Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?

Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartakveisu’ en hins vegar, og er sú merking algengari, að ‛verða óttasleginn, bregða illa, verða mikið um’. Óvíst er hvernig orðasambandið er til orðið en hland er þarna notað í niðrandi merkingu. Bæði er þetta notað af einstaklingi um hann sjálfan í háðungarskyni: „Ég fékk algjörlega hland fyrir hjartað þegar bíllinn fór að renna í hálkunni“, og um einhvern annan: „Hann fær alltaf hland fyrir hjartað þegar hann mætir geltandi hundi.“ Ekki er að sjá að fyrirmyndin sé erlend.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd:

Útgáfudagur

22.3.2011

Spyrjandi

Erla Durr

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2011. Sótt 19. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=58564.

Guðrún Kvaran. (2011, 22. mars). Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58564

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2011. Vefsíða. 19. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58564>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hermann Þórisson

1952

Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun og jafnvægi og kannað eiginleika þeirra.