Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?

Guðrún Kvaran

Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu.

Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóevrópsku rótarinnar *gheis- / *ghais- ‛sökkva, hika, festast’. Um upprunann í norrænum málum eru menn ósammála. Sumir (til dæmis Kluge, Katlev) telja orðið fengið að láni úr keltnesku, aðrir (til dæmis Ásgeir Blöndal Magnússon) telja það germanskt og hugsanlega skylt fornháþýsku gīt ‛ágirnd, græðgi, fornensku gītsian ‛heimta’, nýháþýsku Geiz ‛níska’. Myndirnar í germönsku málunum benda ekki til tannhljóðs í stofni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Katlev, Jan. 2000. Politikens etymologisk ordbog. København, Politiken.
  • Kluge, Friedrich. 2002. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 24. útg. Berlin/New York, Walter de Gruyter.
Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Samkvæmt stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar er orðið gísl skrifað með s-i, en danskt orð sömu merkingar, gidsel, ber hinsvegar tannhljóð. Er tannhljóðið síðara tíma innskeyti í dönsku eða hefði gísl átt að rita með z-u?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.4.2011

Spyrjandi

Arngrímur Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2011. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58790.

Guðrún Kvaran. (2011, 6. apríl). Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58790

Guðrún Kvaran. „Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2011. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58790>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?
Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu.

Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóevrópsku rótarinnar *gheis- / *ghais- ‛sökkva, hika, festast’. Um upprunann í norrænum málum eru menn ósammála. Sumir (til dæmis Kluge, Katlev) telja orðið fengið að láni úr keltnesku, aðrir (til dæmis Ásgeir Blöndal Magnússon) telja það germanskt og hugsanlega skylt fornháþýsku gīt ‛ágirnd, græðgi, fornensku gītsian ‛heimta’, nýháþýsku Geiz ‛níska’. Myndirnar í germönsku málunum benda ekki til tannhljóðs í stofni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Katlev, Jan. 2000. Politikens etymologisk ordbog. København, Politiken.
  • Kluge, Friedrich. 2002. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 24. útg. Berlin/New York, Walter de Gruyter.
Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Samkvæmt stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar er orðið gísl skrifað með s-i, en danskt orð sömu merkingar, gidsel, ber hinsvegar tannhljóð. Er tannhljóðið síðara tíma innskeyti í dönsku eða hefði gísl átt að rita með z-u?
...