum veirunnar.

Þrjár ættkvíslir inflúensuveira innihalda tegundir sem sýkja menn: A (geta valdið heimsfaröldrum og árstíðabundnum faröldrum), B (geta valdið árstíðabundnum faröldrum) og C (valda litlum veikindum).

Einföld skýringarmynd af inflúensuveiru af ættkvísl A.

Fuglaflensa í fuglum

Fuglaflensa er einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Fuglaflensuveirur hafa til þessa greinst með 16 gerðir hemagglútíníns (H1-H16) og 9 gerðir neuramínídasa (N1-N9). Fuglaflensuveirur eru flokkaðar í tvennt eftir alvarleika einkenna sem koma fram við sýkingu í kjúklingum: svæsin fuglaflensa (e. highly pathogenic avian influenza, HPAI) og væg fuglaflensa (e. low pathogenic avian influenza, LPAI). Þannig má segja að ákveðin fuglaflensuveira valdi annað hvort HPAI eða LPAI í kjúklingum. HPAI-veirur eru vanalega með hemagglútínín af gerð 5 eða 7 (táknað sem H5Nx og H7Nx, þar sem x getur verið tala frá 1 upp í 9). Hér er einnig mikilvægt að árétta að flokkun eftir alvarleika á við um kjúklinga, ekki aðrar fuglategundir eða menn - til dæmis valda flestar HPAI-veirur vægum veikindum í öndum.

Einkenni fuglaflensu hafa best verið skilgreind í kjúklingum. Gjarnan eru hósti og hnerri einu einkennin. Í alvarlegri tilfellum geta einkenni á borð við slappleika, úfinn fiðurham, bláma á húð, öndunarerfiðleika, niðurgang og blæðingar í húð komið fram. Alvarleg einkenni geta leitt til dauða. Vissar HPAI-veirur valda allt að 100% dánarhlutfalli (átt er við hversu stór hluti þeirra sem fá sjúkdóm og síðar deyja) meðal kjúklinga og annarra alifugla.

Líkt og á við um inflúensuveirur í mönnum taka fuglaflensuveirur stöðugum hamskiptum og valda endurteknum faröldrum í fuglum. Fuglaflensa dreifist aðallega á milli vatnafugla (sérstaklega farfugla) í náttúrunni en getur dreift sér þaðan til land- og alifugla. Í öllum tilfellum getur orðið mikil blöndun milli mismunandi fuglaflensuveira. Það leiðir til nýrra tegunda og afbrigða.

Fuglaflensa í villtum fuglum getur borist til alifugla og valdið þar miklum usla. Enn fremur eru það kjöraðstæður fyrir þróun nýrra afbrigða sem geta borist aftur til villtra fugla og spendýra eins og svína og manna.

Fuglaflensa er almennt bráðsmitandi meðal fugla. Dreifing á sér fyrst og fremst stað með svokölluðu saur-munn smiti (e. fecal-oral) - það er, smitandi veiruagnir skiljast út með saur fuglanna og berast yfir í aðra fugla með saurmenguðu vatni, fæðu eða öðru smitefni. Merkilegt er að veiruagnir fuglaflensu geta haldist smitandi í vatni um margra mánaða skeið. Það á líklega stóran þátt í dreifingu fuglaflensu. Ýmsar tegundir hryggleysingja sem finnast í vatni geta aftur á móti síað veiruagnir úr vatninu og minnkað þéttni þeirra.

Margir þættir hafa áhrif á dreifingu og algengi fuglaflensu. Vissir fuglar dreifa fuglaflensu betur en aðrir, þar ber helst að nefna vatnafugla sem stunda farflug (e. migratory waterfowl). Af þessu leiðir að dreifing fuglaflensu er sérstaklega áberandi á vorin og haustin þegar farfuglar eru helst á flugi. Enn fremur virðast fuglar af ættinni Anatidae (sem inniheldur meðal annars endur, gæsir og svani) vera helsta uppspretta fuglaflensuveira í náttúrunni. Viss landsvæði hafa að meðaltali hærra algengi fuglaflensu. Fuglar sem ferðast til þessara landsvæða eru þess vegna líklegri til að fá fuglaflensu og dreifa henni áfram.

Fuglaflensa í villtum fuglum getur borist til alifugla og valdið þar miklum usla. Enn fremur eru það kjöraðstæður fyrir þróun nýrra afbrigða, sem geta borist aftur til villtra fugla. Slík þróun getur einnig leitt til myndunar afbrigða sem ná að sýkja spendýr á borð við svín og menn.

Í stuttu máli
 • Fuglaflensa hefur nýlega greinst í fyrsta skipti í fuglum á Íslandi og virðist vera orðin útbreidd meðal villtra fugla.
 • Fuglaflensa er inflúensa í fuglum sem orsakast af ótalmörgum tegundum inflúensuveira af gerð A. Talið er að nær allar inflúensuveirur séu upprunalega komnar frá fuglum.
 • Inflúensuveirur af gerð A hafa þann sérstæða eiginleika að geta deilt erfðaefni sín á milli. Það getur leitt til þróunar glænýrra afbrigða.
 • Fuglaflensuveirur, eins og aðrar inflúensuveirur, eru flokkaðar eftir gerð hemagglútíníns (H) og neuramínídasa (N) á yfirborði þeirra.
 • Fuglaflensa er flokkuð eftir alvarleika veikinda í kjúklingum: væg (e. low pathogenic avian influenza, LPAI) eða svæsin (e. highly pathogenic avian influenza, HPAI).
 • Fuglaflensa kemur í faröldrum meðal fugla, sérstaklega á vorin og haustin.
 • Fuglaflensa dreifist með saur-munn smiti og eiga vatnafuglar sem stunda farflug stærstan þátt í dreifingu sjúkdómsins.
 • Villtir fuglar geta borið fuglaflensu áfram til alifugla. Það getur leitt til frekari dreifingar og þróunar fuglaflensuveira. Einnig veldur þetta víðtækum veikindum meðal fugla ef um er að ræða HPAI-veiru.
 • Viss afbrigði fuglaflensu geta sýkt menn og valdið í þeim sjúkdómi. Þetta er almennt mjög sjaldgæft en náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu.
 • Fuglaflensuveirur geta valdið einkennalausum eða -litlum sýkingum. Þessi tilfelli eru líklegast verulega vangreind. Hins vegar verða flestir sem greinast með fuglaflensu alvarlega veikir og er dánarhlutfall mjög hátt.
 • Einkenni alvarlegrar fuglaflensu líkjast að miklu leyti einkennum alvarlegra tilfella COVID-19.
 • Fuglaflensa dreifist mjög illa manna á milli.
 • Miðað við upplýsingar frá faraldri fuglaflensu í Evrópu er mjög ólíklegt að almenningur sé í hættu á að fá fuglaflensu vegna þeirra afbrigða sem eru nú í dreifingu. Hins vegar er ítarleg smitgát við meðhöndlun fugla nauðsynleg til að lágmarka hættuna eins og hægt er.

Myndir:

Heimildir:

...