Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins?

EDS

Bandaríski jólasveinninn Santa Claus er yfirleitt talinn eiga heimkynni sín norðarlega á hnettinum, þrátt fyrir að draga nafn sitt af heilögum Nikulási sem var biskup í Litlu-Asíu. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til? Líklegt er að hreindýr hafi orðið fyrir valinu sem dráttardýr jólasveinsins vegna norðlægrar búsetu sinnar, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?

Hreindýra jólasveinsins er líklega fyrst getið á prenti árið 1823, en þá birtist í bandarísku blaði kvæðið „Account of a Visit from St. Nicholas” sem reyndar er betur þekkt undir upphafsorðum sínum, „’Twas the night before Christmas”. Kvæðið náði fljótt miklum vinsældum og er lestur þess hluti af jólahaldi margra Bandaríkjamanna enn þann dag í dag. Kvæðið hefur haft töluverð áhrif á hugmyndir manna um jólasveininn, útlit hans, hegðun og ferðamáta.Kvæði um jólasveininn frá 1823 hefur mótað mjög hugmyndir um sveinka í Ameríku. Þessi mynd fylgdi kvæðinu í útgáfu frá árinu 1862.

Í kvæðinu ferðast jólasveinninn um á sleða sem dreginn er af átta hreindýrum og síðan hefur þessi ferðamáti verið nátengdur jólasveininum, alla vega þeim ameríska. Hér fyrir neðan má lesa þann hluta kvæðisins sem um þetta fjallar:

The moon on the breast of the new-fallen snow

Gave the lustre of mid-day to objects below,

When, what to my wondering eyes should appear,

But a minature sleigh, and eight tiny rein-deer,

With a little old driver, so lively and quick,

I knew in a moment it must be St. Nick.

More rapid than eagles his coursers they came,

And he whistled, and shouted, and call'd them by name:

"Now! Dasher, now! Dancer, now! Prancer and Vixen,

"On! Comet, on! Cupid, on! Donder and Blitzen;

Þarna eru hreindýr jólasveinsins nafngreind en frægasta hreindýrið sem honum tengist, Rúdolf með rauða nefið, er ekki þar á meðal. Rúdolf kom nefnilega ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld eftir að áðurnefnt kvæði um jólasveininn kom fyrst út. Hann birtist fyrst í jólasögu árið 1939 sem samin var og dreift fyrir verslunarkeðju í Bandaríkjunum og naut sagan strax mikilla vinsælda. Tíu árum síðar var samið lag um Rúdolf og er það eitt af vinsælustu jólalögum heims.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaðan kom sú hefð að hreindýr dragi sleða jólasveinsins?

Höfundur

Útgáfudagur

6.12.2010

Spyrjandi

Gunnar Egill Ágústsson, f. 1992,
Torfi Friðrik Elíasson, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2010. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57766.

EDS. (2010, 6. desember). Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57766

EDS. „Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2010. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57766>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna draga hreindýr sleða jólasveinsins?
Bandaríski jólasveinninn Santa Claus er yfirleitt talinn eiga heimkynni sín norðarlega á hnettinum, þrátt fyrir að draga nafn sitt af heilögum Nikulási sem var biskup í Litlu-Asíu. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til? Líklegt er að hreindýr hafi orðið fyrir valinu sem dráttardýr jólasveinsins vegna norðlægrar búsetu sinnar, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?

Hreindýra jólasveinsins er líklega fyrst getið á prenti árið 1823, en þá birtist í bandarísku blaði kvæðið „Account of a Visit from St. Nicholas” sem reyndar er betur þekkt undir upphafsorðum sínum, „’Twas the night before Christmas”. Kvæðið náði fljótt miklum vinsældum og er lestur þess hluti af jólahaldi margra Bandaríkjamanna enn þann dag í dag. Kvæðið hefur haft töluverð áhrif á hugmyndir manna um jólasveininn, útlit hans, hegðun og ferðamáta.Kvæði um jólasveininn frá 1823 hefur mótað mjög hugmyndir um sveinka í Ameríku. Þessi mynd fylgdi kvæðinu í útgáfu frá árinu 1862.

Í kvæðinu ferðast jólasveinninn um á sleða sem dreginn er af átta hreindýrum og síðan hefur þessi ferðamáti verið nátengdur jólasveininum, alla vega þeim ameríska. Hér fyrir neðan má lesa þann hluta kvæðisins sem um þetta fjallar:

The moon on the breast of the new-fallen snow

Gave the lustre of mid-day to objects below,

When, what to my wondering eyes should appear,

But a minature sleigh, and eight tiny rein-deer,

With a little old driver, so lively and quick,

I knew in a moment it must be St. Nick.

More rapid than eagles his coursers they came,

And he whistled, and shouted, and call'd them by name:

"Now! Dasher, now! Dancer, now! Prancer and Vixen,

"On! Comet, on! Cupid, on! Donder and Blitzen;

Þarna eru hreindýr jólasveinsins nafngreind en frægasta hreindýrið sem honum tengist, Rúdolf með rauða nefið, er ekki þar á meðal. Rúdolf kom nefnilega ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld eftir að áðurnefnt kvæði um jólasveininn kom fyrst út. Hann birtist fyrst í jólasögu árið 1939 sem samin var og dreift fyrir verslunarkeðju í Bandaríkjunum og naut sagan strax mikilla vinsælda. Tíu árum síðar var samið lag um Rúdolf og er það eitt af vinsælustu jólalögum heims.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaðan kom sú hefð að hreindýr dragi sleða jólasveinsins?...