Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Elsta heimild um málsháttinn fall er fararheill, sem mér er kunnugt um, er úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, nánar tiltekið úr Haralds sögu Sigurðarsonar. Í 90. kafla sögunnar segir (stafsetningu breytt):
Haraldur konungur Guðinason var þar kominn með her óvígan, bæði riddara og fótgangandi menn. Haraldur konungur Sigurðarson reið um þá fylking sína og skynjaði, hvernig fylkt var. Hann sat á svörtum hesti, blesóttum. Hesturinn féll undir honum og konungur af fram. Stóð hann upp skjótt og mælti: „Fall er fararheill!“
Merking sú sem Haraldur lagði í orð sín er að fall hans af hestinum væri fyrirboði þess að ferðin yrði honum til góðs. Orðið fararheill er notað um heillaríkt ferðalag. Fall er fararheill er gjarnan notað nú um óhapp sem verður í upphafi ferðar (eða jafnvel verks), jafnvel án þess að viðkomandi hrasi eða detti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Snorri Sturluson. Heimskringla III. Bjarni Aðalbjarnarson gaf út. Bls. 186. Reykjavík 1951.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.1.2011

Spyrjandi

Ósk Hákonsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2011, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57994.

Guðrún Kvaran. (2011, 17. janúar). Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57994

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2011. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57994>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann?
Elsta heimild um málsháttinn fall er fararheill, sem mér er kunnugt um, er úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, nánar tiltekið úr Haralds sögu Sigurðarsonar. Í 90. kafla sögunnar segir (stafsetningu breytt):

Haraldur konungur Guðinason var þar kominn með her óvígan, bæði riddara og fótgangandi menn. Haraldur konungur Sigurðarson reið um þá fylking sína og skynjaði, hvernig fylkt var. Hann sat á svörtum hesti, blesóttum. Hesturinn féll undir honum og konungur af fram. Stóð hann upp skjótt og mælti: „Fall er fararheill!“
Merking sú sem Haraldur lagði í orð sín er að fall hans af hestinum væri fyrirboði þess að ferðin yrði honum til góðs. Orðið fararheill er notað um heillaríkt ferðalag. Fall er fararheill er gjarnan notað nú um óhapp sem verður í upphafi ferðar (eða jafnvel verks), jafnvel án þess að viðkomandi hrasi eða detti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Snorri Sturluson. Heimskringla III. Bjarni Aðalbjarnarson gaf út. Bls. 186. Reykjavík 1951.

Mynd:...