Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu.
Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóevrópsku rótarinnar *gheis- / *ghais- ‛sökkva, hika, festast’. Um upprunann í norrænum málum eru menn ósammála. Sumir (til dæmis Kluge, Katlev) telja orðið fengið að láni úr keltnesku, aðrir (til dæmis Ásgeir Blöndal Magnússon) telja það germanskt og hugsanlega skylt fornháþýsku gīt ‛ágirnd, græðgi, fornensku gītsian ‛heimta’, nýháþýsku Geiz ‛níska’. Myndirnar í germönsku málunum benda ekki til tannhljóðs í stofni.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt? eftir Guðrúnu Kvaran
- Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
- Katlev, Jan. 2000. Politikens etymologisk ordbog. København, Politiken.
- Kluge, Friedrich. 2002. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 24. útg. Berlin/New York, Walter de Gruyter.
- Wikipedia.com - hostage. Sótt 14.3.2011.
Samkvæmt stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar er orðið gísl skrifað með s-i, en danskt orð sömu merkingar, gidsel, ber hinsvegar tannhljóð. Er tannhljóðið síðara tíma innskeyti í dönsku eða hefði gísl átt að rita með z-u?
