Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?

Finnur Dellsén

Spurningin hljóðar svo í fullri lengd:

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim.

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að hafa í huga að vísindin fást almennt séð ekki við að „sanna“ vísindalegar tilgátur, heldur er markmið þeirra einungis að leiða líkum að slíkum tilgátum. Vísindamenn átta sig fyllilega á því að kenningar þeirra gætu mögulega reynst rangar, og að einhverjum kenningum muni jafnvel verða kastað fyrir róða fyrr eða síðar. Engu að síður telja þeir að flestar tilgátur sem þeir fallast á séu að öllum líkindum réttar.

Tilgáturnar sem um ræðir í þessu tilviki snúast um að hlutir af ákveðnu tagi séu ekki til. Spurningin sem máli skiptir er þá hvernig hægt er að leiða líkum að því að slíkar tilgátur séu sannar. Áður en við snúum okkur að breiðnefjunum skulum við skoða eftirfarandi dæmi tilgátu af því tagi sem um ræðir:

  • Fljúgandi fílar eru ekki til.

Hvernig myndum við rökstyðja svona tilgátu? Vandinn sem við er að etja er að það er erfitt að sjá hvers konar athuganir eða tilraunir væri hægt að gera til að rökstyðja tilgátuna, enda munum við aldrei skynja neitt sem beinlínis staðfestir eða hrekur að fljúgandi fílar séu ekki til. Að þessu leyti er tilgátan frábrugðin öðrum vísindalegum tilgátum, eins og til dæmis:

  • Allir hrafnar eru svartir.

Til að rökstyðja þessa tilgátu gætum við skoðað hrafna víðsvegar um heiminn og athugað hvernig þeir eru á litinn. Það er hins vegar ekki hægt að gera samskonar athuganir varðandi fyrri tilgátuna vegna þess að við munum að sjálfsögðu aldrei finna dæmi um fljúgandi fíla sem skortir tilvist. Ef bleikir fílar eru ekki til þá munum við aldrei finna neina hluti af því tagi.

Ef teiknimyndapersónan Dúmbó væri til í raun og veru gætum við verið viss um að til séu fljúgandi fílar.

Flest teljum við þó að fljúgandi fílar séu ekki til. Að því gefnu að þessi skoðun okkar byggist ekki á eintómri óskhyggju þá getum við velt fyrir okkur hvernig við myndum rökstyðja þessa skoðun. Ein möguleg rök eru þau að við höfum aldrei séð fljúgandi fíl. Með öðrum orðum höfum við engin rök eða gögn sem styðja það að til séu fljúgandi fílar – og það virðist kannski vera góð ástæða til að halda að slíkar skepnur séu ekki til. Ýmsir tölfræðingar og vísindamenn, meðal annars bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan, hafa gagnrýnt rök af þessu tagi. Þeir höfða til slagorðsins „skortur á rökum eru ekki rök fyrir skorti“ (e. „absence of evidence is not evidence of absence“) -- samtök bandarískra tölfræðinga selja meira að segja boli með þessari áletrun á heimasíðu sinni. Hugmyndin á bakvið slagorðið er einfaldlega að það að skorta ástæðu til að halda að eitthvað sé til séu ekki góð rök fyrir því að það sé ekki til. Til dæmis sagði Carl Sagan að það að hafa ekki séð geimverur séu ekki rök fyrir því að engar geimverur séu til.

Það er örugglega rétt hjá Sagan að það að vita ekki um eitthvað nægir ekki eitt og sér til að sýna fram á að það sé ekki til. Til dæmis er það að hafa ekki séð fljúgandi fíl ekki nóg eitt og sér til að rökstyðja að þeir séu ekki til. Það sem virðist meðal annars vanta upp á er að maður hafi góða ástæðu til að halda að ef fljúgandi fíll væri til, þá myndi maður vita af því. Og það má svo sem segja að í tilfelli fljúgandi fíla þá höfum við ástæðu til að halda að við myndum vita af því ef fljúgandi fílar væru til – enda væri tæpast erfitt að koma auga á slíkar skepnur. En hið sama virðist ekki gilda til dæmis um geimverur, eins og Sagan benti í raun á, vegna þess að geimurinn er svo ógnarstór að við höfum aðeins reynslu af því sem gerist í örlitlum hluta þess.

Annað atriði sem virðist vera hluti af rökstuðningi okkar fyrir því að fljúgandi fílar séu ekki til er að hugmyndin um fljúgandi fíla samrýmist illa hugmyndum okkar um þróun lífs á jörðinni. Fílar eru þung og fyrirferðamikil dýr og þyrftu því að hafa óhemju öfluga vængi til að fljúga, auk þess sem þau myndu eyða gífurlegri orku í flugið. Það má því ugglaust fullyrða að ef stökkbreyting hefði orðið til þess að hópur fljúgandi fíla hefði skyndilega orðið til er afar líklegt að þeir hefðu fljótlega lotið í lægra haldi í þeirri samkeppni dýrategunda sem lýst er í þróunarkenningu Darwins, og þar af leiðandi dáið út. Af þessum sökum er einfaldlega ólíklegt að fljúgandi fílar séu til, að því gefnu að þróunarkenningin sé á rökum reist.

Til að draga þetta saman má segja að tvennskonar ástæður séu fyrir því að við teljum að fljúgandi fílar séu ekki til: Annars vegar höfum við ástæðu til að telja að við hefðum orðið vör við fljúgandi fíla ef þeir væru til; og hins vegar samrýmist tilvist fljúgandi fíla illa öðrum vísindakenningum, svo sem þróunarkenningu Darwins, sem við höfum ástæðu til að halda að séu sannar. Ástæður af þessu tagi eru alls ekki alltaf fyrir hendi – til dæmis höfum við ekki ástæðu til að telja að við hefðum orðið vör við geimverur ef þær væru til, né er það svo að tilvist geimvera samrýmist illa öðrum vísindakenningum sem við teljum sannar.

Af hverju töldu vísindamenn almennt að ekki væru til spendýr sem verptu eggjum, eins og breiðnefurinn er dæmi um?

Með þessar pælingar að vopni skulum við þá snúa okkur aftur að breiðnefjunum. Það er rétt hjá spyrjandanum að flestir vísindamenn voru lengi vel á því að ekki væru til nein spendýr sem verptu eggjum. Undir lok 18. aldar fundust hins vegar breiðnefir, sem einmitt fæða afkvæmi sín með mjólk (og eru þar af leiðandi spendýr) en verpa samt eggjum. Viðkomandi vísindamenn höfðu því rangt fyrir sér í þessu tilviki. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart að vísindamenn hafi haft á röngu að standa í einstaka tilvikum, því eins og fjallað var um í upphafi þessa svars viðurkenna vísindamenn að kenningar þeirra gætu mögulega reynst rangar. Spurningin er hins vegar hvort vísindamennirnir sem töldu sig hafa útilokað að til væru spendýr sem verptu eggjum hafi skort góðar ástæður til að halda að svo sé – hvort þeir hafi í raun myndað sér skoðun á grundvelli ófullnægjandi raka.

Þessari spurningu er ekki auðsvarað en við vitum þó núna hvaða þættir það eru sem ákvarða hvert svarið er. Svarið veltur í fyrsta lagi á því hversu góða ástæðu vísindamennirnir höfðu til að ætla að þeir hefðu orðið varir við spendýr sem verpa eggjum ef slík dýr væru til. Hvað þetta varðar verður að segjast að vísindamenn voru tæpast í mjög góðri aðstöðu fyrir lok 18. aldar til að fullyrða að þeir hefðu rekist á slík spendýr ef þau væru til – enda voru þá mörg svæði í heiminum sem líffræðingar höfðu ekki kannað til hlítar. Svarið veltur einnig á því hvort tilvist breiðnefja samrýmist vel eða illa öðrum kenningum vísindamanna þess tíma. Líklega má segja að tilvist breiðnefja hafi samrýmst slíkum kenningum frekar illa vegna þess að þá höfðu fjölmörg spendýr verið grandskoðuð og ekki eitt einasta þeirra verpti eggjum! Leiða má líkum að því að það sé einmitt aðalástæða þess að vísindamenn þess tíma töldu að dýr eins og breiðnefurinn gætu ekki verið til.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Sober, Elliot (2009). „Absence of Evidence and Evidence of Absence: Evidential Transitivity in Connection with Fossils, Fishing, Fine-tuning, and Firing Squads.“ Philosophical Studies 143: 63–90.
  • Strevens, Michael (2009). Objective Evidence and Absence: Comment on Sober. Philosophical Studies 143: 91–100.
  • Walton, Douglas (1996). Arguments from Ignorance. University Park: University of Pennsylvania Press.

Myndir:

Höfundur

Finnur Dellsén

dósent í heimspeki

Útgáfudagur

7.4.2016

Spyrjandi

Þórbergur Bollason

Tilvísun

Finnur Dellsén. „Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2016. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58730.

Finnur Dellsén. (2016, 7. apríl). Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58730

Finnur Dellsén. „Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2016. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58730>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd:

Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim.

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að hafa í huga að vísindin fást almennt séð ekki við að „sanna“ vísindalegar tilgátur, heldur er markmið þeirra einungis að leiða líkum að slíkum tilgátum. Vísindamenn átta sig fyllilega á því að kenningar þeirra gætu mögulega reynst rangar, og að einhverjum kenningum muni jafnvel verða kastað fyrir róða fyrr eða síðar. Engu að síður telja þeir að flestar tilgátur sem þeir fallast á séu að öllum líkindum réttar.

Tilgáturnar sem um ræðir í þessu tilviki snúast um að hlutir af ákveðnu tagi séu ekki til. Spurningin sem máli skiptir er þá hvernig hægt er að leiða líkum að því að slíkar tilgátur séu sannar. Áður en við snúum okkur að breiðnefjunum skulum við skoða eftirfarandi dæmi tilgátu af því tagi sem um ræðir:

  • Fljúgandi fílar eru ekki til.

Hvernig myndum við rökstyðja svona tilgátu? Vandinn sem við er að etja er að það er erfitt að sjá hvers konar athuganir eða tilraunir væri hægt að gera til að rökstyðja tilgátuna, enda munum við aldrei skynja neitt sem beinlínis staðfestir eða hrekur að fljúgandi fílar séu ekki til. Að þessu leyti er tilgátan frábrugðin öðrum vísindalegum tilgátum, eins og til dæmis:

  • Allir hrafnar eru svartir.

Til að rökstyðja þessa tilgátu gætum við skoðað hrafna víðsvegar um heiminn og athugað hvernig þeir eru á litinn. Það er hins vegar ekki hægt að gera samskonar athuganir varðandi fyrri tilgátuna vegna þess að við munum að sjálfsögðu aldrei finna dæmi um fljúgandi fíla sem skortir tilvist. Ef bleikir fílar eru ekki til þá munum við aldrei finna neina hluti af því tagi.

Ef teiknimyndapersónan Dúmbó væri til í raun og veru gætum við verið viss um að til séu fljúgandi fílar.

Flest teljum við þó að fljúgandi fílar séu ekki til. Að því gefnu að þessi skoðun okkar byggist ekki á eintómri óskhyggju þá getum við velt fyrir okkur hvernig við myndum rökstyðja þessa skoðun. Ein möguleg rök eru þau að við höfum aldrei séð fljúgandi fíl. Með öðrum orðum höfum við engin rök eða gögn sem styðja það að til séu fljúgandi fílar – og það virðist kannski vera góð ástæða til að halda að slíkar skepnur séu ekki til. Ýmsir tölfræðingar og vísindamenn, meðal annars bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan, hafa gagnrýnt rök af þessu tagi. Þeir höfða til slagorðsins „skortur á rökum eru ekki rök fyrir skorti“ (e. „absence of evidence is not evidence of absence“) -- samtök bandarískra tölfræðinga selja meira að segja boli með þessari áletrun á heimasíðu sinni. Hugmyndin á bakvið slagorðið er einfaldlega að það að skorta ástæðu til að halda að eitthvað sé til séu ekki góð rök fyrir því að það sé ekki til. Til dæmis sagði Carl Sagan að það að hafa ekki séð geimverur séu ekki rök fyrir því að engar geimverur séu til.

Það er örugglega rétt hjá Sagan að það að vita ekki um eitthvað nægir ekki eitt og sér til að sýna fram á að það sé ekki til. Til dæmis er það að hafa ekki séð fljúgandi fíl ekki nóg eitt og sér til að rökstyðja að þeir séu ekki til. Það sem virðist meðal annars vanta upp á er að maður hafi góða ástæðu til að halda að ef fljúgandi fíll væri til, þá myndi maður vita af því. Og það má svo sem segja að í tilfelli fljúgandi fíla þá höfum við ástæðu til að halda að við myndum vita af því ef fljúgandi fílar væru til – enda væri tæpast erfitt að koma auga á slíkar skepnur. En hið sama virðist ekki gilda til dæmis um geimverur, eins og Sagan benti í raun á, vegna þess að geimurinn er svo ógnarstór að við höfum aðeins reynslu af því sem gerist í örlitlum hluta þess.

Annað atriði sem virðist vera hluti af rökstuðningi okkar fyrir því að fljúgandi fílar séu ekki til er að hugmyndin um fljúgandi fíla samrýmist illa hugmyndum okkar um þróun lífs á jörðinni. Fílar eru þung og fyrirferðamikil dýr og þyrftu því að hafa óhemju öfluga vængi til að fljúga, auk þess sem þau myndu eyða gífurlegri orku í flugið. Það má því ugglaust fullyrða að ef stökkbreyting hefði orðið til þess að hópur fljúgandi fíla hefði skyndilega orðið til er afar líklegt að þeir hefðu fljótlega lotið í lægra haldi í þeirri samkeppni dýrategunda sem lýst er í þróunarkenningu Darwins, og þar af leiðandi dáið út. Af þessum sökum er einfaldlega ólíklegt að fljúgandi fílar séu til, að því gefnu að þróunarkenningin sé á rökum reist.

Til að draga þetta saman má segja að tvennskonar ástæður séu fyrir því að við teljum að fljúgandi fílar séu ekki til: Annars vegar höfum við ástæðu til að telja að við hefðum orðið vör við fljúgandi fíla ef þeir væru til; og hins vegar samrýmist tilvist fljúgandi fíla illa öðrum vísindakenningum, svo sem þróunarkenningu Darwins, sem við höfum ástæðu til að halda að séu sannar. Ástæður af þessu tagi eru alls ekki alltaf fyrir hendi – til dæmis höfum við ekki ástæðu til að telja að við hefðum orðið vör við geimverur ef þær væru til, né er það svo að tilvist geimvera samrýmist illa öðrum vísindakenningum sem við teljum sannar.

Af hverju töldu vísindamenn almennt að ekki væru til spendýr sem verptu eggjum, eins og breiðnefurinn er dæmi um?

Með þessar pælingar að vopni skulum við þá snúa okkur aftur að breiðnefjunum. Það er rétt hjá spyrjandanum að flestir vísindamenn voru lengi vel á því að ekki væru til nein spendýr sem verptu eggjum. Undir lok 18. aldar fundust hins vegar breiðnefir, sem einmitt fæða afkvæmi sín með mjólk (og eru þar af leiðandi spendýr) en verpa samt eggjum. Viðkomandi vísindamenn höfðu því rangt fyrir sér í þessu tilviki. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart að vísindamenn hafi haft á röngu að standa í einstaka tilvikum, því eins og fjallað var um í upphafi þessa svars viðurkenna vísindamenn að kenningar þeirra gætu mögulega reynst rangar. Spurningin er hins vegar hvort vísindamennirnir sem töldu sig hafa útilokað að til væru spendýr sem verptu eggjum hafi skort góðar ástæður til að halda að svo sé – hvort þeir hafi í raun myndað sér skoðun á grundvelli ófullnægjandi raka.

Þessari spurningu er ekki auðsvarað en við vitum þó núna hvaða þættir það eru sem ákvarða hvert svarið er. Svarið veltur í fyrsta lagi á því hversu góða ástæðu vísindamennirnir höfðu til að ætla að þeir hefðu orðið varir við spendýr sem verpa eggjum ef slík dýr væru til. Hvað þetta varðar verður að segjast að vísindamenn voru tæpast í mjög góðri aðstöðu fyrir lok 18. aldar til að fullyrða að þeir hefðu rekist á slík spendýr ef þau væru til – enda voru þá mörg svæði í heiminum sem líffræðingar höfðu ekki kannað til hlítar. Svarið veltur einnig á því hvort tilvist breiðnefja samrýmist vel eða illa öðrum kenningum vísindamanna þess tíma. Líklega má segja að tilvist breiðnefja hafi samrýmst slíkum kenningum frekar illa vegna þess að þá höfðu fjölmörg spendýr verið grandskoðuð og ekki eitt einasta þeirra verpti eggjum! Leiða má líkum að því að það sé einmitt aðalástæða þess að vísindamenn þess tíma töldu að dýr eins og breiðnefurinn gætu ekki verið til.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Sober, Elliot (2009). „Absence of Evidence and Evidence of Absence: Evidential Transitivity in Connection with Fossils, Fishing, Fine-tuning, and Firing Squads.“ Philosophical Studies 143: 63–90.
  • Strevens, Michael (2009). Objective Evidence and Absence: Comment on Sober. Philosophical Studies 143: 91–100.
  • Walton, Douglas (1996). Arguments from Ignorance. University Park: University of Pennsylvania Press.

Myndir:

...