Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna?

Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi notað sem viðurnefndi, til dæmis Skegg-Þórir í Egils sögu og Skegg-Bjálfi í Gísla sögu. Fritzner hefur einnig samsetningarnar eyjarskeggi, Götuskeggi og Mostrarskeggi. Í Færeyinga sögu stendur (ÍF MMVI: 80)

Sigmundr ok þeir váru uppi á eyjunni; sá þeir þá at menn gengu upp á eyna ok þar blikuðu við skildir fagrir. Þeir höfðu töl á, ok váru tólf menn komnir upp á eyna. Sigmundr spurði hvat mönnum þat mundi vera. Þórir kvezk kenna at þar váru Götuskeggjar, Þrándr ok þeir frændr hans. (Stafsetningu lítillega breytt)

Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Myndin kemur úr enskri bók sem gefin var út 1919 og á að sýna komu norrænna manna til Nýja heimsins.

Þrándur bjó í bænum Götu á Austurey. Þarna tel ég eðlilegast að -skeggi merki ‘maður’, það er mennirnir frá Götu. Þórólfur Mostrarskegg er nefndur í Eyrbyggju (ÍF 1935:6). Útgefendur taka af öll tvímæli og skýra viðurnefnið svo í neðanmálsgrein: ,,Viðurnefni hans er Mostrarskeggi hjá Ara [fróða] og í Gull-Þóris s., og er það réttara; það þýðir Mostrarbúi.“

Mostur er eyja við Noreg. Eyjarskeggi ætti samkvæmt þessu að vísa til þeirra sem búa á eyju.

Heimildir:

  • ÍF 1935. Eyrbyggja saga, Grænlendinga saga.
  • ÍF 2006. Færeyinga saga. Ólafs saga Tryggvasonar eptir Odd munk Snorrason. Ólafur Halldórsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag. XXV bindi. Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. Tredie Bind, R–Ö. Den norske Forlagsforening: Kristiania.

Mynd:

Útgáfudagur

12.11.2018

Spyrjandi

Magnús Hallbjörnsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2018. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=57645.

Guðrún Kvaran. (2018, 12. nóvember). Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57645

Guðrún Kvaran. „Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2018. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57645>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.