Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin var:
Hvaðan koma sagógrjón og hvernig urðu þau hluti af íslenskri matarmenningu?

Sagógrjón eru litlar hvítleitar kúlur sem unnar eru úr ýmsum pálmategundum, sér í lagi úr sagópálmunum Metroxylon sagu og M. rumphii. Sagópálmar eiga rætur að rekja til Indónesíu og vaxa aðallega á fenjasvæðum í Suðaustur-Asíu.

Sagópálmar ná fullri stærð á um 15 árum. Sé ætlunin að nýta þá til manneldis eru þeir felldir fullvaxnir, rétt áður en þeir blómstra. Þá hafa þeir safnað í stofninn miklum forða af sterkju, en sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst meðal annars í kornmeti, grænmeti og ávöxtum. Stofninn á pálmunum er klofinn í tvennt og mergurinn skafinn úr honum og því næst malaður, margþveginn og síaður þangað til eftir situr aðeins hrein sterkjan. Úr einum bol af sagópálma geta fengist um 400 kg af sterkju.

Sagópálmaskógur á eyjunni Jövu.

Í Suðaustur-Asíu og víðar á hitabeltissvæðum er sagó borðað sem þykkt, litlaust mauk. Iðulega eru settir ávextir eða annað í sagóið til að bragðbæta það. Brauð er einnig bakað úr sagó og haft til dæmis með nýveiddum fiski. Sagó sem flutt er til Vesturlanda er hins vegar blandað með vatni og hnoðað í gegnum sigti sem geta verið af ýmsum stærðum. Þá verða til sagógrjón. Á Vesturlöndum eru sagógrjón aðallega notuð til að þykkja súpur eða sósur en einnig í svonefnda sagógrjónagrauta eða sagógrjónasúpur. Slíkir grautar voru vinsælir fyrr á tíð.

Sagógrjón voru fyrst flutt til Vesturlanda í byrjun 18. aldar og þóttu þá mesta ljúfmeti. Íslendingar kynntust þeim fyrst líklega um eða eftir eftir miðja 18. öld. Árið 1784 voru sagógrjón flutt til sjö hafna á landinu: Vestmannaeyja, Hafnarfjarðar, Stapa, Grundarfjarðar, Flateyjar, Patreksfjarðar og Eyjafjarðar. Á þessum tíma voru sagógrjón munaðarvara, þau voru til að mynda átta sinnum dýrari en hveiti sem var þó alls enginn almúgamatur.[1]

Uppskrift af hvítri sagógrjónasúpu í 2. útgáfu af Kvennafræðaranum frá 1891.

Á 18. öld lifðu flestir Íslendingar á mjólkurafurðum, kjöti og fiski, hefðbundnum mat sem hér hafði þekkst um aldir. Embættismannastéttin sóttist hins vegar eftir þeim mat og varningi sem tíðkaðist hjá betri borgurum Kaupmannahafnar. Nýjar innfluttar vörur frá fjarlægum heimsálfum breyttu mörgu í matarmenningu Evrópubúa á þessum tíma. Sagógrjónin voru ein þessara nýjunga.

Þegar vel átti að gera við útlendinga í mat og drykk á fyrri hluta 19. aldar þótti við hæfi að bjóða upp á sagógrjónagrauta. Jörundur hundadagakonungur kom til Íslands árið 1809 og þá var haldin veisla í Viðey honum til heiðurs. Í forrétt var boðið upp á þykka sagógrjónasúpu með rauðvíni og rúsínum. Ári síðar var Skotanum Sir George Steuart Mackenzie einnig boðið í veislu í Viðey. Í forrétt var sagógrautur og eftirrétturinn var sagóbúðingur á floti í hnausþykkum rjóma.[2]

Unnið að sagógrjónagerð.

Í sagógrjónum eru nær eingöngu kolvetni, eða um 85%. Stærstu sagópálmaskógarnir finnast á eyjunni Seram sem tilheyrir Indónesíu en Borneó er einn stærsti innflytjandi sagógrjóna til Vesturlanda. Sagó finnst ekki aðeins í hinum eiginlegu sagópálmum heldur einnig í öðrum pálmategundum á Indónesíu, til að mynda í Arenga pinnata, Caryota urens og Corypha umbraculifera. Sagó er einnig hægt að vinna úr að minnsta kosti tveimur suður-amerískum pálmum: Mauritia flexuosa og Guilielma gasipaes.

Tilvísanir:
  1. ^ Saga, 50. árgangur 2012, 2. tölublað - Timarit.is. (Sótt 8.01.2019).
  2. ^ Morgunblaðið, 03.09.1989 - Timarit.is. (Sótt 9.01.2019).

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.1.2019

Spyrjandi

Sara Björk Sigurðardóttir, Guðmundur Ingi Einarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2019, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76543.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2019, 16. janúar). Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76543

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2019. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?
Upprunalega spurningin var:

Hvaðan koma sagógrjón og hvernig urðu þau hluti af íslenskri matarmenningu?

Sagógrjón eru litlar hvítleitar kúlur sem unnar eru úr ýmsum pálmategundum, sér í lagi úr sagópálmunum Metroxylon sagu og M. rumphii. Sagópálmar eiga rætur að rekja til Indónesíu og vaxa aðallega á fenjasvæðum í Suðaustur-Asíu.

Sagópálmar ná fullri stærð á um 15 árum. Sé ætlunin að nýta þá til manneldis eru þeir felldir fullvaxnir, rétt áður en þeir blómstra. Þá hafa þeir safnað í stofninn miklum forða af sterkju, en sterkja er svonefnd fjölsykra sem finnst meðal annars í kornmeti, grænmeti og ávöxtum. Stofninn á pálmunum er klofinn í tvennt og mergurinn skafinn úr honum og því næst malaður, margþveginn og síaður þangað til eftir situr aðeins hrein sterkjan. Úr einum bol af sagópálma geta fengist um 400 kg af sterkju.

Sagópálmaskógur á eyjunni Jövu.

Í Suðaustur-Asíu og víðar á hitabeltissvæðum er sagó borðað sem þykkt, litlaust mauk. Iðulega eru settir ávextir eða annað í sagóið til að bragðbæta það. Brauð er einnig bakað úr sagó og haft til dæmis með nýveiddum fiski. Sagó sem flutt er til Vesturlanda er hins vegar blandað með vatni og hnoðað í gegnum sigti sem geta verið af ýmsum stærðum. Þá verða til sagógrjón. Á Vesturlöndum eru sagógrjón aðallega notuð til að þykkja súpur eða sósur en einnig í svonefnda sagógrjónagrauta eða sagógrjónasúpur. Slíkir grautar voru vinsælir fyrr á tíð.

Sagógrjón voru fyrst flutt til Vesturlanda í byrjun 18. aldar og þóttu þá mesta ljúfmeti. Íslendingar kynntust þeim fyrst líklega um eða eftir eftir miðja 18. öld. Árið 1784 voru sagógrjón flutt til sjö hafna á landinu: Vestmannaeyja, Hafnarfjarðar, Stapa, Grundarfjarðar, Flateyjar, Patreksfjarðar og Eyjafjarðar. Á þessum tíma voru sagógrjón munaðarvara, þau voru til að mynda átta sinnum dýrari en hveiti sem var þó alls enginn almúgamatur.[1]

Uppskrift af hvítri sagógrjónasúpu í 2. útgáfu af Kvennafræðaranum frá 1891.

Á 18. öld lifðu flestir Íslendingar á mjólkurafurðum, kjöti og fiski, hefðbundnum mat sem hér hafði þekkst um aldir. Embættismannastéttin sóttist hins vegar eftir þeim mat og varningi sem tíðkaðist hjá betri borgurum Kaupmannahafnar. Nýjar innfluttar vörur frá fjarlægum heimsálfum breyttu mörgu í matarmenningu Evrópubúa á þessum tíma. Sagógrjónin voru ein þessara nýjunga.

Þegar vel átti að gera við útlendinga í mat og drykk á fyrri hluta 19. aldar þótti við hæfi að bjóða upp á sagógrjónagrauta. Jörundur hundadagakonungur kom til Íslands árið 1809 og þá var haldin veisla í Viðey honum til heiðurs. Í forrétt var boðið upp á þykka sagógrjónasúpu með rauðvíni og rúsínum. Ári síðar var Skotanum Sir George Steuart Mackenzie einnig boðið í veislu í Viðey. Í forrétt var sagógrautur og eftirrétturinn var sagóbúðingur á floti í hnausþykkum rjóma.[2]

Unnið að sagógrjónagerð.

Í sagógrjónum eru nær eingöngu kolvetni, eða um 85%. Stærstu sagópálmaskógarnir finnast á eyjunni Seram sem tilheyrir Indónesíu en Borneó er einn stærsti innflytjandi sagógrjóna til Vesturlanda. Sagó finnst ekki aðeins í hinum eiginlegu sagópálmum heldur einnig í öðrum pálmategundum á Indónesíu, til að mynda í Arenga pinnata, Caryota urens og Corypha umbraculifera. Sagó er einnig hægt að vinna úr að minnsta kosti tveimur suður-amerískum pálmum: Mauritia flexuosa og Guilielma gasipaes.

Tilvísanir:
  1. ^ Saga, 50. árgangur 2012, 2. tölublað - Timarit.is. (Sótt 8.01.2019).
  2. ^ Morgunblaðið, 03.09.1989 - Timarit.is. (Sótt 9.01.2019).

Heimildir:

Myndir:

...