Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 17:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:16 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 17:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:47 • Síðdegis: 24:04 í Reykjavík

Af hverju eru sumir örvhentir?

JGÞ

Kannanir virðast benda til þess að hlutfall örvhentra sé um 10%. Erfðir hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða örvhent. Ef báðir foreldar eru örvhentir eru rúmlega 25% líkur á að barn þeirra verði örvhent en aðeins 9,5% ef foreldrarnir eru báðir rétthentir.

Ekki er vitað hvaða gen veldur því að fólk verður örvhent og ekki er heldur víst að um eitt gen sé að ræða. Einnig er ljóst að það eru ekki aðeins erfðirnar sem ráða því hvort við erum örvhent eða rétthent. Eineggja tvíburar sem hafa nákvæmlega sömu gen beita ekki endilega sömu hendinni.

Hægt er að lesa meira um örvhenta og rétthenta í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? en þetta svar byggir á því.

Einnig bendum við á svar við spurningunni Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Örn Ingi Bergsson, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru sumir örvhentir?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006. Sótt 19. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=5797.

JGÞ. (2006, 6. apríl). Af hverju eru sumir örvhentir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5797

JGÞ. „Af hverju eru sumir örvhentir?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 19. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5797>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sumir örvhentir?
Kannanir virðast benda til þess að hlutfall örvhentra sé um 10%. Erfðir hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða örvhent. Ef báðir foreldar eru örvhentir eru rúmlega 25% líkur á að barn þeirra verði örvhent en aðeins 9,5% ef foreldrarnir eru báðir rétthentir.

Ekki er vitað hvaða gen veldur því að fólk verður örvhent og ekki er heldur víst að um eitt gen sé að ræða. Einnig er ljóst að það eru ekki aðeins erfðirnar sem ráða því hvort við erum örvhent eða rétthent. Eineggja tvíburar sem hafa nákvæmlega sömu gen beita ekki endilega sömu hendinni.

Hægt er að lesa meira um örvhenta og rétthenta í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? en þetta svar byggir á því.

Einnig bendum við á svar við spurningunni Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?...