Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC?

Skammstöfunin WC stendur fyrir water closet 'vatnssalerni'. Closet er notað í fleiri en einni merkingu:
  1. fataskápur, fataherbergi
  2. lítið herbergi notað til hvíldar eða til þess að draga sig í hlé.
Orðið er skylt latnesku sögninni claudo 'ég loka, læsi' en af henni er dregið nafnorðið claustrum 'læstur staður'. Fyrr á tímum, þegar útikamrar voru mjög algengir, þótti mikil framför þegar tekið var að leiða vatn inn á slíka staði og síðar í salerni í húsum. Slík salerni voru þá greind frá öðrum með því að taka fram að þau væru með vatni, water closet, síðar stytt í WC. Á íslensku var farið að notað orðið vatnssalerni um aldamótin 1900.

Skoðið einnig svör við spurningunum:

Mynd: Period Features

Útgáfudagur

19.7.2005

Spyrjandi

Davíð Hermannsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2005. Sótt 19. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=5142.

Guðrún Kvaran. (2005, 19. júlí). Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5142

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2005. Vefsíða. 19. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5142>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnhildur Óskarsdóttir

1959

Gunnhildur Óskarsdóttir er dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.