Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?

EDS

Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera karldýrið glæsilegra í augum kvendýrsins.

Karlljón eru einu kattardýrin sem hafa makka eða fax. Makkinn fer að vaxa þegar ljónin eru 1-2 ára gömul og tekur um 5-7 ár að ná fullri stærð. Litur, lengd og þykkt makkans eru breytileg á milli dýra. Venjulega er makkinn nokkuð dekkri en liturinn á feldi ljónsins og með rauðgulum eða brúnum blæ. Hann getur þó verið mjög dökkur og jafnvel svartur.

Vönuð karldýr fá ekki makka og því er ljóst að kynhormón ráða vexti hans. Makkinn er kyntákn og ljónynjurnar eru hrifnari af ljónum sem hafa þykkan og dökkan makka. Makkinn gerir karlljónin líka stærri og ógnvænlegri og hræðir þannig önnur dýr frá því að ráðast á þau. Einnig getur verið að makkinn hlífi hálsi ljónanna fyrir höggum og rifsárum.

En makkinn gerir karlljónunum líka erfitt fyrir þegar kemur að veiðum. Hans vegna eru þau meira áberandi en ljónynjurnar og eiga því ekki eins auðvelt með að læðast að bráð sinni. Kann þetta að vera ein skýringin á því að karlljón eru miklu lélegri við veiðar en ljónynjur.

Heimildir:
  • Undraveröld dýranna / [4. hluti]. Reykjavík: Fjölvi, 1983.
  • Lioncrusher.com

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.3.2004

Síðast uppfært

22.12.2023

Spyrjandi

Snæfríður Jónsdóttir, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4082.

EDS. (2004, 24. mars). Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4082

EDS. „Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4082>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fá karlkyns ljón makka en ekki kvenkyns?
Það er vel þekkt í náttúrunni að karldýr hafi eitthvað sem hjálpar þeim til að ganga í augun á kvendýrunum. Til dæmis eru karlfuglar oft æði litskrúðugir og er tilgangurinn sá að vekja athygli kvenfuglanna. Makki ljónsins gegnir sama hlutverki og skrautlegar fjaðrir eða litir meðal ýmissa fugla, það er að gera karldýrið glæsilegra í augum kvendýrsins.

Karlljón eru einu kattardýrin sem hafa makka eða fax. Makkinn fer að vaxa þegar ljónin eru 1-2 ára gömul og tekur um 5-7 ár að ná fullri stærð. Litur, lengd og þykkt makkans eru breytileg á milli dýra. Venjulega er makkinn nokkuð dekkri en liturinn á feldi ljónsins og með rauðgulum eða brúnum blæ. Hann getur þó verið mjög dökkur og jafnvel svartur.

Vönuð karldýr fá ekki makka og því er ljóst að kynhormón ráða vexti hans. Makkinn er kyntákn og ljónynjurnar eru hrifnari af ljónum sem hafa þykkan og dökkan makka. Makkinn gerir karlljónin líka stærri og ógnvænlegri og hræðir þannig önnur dýr frá því að ráðast á þau. Einnig getur verið að makkinn hlífi hálsi ljónanna fyrir höggum og rifsárum.

En makkinn gerir karlljónunum líka erfitt fyrir þegar kemur að veiðum. Hans vegna eru þau meira áberandi en ljónynjurnar og eiga því ekki eins auðvelt með að læðast að bráð sinni. Kann þetta að vera ein skýringin á því að karlljón eru miklu lélegri við veiðar en ljónynjur.

Heimildir:
  • Undraveröld dýranna / [4. hluti]. Reykjavík: Fjölvi, 1983.
  • Lioncrusher.com
...