Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?

JGÞ

Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland.

Vorið 1602 veitti Kristján 4. Danakonungur kaupmönnum þriggja borga: Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri, einkaleyfi til allrar verslunar við Ísland.[1] Eins og segir í svari Más Jónssonar við spurningunni Er hægt að tengja Spánverjavígin haustið 1615 við upphaf einokunarverslunar Dana? voru rök Danakonungs og ráðgjafa hans fyrir þessari tilhögun þau „að síðustu áratugina á undan hefðu erlendir kaupmenn, þýskir og enskir, grætt meira en nóg á Íslandsverslun og komið væri að dönskum kaupmönnum að njóta ágóðans.“

Vorið 1602 veitti Kristján 4. Danakonungur kaupmönnum þriggja borga einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Málverkið er af krýningarathöfn Kristjáns 4. árið 1594, eftir danska raunsæismálarann Otto Bache, frá árinu 1887.

Með einokuninni gátu kaupmenn tiltekinna borga eða einstök verslunarfélög fengið einkaleyfi til verslunar á Íslandi og gilti leyfið í ákveðinn tíma. Verslunin var boðin upp af konungi gegn árlegu gjaldi og fyrsta einkaleyfisbréfið var gefið út 20. apríl 1602 og átti að gilda í tólf ár.

Í hagfræði er erlenda hugtakið monopoly notað um það þegar aðeins einn seljandi fær að selja tiltekna vöru eða þjónustu. Á íslensku hefur það verið þýtt með orðunum einkasala og einokun. Eins og fram kemur í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni? er fyrra „orðið er hlutlaust en hið síðara vísar til þess að það er oftast slæmt fyrir kaupendur að geta ekki snúið viðskiptum sínum nema til eins aðila.“

Hægt er að lesa meira um dönsku einokunarverslunina á Vísindavefnum, meðal annars í svörum við spurningunum:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.9.2024

Spyrjandi

Elías Bóasson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?“ Vísindavefurinn, 5. september 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57612.

JGÞ. (2024, 5. september). Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57612

JGÞ. „Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?
Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland.

Vorið 1602 veitti Kristján 4. Danakonungur kaupmönnum þriggja borga: Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri, einkaleyfi til allrar verslunar við Ísland.[1] Eins og segir í svari Más Jónssonar við spurningunni Er hægt að tengja Spánverjavígin haustið 1615 við upphaf einokunarverslunar Dana? voru rök Danakonungs og ráðgjafa hans fyrir þessari tilhögun þau „að síðustu áratugina á undan hefðu erlendir kaupmenn, þýskir og enskir, grætt meira en nóg á Íslandsverslun og komið væri að dönskum kaupmönnum að njóta ágóðans.“

Vorið 1602 veitti Kristján 4. Danakonungur kaupmönnum þriggja borga einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Málverkið er af krýningarathöfn Kristjáns 4. árið 1594, eftir danska raunsæismálarann Otto Bache, frá árinu 1887.

Með einokuninni gátu kaupmenn tiltekinna borga eða einstök verslunarfélög fengið einkaleyfi til verslunar á Íslandi og gilti leyfið í ákveðinn tíma. Verslunin var boðin upp af konungi gegn árlegu gjaldi og fyrsta einkaleyfisbréfið var gefið út 20. apríl 1602 og átti að gilda í tólf ár.

Í hagfræði er erlenda hugtakið monopoly notað um það þegar aðeins einn seljandi fær að selja tiltekna vöru eða þjónustu. Á íslensku hefur það verið þýtt með orðunum einkasala og einokun. Eins og fram kemur í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni? er fyrra „orðið er hlutlaust en hið síðara vísar til þess að það er oftast slæmt fyrir kaupendur að geta ekki snúið viðskiptum sínum nema til eins aðila.“

Hægt er að lesa meira um dönsku einokunarverslunina á Vísindavefnum, meðal annars í svörum við spurningunum:

Mynd: