Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað nefnist húðsepi sá sem er undir kverk hanans?

Jón Már Halldórsson

Húðsepinn sem finnst meðal annars á hönum nefnist á íslensku hálssepi (e. wattle). Slíkir hálssepar finnast víðar í dýraríkinu. Meðal annars hjá ýmsum tegundum fugla eins og gömmum, kalkúnum, áströlskum vörtukrákum (Anthochaera spp.) og nýsjálenskum vörtukrákum (Callaeidae). Hjá spendýrum þekkjast slíkir separ hjá ýmsum ræktunarafbrigðum geitfjár og svína.

En hvaða tilgangi þjóna þessir hálssepar? Við fyrstu sýn virðast þeir vera tilgangslausir. En svo virðist sem svonefnt kynjað val spili hér stórt hlutverk líkt og á við um til dæmis horn hjartardýra og stélfjaðrir páfugla. Glæsilegur hálssepi er til marks um hæfni þeirra og „karlmennsku“ og hann eykur líkur þeirra á að fá hænur til fylgilags við sig.

Kynjað val er afar algengt meðal dýra. Það leiðir til kynbundinnar tvíbreytni (e. sexual dimorphism) eins og við sjáum meðal hænsnfugla og ótal annarra dýrategunda. Til dæmis eru karlljón stærri og með makka og stokkandarsteggurinn með glæsilegt grængljáandi fiður á höfði og hálsi, auk þess að vera ljósari en kollann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2011

Spyrjandi

Ásmundur K. Örnólfsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað nefnist húðsepi sá sem er undir kverk hanans?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2011, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58700.

Jón Már Halldórsson. (2011, 3. mars). Hvað nefnist húðsepi sá sem er undir kverk hanans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58700

Jón Már Halldórsson. „Hvað nefnist húðsepi sá sem er undir kverk hanans?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2011. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58700>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað nefnist húðsepi sá sem er undir kverk hanans?
Húðsepinn sem finnst meðal annars á hönum nefnist á íslensku hálssepi (e. wattle). Slíkir hálssepar finnast víðar í dýraríkinu. Meðal annars hjá ýmsum tegundum fugla eins og gömmum, kalkúnum, áströlskum vörtukrákum (Anthochaera spp.) og nýsjálenskum vörtukrákum (Callaeidae). Hjá spendýrum þekkjast slíkir separ hjá ýmsum ræktunarafbrigðum geitfjár og svína.

En hvaða tilgangi þjóna þessir hálssepar? Við fyrstu sýn virðast þeir vera tilgangslausir. En svo virðist sem svonefnt kynjað val spili hér stórt hlutverk líkt og á við um til dæmis horn hjartardýra og stélfjaðrir páfugla. Glæsilegur hálssepi er til marks um hæfni þeirra og „karlmennsku“ og hann eykur líkur þeirra á að fá hænur til fylgilags við sig.

Kynjað val er afar algengt meðal dýra. Það leiðir til kynbundinnar tvíbreytni (e. sexual dimorphism) eins og við sjáum meðal hænsnfugla og ótal annarra dýrategunda. Til dæmis eru karlljón stærri og með makka og stokkandarsteggurinn með glæsilegt grængljáandi fiður á höfði og hálsi, auk þess að vera ljósari en kollann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...