Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir

Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var kennt um flest sem aflaga fór á Íslandi. Má þar nefna sem helsta fulltrúa þjóðernishugmynda sagnfræðinginn Jón J. Aðils og Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem kennd var í barnaskólum hér á landi allt fram á síðustu áratugi tuttugustu aldar. Þessi söguskoðun var við lýði langt fram eftir tuttugustu öld en er nú á miklu undanhaldi. Hún er ekki lengur talin gefa rétta mynd af einokunarversluninni og þýðingu hennar fyrir Ísland né öðru í samskiptum Dana og Íslendinga fyrr á öldum.[1]

Einokunarverslun Dana hófst á Íslandi 1602 og stóð í 185 ár eða til 1787. Tilgangurinn með stofnun hennar var að efla danska kaupmenn gegn Hansakaupmönnum í Hamborg sem fram að því höfðu haft bestu tökin á versluninni við Ísland. Í einokuninni fólst að kaupmenn tiltekinna borga eða tiltekin verslunarfélög fengu einkaleyfi til verslunar á Íslandi í ákveðinn tíma og var sá háttur hafður á að konungur lét bjóða verslunina upp gegn árlegu gjaldi. Einkum hafa það verið Hörmangaragildið (d. Hørkræmmerlaget) og Almenna verslunarfélagið (d. Det Almindelige Handelskompagni) sem hafa fengið slæm eftirmæli í íslenskri sagnritun. En er það af því að þau seldu Íslendingum maðkað mjöl eða hvað?

Þegar sagt er að Danir hafi selt Íslendingum maðkað mjöl er í raun verið að vísa til eins tiltekins atburðar sem átti sér stað í tíð Almenna verslunarfélagsins árið 1768. Á teikningunni sést þegar verið er að setja upp styttu af Friðriki V. Danakonunungi í Amalíuborg árið 1768.

Hörmangarar fengu verslunina á Íslandi 1743. Það er einkum þrennt sem talið er hafa valdið deilum milli þeirra og Íslendinga. Árekstrar við Innréttingarnar hf. en þeir töldu starfsemi þeirra að nokkru leyti brot á einkaleyfi sínu. Ónóg sigling til Íslands en Hörmangarar vanræktu siglingu til þeirra hafna sem ekki þóttu gróðavænlegar enda óvanir úthafssiglingum, þeir höfðu áður verið smásölukaupmenn í Kaupmannahöfn. Helsti ásteytingarsteinninn mun þó hafa verið ónógur innflutningur á matvöru og öðrum nauðsynjum í harðindunum á sjötta áratug 18. aldar. Undan þessu kvörtuðu Íslendingar við stjórnvöld í Kaupmannahöfn og var Hörmangarafélagið í kjölfarið tekið til skoðunar sem leiddi til þess að þeir þurftu að afsala sér einkaleyfinu 1758. Þeir voru þannig aldrei beinlínis sakaðir um að hafa selt skemmt mjöl á Íslandi heldur voru þeir ekki með nóg framboð á mjöli og öðrum nauðsynjavörum.[2]

Þegar sagt er að Danir hafi selt Íslendingum maðkað mjöl er í raun verið að vísa til eins tiltekins atburðar sem átti sér stað í tíð Almenna verslunarfélagsins en það tók við versluninni 1764. Gekk á ýmsu í samskiptum þess og Íslendinga líkt og hjá Hörmöngurum. Þegar skip komu í höfn á vorin fór fram vöruskoðun undir umsjá sýslumanns og skemmdum vörum hent frá eða þær lækkaðar í verði. Olli þessi vöruskoðun iðulega deilum milli kaupmanna og Íslendinga. Kornuppskera ársins 1767 skemmdist mikið vegna votviðra. Þrátt fyrir bann yfirvalda sigldi verslunarfélagið með mjölið til Íslands vorið eftir og hafði til sölu þar. Var það hálfgert neyðarúrræði þar sem annað mjöl var ekki að fá. Mjöl er viðkvæm vara, sérstaklega fyrir maðki ef það er raki í því. Við vöruskoðun á Íslandi var hluta af mjölinu strax kastað í sjó, sem víðfrægt er, þar sem það taldist aldeilis óhæft til sölu. Kvartanir voru sendar til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. Félagið taldist hafa brotið einokunarskilmálann og var dæmt til að greiða 4400 ríkisdali í skaðabætur. Upphæðin rann í sérstakan sjóð sem stofnaður var með konungsúrskurði 13. apríl 1773 og nefndur var Mjölbótasjóður. Árið 1844 nam upphæð sjóðsins 7500 ríkisdölum og var þá ákveðið að honum skyldi varið til nýrrar skólabyggingar á Íslandi. Á grundvelli þess reis núverandi bygging Menntaskólans í Reykjavík en lokið var við smíði hans 1846.[3]

Svonefndur Mjölbótasjóður var stofnaður 1773. Í hann runnu skaðabætur ef kaupmenn brutu einokunarskilmálann. Árið 1844 nam upphæð sjóðsins 7500 ríkisdölum og var þá ákveðið að honum skyldi varið til nýrrar skólabyggingar á Íslandi. Á grundvelli þess reis núverandi bygging Menntaskólans í Reykjavík en lokið var við smíði hans 1846. Myndin er frá upphafi 20. aldar.

Vafalaust má finna fleiri dæmi um að skemmt mjöl hafi verið sent til Íslands, sennilega þó aldrei í viðlíka magni og þetta tiltekna ár 1768. Ekki er sanngjarnt eða rétt að dæma Dani og einokunarverslunina út frá slíkum tilvikum. Auðvitað gekk á ýmsu í tæplega tveggja alda sögu einokunar. Og einkennilegt má telja ef ekkert mjöl hefði skemmst einhver ár allan þann tíma. Þá má og geta þess að einnig finnast dæmi þess að Íslendingar hafi selt Dönum rotinn og maltan fisk, einkum eftir votviðrasöm ár þar sem illa gekk að herða fiskinn. Til dæmis var tveimur kaupmönnum, Haagen og Windekilde, sagt upp störfum 1766 vegna þess að þeir höfðu ekki verið nægilega vandfýsnir við fisktökuna á Íslandi þannig að 2/3 hlutar farms þeirra var gerður afturreka í Hamborg.[4] Minna hefur verið fjallað um það í íslenskri sagnritun.

Nú er söguskoðunin breytt. Gjarnan er litið svo á að einokunarverslunin hafi hvorki verið góð né vond heldur „eðlileg og óhjákvæmileg ráðstöfun á sínum tíma“ og margt í framkvæmd hennar komið „sumum Íslendingum til góða“.[5] Einnig hefur það verið metið svo að það sé „vafasamt að einokunarverslunin hafi stöðvað hagþróun á Íslandi“ og „óvíst um áhrifin hefði hún verið frjáls“.[6]

Stutta svarið við spurninguni er þá: Já, það eru dæmi um að Danir hafi selt Íslendingum maðkað mjöl og fyrir það greiddu þeir skaðabætur. Það var hins vegar alls ekki regla í hinni tæplega tveggja alda sögu einokunarverslunar og ekki þykir lengur viðeigandi að fordæma einokunina á grundvelli þess.

Tilvísanir:
 1. ^ Sjá til dæmis Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun?, bls. 61–67, 153–159.
 2. ^ Einar Laxness, Íslandssaga I, bls. 112; Lýður Björnsson, „18. öldin“, bls. 141–142.
 3. ^ Einar Laxness, Íslandssaga I, bls. 112, 150; Lýður Björnsson, „18. öldin“, bls. 157.
 4. ^ Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, bls. 317.
 5. ^ Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir, Líftaug landsins, bls. 283
 6. ^ Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun?, bls. 234.

Heimildir:

 • Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands. Reykjavík 2018.
 • Einar Laxness, Íslandssaga I–III. Alfræði Vöku-Helgafells. Reykjavík 1995.
 • Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir, Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010. Fyrra bindi. Ritstj. Sumarliði R. Ísleifsson. Reykjavík 2017.
 • Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787. Reykjavík 1919.
 • Lýður Björnsson, „18. öldin.“ Saga Íslands VIII. Ritstj. Sigurður Líndal. Reykjavík 2006.

Myndir:

Höfundur

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir

MA í sagnfræði, verkefnastjóri heimildaútgáfu á Þjóðskjalasafni Íslands

Útgáfudagur

3.3.2022

Spyrjandi

Trausti Jónsson

Tilvísun

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. „Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2022. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83339.

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. (2022, 3. mars). Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83339

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. „Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2022. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83339>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?
Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var kennt um flest sem aflaga fór á Íslandi. Má þar nefna sem helsta fulltrúa þjóðernishugmynda sagnfræðinginn Jón J. Aðils og Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem kennd var í barnaskólum hér á landi allt fram á síðustu áratugi tuttugustu aldar. Þessi söguskoðun var við lýði langt fram eftir tuttugustu öld en er nú á miklu undanhaldi. Hún er ekki lengur talin gefa rétta mynd af einokunarversluninni og þýðingu hennar fyrir Ísland né öðru í samskiptum Dana og Íslendinga fyrr á öldum.[1]

Einokunarverslun Dana hófst á Íslandi 1602 og stóð í 185 ár eða til 1787. Tilgangurinn með stofnun hennar var að efla danska kaupmenn gegn Hansakaupmönnum í Hamborg sem fram að því höfðu haft bestu tökin á versluninni við Ísland. Í einokuninni fólst að kaupmenn tiltekinna borga eða tiltekin verslunarfélög fengu einkaleyfi til verslunar á Íslandi í ákveðinn tíma og var sá háttur hafður á að konungur lét bjóða verslunina upp gegn árlegu gjaldi. Einkum hafa það verið Hörmangaragildið (d. Hørkræmmerlaget) og Almenna verslunarfélagið (d. Det Almindelige Handelskompagni) sem hafa fengið slæm eftirmæli í íslenskri sagnritun. En er það af því að þau seldu Íslendingum maðkað mjöl eða hvað?

Þegar sagt er að Danir hafi selt Íslendingum maðkað mjöl er í raun verið að vísa til eins tiltekins atburðar sem átti sér stað í tíð Almenna verslunarfélagsins árið 1768. Á teikningunni sést þegar verið er að setja upp styttu af Friðriki V. Danakonunungi í Amalíuborg árið 1768.

Hörmangarar fengu verslunina á Íslandi 1743. Það er einkum þrennt sem talið er hafa valdið deilum milli þeirra og Íslendinga. Árekstrar við Innréttingarnar hf. en þeir töldu starfsemi þeirra að nokkru leyti brot á einkaleyfi sínu. Ónóg sigling til Íslands en Hörmangarar vanræktu siglingu til þeirra hafna sem ekki þóttu gróðavænlegar enda óvanir úthafssiglingum, þeir höfðu áður verið smásölukaupmenn í Kaupmannahöfn. Helsti ásteytingarsteinninn mun þó hafa verið ónógur innflutningur á matvöru og öðrum nauðsynjum í harðindunum á sjötta áratug 18. aldar. Undan þessu kvörtuðu Íslendingar við stjórnvöld í Kaupmannahöfn og var Hörmangarafélagið í kjölfarið tekið til skoðunar sem leiddi til þess að þeir þurftu að afsala sér einkaleyfinu 1758. Þeir voru þannig aldrei beinlínis sakaðir um að hafa selt skemmt mjöl á Íslandi heldur voru þeir ekki með nóg framboð á mjöli og öðrum nauðsynjavörum.[2]

Þegar sagt er að Danir hafi selt Íslendingum maðkað mjöl er í raun verið að vísa til eins tiltekins atburðar sem átti sér stað í tíð Almenna verslunarfélagsins en það tók við versluninni 1764. Gekk á ýmsu í samskiptum þess og Íslendinga líkt og hjá Hörmöngurum. Þegar skip komu í höfn á vorin fór fram vöruskoðun undir umsjá sýslumanns og skemmdum vörum hent frá eða þær lækkaðar í verði. Olli þessi vöruskoðun iðulega deilum milli kaupmanna og Íslendinga. Kornuppskera ársins 1767 skemmdist mikið vegna votviðra. Þrátt fyrir bann yfirvalda sigldi verslunarfélagið með mjölið til Íslands vorið eftir og hafði til sölu þar. Var það hálfgert neyðarúrræði þar sem annað mjöl var ekki að fá. Mjöl er viðkvæm vara, sérstaklega fyrir maðki ef það er raki í því. Við vöruskoðun á Íslandi var hluta af mjölinu strax kastað í sjó, sem víðfrægt er, þar sem það taldist aldeilis óhæft til sölu. Kvartanir voru sendar til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. Félagið taldist hafa brotið einokunarskilmálann og var dæmt til að greiða 4400 ríkisdali í skaðabætur. Upphæðin rann í sérstakan sjóð sem stofnaður var með konungsúrskurði 13. apríl 1773 og nefndur var Mjölbótasjóður. Árið 1844 nam upphæð sjóðsins 7500 ríkisdölum og var þá ákveðið að honum skyldi varið til nýrrar skólabyggingar á Íslandi. Á grundvelli þess reis núverandi bygging Menntaskólans í Reykjavík en lokið var við smíði hans 1846.[3]

Svonefndur Mjölbótasjóður var stofnaður 1773. Í hann runnu skaðabætur ef kaupmenn brutu einokunarskilmálann. Árið 1844 nam upphæð sjóðsins 7500 ríkisdölum og var þá ákveðið að honum skyldi varið til nýrrar skólabyggingar á Íslandi. Á grundvelli þess reis núverandi bygging Menntaskólans í Reykjavík en lokið var við smíði hans 1846. Myndin er frá upphafi 20. aldar.

Vafalaust má finna fleiri dæmi um að skemmt mjöl hafi verið sent til Íslands, sennilega þó aldrei í viðlíka magni og þetta tiltekna ár 1768. Ekki er sanngjarnt eða rétt að dæma Dani og einokunarverslunina út frá slíkum tilvikum. Auðvitað gekk á ýmsu í tæplega tveggja alda sögu einokunar. Og einkennilegt má telja ef ekkert mjöl hefði skemmst einhver ár allan þann tíma. Þá má og geta þess að einnig finnast dæmi þess að Íslendingar hafi selt Dönum rotinn og maltan fisk, einkum eftir votviðrasöm ár þar sem illa gekk að herða fiskinn. Til dæmis var tveimur kaupmönnum, Haagen og Windekilde, sagt upp störfum 1766 vegna þess að þeir höfðu ekki verið nægilega vandfýsnir við fisktökuna á Íslandi þannig að 2/3 hlutar farms þeirra var gerður afturreka í Hamborg.[4] Minna hefur verið fjallað um það í íslenskri sagnritun.

Nú er söguskoðunin breytt. Gjarnan er litið svo á að einokunarverslunin hafi hvorki verið góð né vond heldur „eðlileg og óhjákvæmileg ráðstöfun á sínum tíma“ og margt í framkvæmd hennar komið „sumum Íslendingum til góða“.[5] Einnig hefur það verið metið svo að það sé „vafasamt að einokunarverslunin hafi stöðvað hagþróun á Íslandi“ og „óvíst um áhrifin hefði hún verið frjáls“.[6]

Stutta svarið við spurninguni er þá: Já, það eru dæmi um að Danir hafi selt Íslendingum maðkað mjöl og fyrir það greiddu þeir skaðabætur. Það var hins vegar alls ekki regla í hinni tæplega tveggja alda sögu einokunarverslunar og ekki þykir lengur viðeigandi að fordæma einokunina á grundvelli þess.

Tilvísanir:
 1. ^ Sjá til dæmis Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun?, bls. 61–67, 153–159.
 2. ^ Einar Laxness, Íslandssaga I, bls. 112; Lýður Björnsson, „18. öldin“, bls. 141–142.
 3. ^ Einar Laxness, Íslandssaga I, bls. 112, 150; Lýður Björnsson, „18. öldin“, bls. 157.
 4. ^ Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, bls. 317.
 5. ^ Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir, Líftaug landsins, bls. 283
 6. ^ Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun?, bls. 234.

Heimildir:

 • Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands. Reykjavík 2018.
 • Einar Laxness, Íslandssaga I–III. Alfræði Vöku-Helgafells. Reykjavík 1995.
 • Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir, Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900–2010. Fyrra bindi. Ritstj. Sumarliði R. Ísleifsson. Reykjavík 2017.
 • Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602–1787. Reykjavík 1919.
 • Lýður Björnsson, „18. öldin.“ Saga Íslands VIII. Ritstj. Sigurður Líndal. Reykjavík 2006.

Myndir:...