Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þjóðinni) skipt í tvo hluta þannig að jafn margir einstaklingar eru fyrir ofan miðgildið (eldri en miðaldursgildið) og fyrir neðan það (yngri en miðaldursgildið).

Eins og svo oft þegar fjallað er um lýðfræði eru tölurnar sem eru notaðar áætlaðar en ekki endanlegur sannleikur. Af þeim sökum ber heimildum ekki nákvæmlega saman þar sem forsendurnar sem gengið er út frá geta verið mismunandi. Hér verður stuðst við upplýsingar úr The World Factbook frekar en af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að hjá Sameinuðu þjóðunum eru ekki gefnar upplýsingar um miðaldur hjá þjóðum sem eru fámennari en 100.000, en nokkrar þeirra eru í hópi þjóða sem eru með hvað hæstan miðaldur.

Þjóðir með lægsta miðaldurinn eru:

LandMiðaldur (ár)
Úganda15,0
Austur-Kongó15,8
Tsjad16,0
Saó Tóme og Prinsípe16,1
Malaví16,3
Níger16,3
Malí16,4
Jemen16,5
Sambía16,5
Benín16,6
Búrúndí16,6
Búrkína Fasó16,8

Samkvæmt þessari töflu er um helmingur íbúa í Úganda yngri en 15 ára og í öllum löndunum er rúmur helmingur íbúanna yngri en 17 ára. Það kemur kannski ekki á óvart að öll löndin á listanum, að Jemen undanskildu, eru í Afríku, en eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? er hlutfall barna í Afríku hærra en í nokkurri annarri heimsálfu.Í Úganda er um helmingur íbúanna yngri en 15 ára.

Í áðurnefndu svari um hlutfall barna og fullorðinna í Afríku kemur einnig fram að Evrópa er sú heimsálfa þar sem hlutfall barna er lægst. Listinn yfir lönd með hæsta miðaldurinn er alveg í samræmi við það, þar sem öll þau lönd þar sem helmingur þjóðarinnar eldri en 40 ára eru í Evrópu, að Japan undanskildu. Þessi lönd eru:

LandMiðaldur (ár)
Mónakó45,3
Japan42,6
Þýskaland42,2
Ítalía41,8
Finnland41,0
Búlgaría40,7
Belgía40,6
Svíþjóð40,6
Grikkland40,5
Austurríki40,4
Andorra40,3
San Marínó40,3

Benda má á að þrjú landanna á þessum lista teljast til smáríkja Evrópu: Mónakó, Andorra og San Marínó. Reyndar vantar smæsta og fámennasta ríki Evrópu, Páfagarð, á þennan lista en gera má ráð fyrir að þar sé miðaldurinn hæstur þar sem mjög lítið er um börn í Vatíkaninu eins og komið er inn á í svari sama höfundar við spurningunni Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki? Hins vegar eru ekki upplýsingar um aldursdreifingu í Páfagarði með öðrum lýðfræðiupplýsingum, hvorki í World Factbook né á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um miðaldurinn.

Mynd: IRINnews.org

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.4.2006

Spyrjandi

Kristján Már Ólafs, f. 1993

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5792.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 5. apríl). Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5792

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5792>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?
Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þjóðinni) skipt í tvo hluta þannig að jafn margir einstaklingar eru fyrir ofan miðgildið (eldri en miðaldursgildið) og fyrir neðan það (yngri en miðaldursgildið).

Eins og svo oft þegar fjallað er um lýðfræði eru tölurnar sem eru notaðar áætlaðar en ekki endanlegur sannleikur. Af þeim sökum ber heimildum ekki nákvæmlega saman þar sem forsendurnar sem gengið er út frá geta verið mismunandi. Hér verður stuðst við upplýsingar úr The World Factbook frekar en af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að hjá Sameinuðu þjóðunum eru ekki gefnar upplýsingar um miðaldur hjá þjóðum sem eru fámennari en 100.000, en nokkrar þeirra eru í hópi þjóða sem eru með hvað hæstan miðaldur.

Þjóðir með lægsta miðaldurinn eru:

LandMiðaldur (ár)
Úganda15,0
Austur-Kongó15,8
Tsjad16,0
Saó Tóme og Prinsípe16,1
Malaví16,3
Níger16,3
Malí16,4
Jemen16,5
Sambía16,5
Benín16,6
Búrúndí16,6
Búrkína Fasó16,8

Samkvæmt þessari töflu er um helmingur íbúa í Úganda yngri en 15 ára og í öllum löndunum er rúmur helmingur íbúanna yngri en 17 ára. Það kemur kannski ekki á óvart að öll löndin á listanum, að Jemen undanskildu, eru í Afríku, en eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? er hlutfall barna í Afríku hærra en í nokkurri annarri heimsálfu.Í Úganda er um helmingur íbúanna yngri en 15 ára.

Í áðurnefndu svari um hlutfall barna og fullorðinna í Afríku kemur einnig fram að Evrópa er sú heimsálfa þar sem hlutfall barna er lægst. Listinn yfir lönd með hæsta miðaldurinn er alveg í samræmi við það, þar sem öll þau lönd þar sem helmingur þjóðarinnar eldri en 40 ára eru í Evrópu, að Japan undanskildu. Þessi lönd eru:

LandMiðaldur (ár)
Mónakó45,3
Japan42,6
Þýskaland42,2
Ítalía41,8
Finnland41,0
Búlgaría40,7
Belgía40,6
Svíþjóð40,6
Grikkland40,5
Austurríki40,4
Andorra40,3
San Marínó40,3

Benda má á að þrjú landanna á þessum lista teljast til smáríkja Evrópu: Mónakó, Andorra og San Marínó. Reyndar vantar smæsta og fámennasta ríki Evrópu, Páfagarð, á þennan lista en gera má ráð fyrir að þar sé miðaldurinn hæstur þar sem mjög lítið er um börn í Vatíkaninu eins og komið er inn á í svari sama höfundar við spurningunni Hvort er Mónakó eða Vatíkanið minna ríki? Hins vegar eru ekki upplýsingar um aldursdreifingu í Páfagarði með öðrum lýðfræðiupplýsingum, hvorki í World Factbook né á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um miðaldurinn.

Mynd: IRINnews.org...