að viðbættum 4 algengum erlendum eða umfrömum bókstöfum (bls. 1449.)Til er stafrófsvísa eftir Þórarinn Eldjárn um íslenska stafrófið:
A, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k. L, m, n, o, ó og p eiga þar að standa hjá. R, s, t, u, ú, v næst, x, y, ý, svo þ, æ, ö. Íslenskt stafróf er hér læst í erindi þessi skrítin tvö.Margir kannast líka við eldri stafrófsvísa eftir Gunnar Pálsson í Hjarðarholti en hana má lesa í svari við spurninguni Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Snemma á áttunda áratugi síðustu aldar var bókstafurinn z afnuminn er íslensku ritmáli til að einfalda stafsetningu en áfram var þó leyft að nota zetuna í mannanöfnum. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu frá 1974 er fjallað um það hvenær má rita z:
- Í sérnöfnum, erlendum að uppruna, má rita z, t.d. Zóphanías, Zakarías, Zimsen o.s.frv.
- Í ættarnöfnum, sem gerð eru af mannanöfnum, sem hafa tannhljóð í enda stofns, má rita z, t.d. Haralz, Sigurz, Eggerz o.s.frv.

- ef við erum kvefuð og ætlum að fá okkur C-vítamín
- ef við viljum átta okkur á því að í teiknimyndum og teiknimyndasögum tákna zetur svefn
- ef okkur er mál og við þurfum að rata á klósett sem stundum eru merkt WC
- ef við viljum átta okkur á því hvað stærðfræðingar og aðrir meina með skammstöfuninni QED
- ef við þurfum að fara inn á vefsíðuna www.visindavefur.hi.is til að lesa um bókstafinn w
- ef við eigum að fylgja mataruppskrift sem segir okkur að nota um 37°C heitt vatn til að hræra saman við hveiti og ger